Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 4
108 ALÞÝÐUHELGIN Síra Sveinn Níelsson. einnig lærdómsmaður góður og af- bragðs kennari. Er eigi að undra, þótt Guðnýju litist vel ú hinn unga og efnilega mann, sem kominn var á heimilið. Honum hefur og, ef að líkum iætur, þótt mikið til heimasæt- unnar koma, gáfna hennar og at- gerfis. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 21. ágúst 1827. Hin ungu hjón reistu bú á Klömbr- um, kotbæ nálægt Grenjaðarstað. Bjuggu þau þar í 9 ár og eignuðust fjögur börn. Tvö þeirra dóu kornung, en tvö lifðu og komust til manns. Það mun fullvíst, að Guðný þótti „álitlega gift er djákninn á Grenjað- arstað, gáfumaður og atgerfis, hafði fengið hennar“. Fáar eru heimildir um.sambúð þeirra, en þó ber öllum saman um það, að Guðný unni mjög manni sínum, hversu sem tilíinning. um hans hefur verið háttað. En það mun hafa komið í ljós er fram í sótti, að þau hjón voru nokkuð ó- skaplík og fóru þykkjur þeirra eigi alltaf saman. Þó munu lítil tíðindi hafa af því borizt út af heimilinu, unz þar að kom í ársbyrjun 1835, að síra Sveinn sótti um og fékk prests- embætti á Blöndudalshólum. Sótti hann þá um skilnað frá konu sinni, fluttist vestur um vorið og skildi hana eftir eystra. „Engan hafði grunað,“ segir Sighvatur Borgfirðing- ur, „að hann mundi sjá sig það um hönd eftir 9 ára samvistir, að hann vildi breyta þessu eins og' hann gerði.“ Er það og víst, að tiðindi þessi vöktu mikla undrun og umtal, eigi sízt vegna þess, að Guðný tók sér skilnaðinn ákaflega nærri. Þó vildi hún á engan hátt hefta för manns síns né gera honum erfitt um vik. „Allt þetta umbar liún án þess að mæla þar eitt orð á móti, einungis af 'elsku til rósemdar hans, ef ske mætti að ánægja hans yrði að meiri“. — Síra Sveinn kvæntist vestra árið eftir, mætri konu, og varð aðsópsmikill klerkur og kumi- ur fræðimaður. Hann varð maður gamall, lézt í Reykjavík 1881. BANASÁR. Guðný sat nú eftir með harma sína og horfði á bak þeim manni, sem hún hafði einum unnað. Hún hefur verið mjög viðkvæm kona, eins og kvæði hennar bera glögglega með sér. Enda reyndist svo, að hún hafði ver- ið því sári særð, er eigi gat gróið, heldur blæddi inn. Vorið 1835, litlu eftir burtför síra Sveins, fór Guðný með Jakobi mági sínum og Hildi systur sinni norður á Raufarhöfn. Hafa þau vaíalaust boðið henni að dveljast hjá sér til að létta henni lífs- baráttuna og freista þess, að fölskva slægi á harma hennar. Þegar leið á haustið, tók líkamsþrek G.uðnýjar að bila. Er talið, að um þær mundir hafi hún ort þau kvæði sín tvö, er lengst munu halda nafni hennar á lofti. í ársbyrjun 1836 mun hafa verið sýnt, til hvers myndi draga; þá var Guðný helsjúk orðin og þráði það eitt, að öðlazt frið dauðans. And- aðist hún á heimili systur sinnar á Raufarhöfn 11. janúar 1836. i) Hörm- uðu margir örlög hinnar ungu konu, er hnigið hafði að velli með svo skjótum og sviplegum hætti. Þegar „Fjölnir“ kom síðan með saknaðar- 3) Hér er fylgt þeim dánardegi, sem nefndur er í líkræðu Guðnýjar. Dánardagur hennar er hvorki færður inn í kirkjubók Skinnastaðapresta- kalls (þar sem hún var jörðuð) né Presthólaprestakalls (þar'sem hún dó). Hefur síra Vernharði Þorkels- syni, er jarðsöng Guðnýju, alveg láðzt að færa nafn hennar inn í kirkjubókina. Af þessum sökum verður ekki úr því skorið með ör- uggri vissu, hvaða dag Guðný dó, en þó er fullvíst, að dánardagurinn, sem nefndur er í Fjölni, 11. júní, er rangur. Sighvatur Borgfirðingur telur Guðnýju hafa látizt 13. febrúar. Heimildar getur hann ekki. Kemur það að vísu vel heim við það, sem í líkræðunni stendur, að hún sé haldin yfir moldiun Guðnýjar 3. marz. Fyrsta hraðpressan. Eftirfarandi frétt birtist í „ísafold'1 6. maí 1879: Þetta blað „ísafoldar" er hið fyrsta, sem prentað er í hraðpressu hér á landi. Hraðpressan er keypt í Lund- únum. Lærði yfirprentari ísafoldar- prentsmiðju, Sigmundur Guðmunds- son, þar jafnframt, fyrstur íslend- inga, öll handtök að hraðprentun, og annaðist kaupin. Hefur honum farið þetta vel úr hendi með greind og lagi- Hraðpressa þessi er lítil að vísu, á við það, sem slíkar vélar gerast í öðrum löndum, en nógu stór til vorra þarfa. Hún prentar fimmfalt fljótara en hraðvirkustu prentarar prenta í beztu handpressum, með eins manns aðstoð eða tveggja smásveina; en við handpressu veitir eigi af tveim full efldum karlmönnum. kvæði hennar árið eftir, og minntist lítið eitt á raunasögu konu þeirrar, er kveðið hafði slíkan svanasöng. fjölgaði enn þvi fólki, víðs vegar unt land, sem hugsaði og talaði uw Guðnýju skáldkonu og dauða henn- ar. Var þá eigi sparað, eins og oft vill verða er slík atvik gerast, að kasta þungum steini að bónda Guð- nýjar. Var honum legið mjög á hálsi og hlutur hans sízt betri gerður en efni stóðu til. Var mörgum getum að því leitt, hvaða ástæður lágu .til þess að síra Sveinn skildi við konu sína, eigi sízt ltar sÁn fullvíst þótti, að engin önn- ur kona hefði komið þar við sögu- Var ein tilgátan sú, að síra Sveinn hefði eigi þolað það, að kona hans var gáfaðri en hann! En „hugur einn það veit, er býr hjarta nær“, enda er eigi líklegt, að óviðkomandi menn hafi vitað hin réttu deili á einkamáli slíku sem þessu. Sagt er, að síra Sveinn Níelsson hafi aldrei á þetta minnzt, og enginn þeirra, sern dómfelldu hann mest, kunnu frá ÞV1 að greina, að hann gæfi Guðnýju sök á því, að sambúð þeirra var slitið- En hjónaskilnaðarmál, eigi sízi presta, vöktu miklu meiri athygli á þeim timum en nú gera þau. Hér bættist og við hið skjóta fráfall skáld- konunnar, eftir að hún hafði ort tregafull og harmsár kvæði um örlötí sín. (Niðurl. í næsta blaði.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.