Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 1
14. tbl. Laugardagur 9. apríl 1949. 1. árg. svo glögg ..." „Endurminningin er Þátfur um Guðnýju Jónsdótfur skáldkonu í Klömbrum. í þriðja árgangi Fjölnis, 1837, rit- aö‘ Tómas Sæmundsson „eítirmæli arsins 1836, eins og það var á ís- 'andi". Var þetta e.k. íréttayfirlit, fróðlegt og athyglisvert á ýmsa lund, enda kom Tómas víða við. Að grein- arlokum gat hann nokkurra merkis- hianna, er látizt höfðu á árinu. Síð- ast farast honum orð á þessa leið: >>Einnar konu er skylt að minnast nieðal þeirra er önduðust þetta ár; Því þó lítt hafi hennar gætt verið — e,ns og vandi er um konur — voru sa,nt kjör hennar og gáfur íhugunar- Verðari en almennt er á íslandi. Það Var Guðný, elzta dóttir mcrkisprests- ins á Grenjaðarstað. Hún þótti álit- iega gift, er djákninn á Grenjaðar- stað, gáfumaður og atgjörfis, liafði fengið hennar; og engan liafði grun- a®> að hann mundi sjá sig það um nönd eftir 9 ára samvistir, að liann vUdi breyta þessu, cins og hann gerði. Fór liann þá vestur í Húna- vatnssýslu, að brauði, sem búið var a® veita honum, tók vígslu, og er nú S'ftur aftur; en hún fór með mági S,num og systur norður á Raufar- 'föfn, og má vera, þelta hafi bana til bai,a dregið, því hún lifði ckki [nllt ár á eftir, og sálaðist 11. dag Júnímán. 1836. Til að sýna gáfur fennar, þarf ckki meira en ljóð þessi, ír hún kvað að norðan, til systur sinnar á Grenjaðarstað, skömmu fyr- u' andlát sitt'*. ^iðan birtir Fjölnir kvæöið, sem 11 il vísur, og hcfst á þessa leið: •>Endurminningin er svo glögg Uln aHt, sem að í Klömbrum skeði . .“ Kvæði þetta vakti þegar allmikla athygli, enda íágætt að konur á þeim tíma kvæðu slífct ljóð, þróttmikið, persónulegt, gætt tilfinningahita. Enginn, scm kvæðið las, gat verið í vafa um það, að Guðný Jónsdóttir lilaut að hafa verið óvenjuleg kona og tvímælalausri skáldgáfu gædd. Hin fáorðu ummæli síra Tómasar Sæmundssonar i) um æviraun þess- arar konu urðu og til þess að greypa mynd hennar cnnþá fastar í hug lesendanna. Það, sem þar var sagt til skýringar hins harmsára kvæðis, var hóflega mikið til þess, að gefa ímyndunaraflinu byr undir vængi. Enn vakti það að nýju athygli á skáldgáfu og örlögum prestsdóttur- innar frá Grenjaðarslað, þegar Nortfurfari birti árið 1848 annaö kvæði cftir liana, mjög í sama anda og hið fyrra og cngu síðra að skáld legu gildi. Kvæði þetta, sem Norð- urfari kaliaöi „Gutfnýjarvísur", va'rð þegar kunnugt víðs vegar um land. Það liefst á þessari ljóðlínu: ,,Sit cg og syrgi mér horfinn". Þriðja kvæði Guðnýjar Jónsdótt ur, sem birl hefur vcrið á prenti, J) Það má fullvíst telja, að Guðný, prestsdótlirin á Grcnjaðarstað, síðar húsfrcyja í Klömbrum, og Sigríður Þórðardóttir, kona Tómasar Sæ- mundssonar, sýslumannsdóttirin frá Garði i Aöaldal, haíi vcrið kunnug- ar, e. I. v. vinkonur, þær voru nálega jafngamlar. Hefur Sigríður aö lík- indum vakið athygli manns síns á Guðnýju. kom eigi fyrr en í Kvcunablatfi frú Bríctar Bjarnhéðinsdóttur í maímán- uði. 1897. Það hcitir „Rokkvísur“. Kvæði Guðnýjar Jónsdóttur, eink- um þau tvö, sem birtust í Fjölni og Norðurfara, svo og eriljóð eflir dreng á fyrsta ári, er hún missti, urðu mjög vinsæl mcöal alþýðu á 19. öld. Benda til þcss hinar nVirgu al- skriftir þcirra víðs vegar um land, og cru þar til vitnis eigi færri en 23 handrit í Landsbókasafni, sem lial'a kvæði Guönýjar að geyma, eitt eða fleiri. Loks má gcta þcss', að kvæðið „Endurminnlngin er svo glögg“ hefur verið tckið upp í úrvalssafn íslenzkra ljóða, „íslands þúsund ár“, sem út kom árið 1947. Þótt Guðnýju háfi því hvorki fyrr né síðar verið ncitað um sæti á skáldabekk, hefur nálega ekkert vcr. iö um hana ritað, ævi hennar og ör- lög. Er það og ýmsum örðugleikum bundið liéðan af, því heimildir eru litlar og strjálar. Hér á cftir vcrður sagl litið citt frá þcssari skáldkonu, er féll frá í blóma lífsins, cn hafði áður tckizt að sýna að nokkru, hvaö i henni bjó. Er þá fyrst að geta uppruna skáld- konunnar. Er það hvorttveggja, að það er gamall og góður íslenzkur sið- ur, og svo má cigi gleyma hinu, „að sjaldan fcllur eplið langt frá eik- inni“. Deili nokltúr á ætt og uppruna cru að jafnaði ómissandi forsendur, er maður vill gera sér nokkra g'rein fyrir mönnum, cigi sízt þegar lieim- ildir eru l'áar og glompóttar. FAÐIRINN. Faðir Guðnýjar skáldkonu var Jón Jónsson prcstur og læknir á Grenj-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.