Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 4
116 ALÞÝÐUHELGIN Gísli Konráðsson: KETILL BJARNARBANI Sigríður (eldri), fædd á Klömbr- um 17. október 1828 varð ekki árs- gömul, lézt 7. sept. 1829. Jón Aðalsteinn (yngri', fæddur á Klömbrum 1. mai 1830. Hann gekk menntáveginn og útskrifaðist úr Reykjavikurskóla 1853, með fyrstu einkunn, sigldi árið eftir til Kaup- mannahal'nar, las ' þar málvísi við háskólann, en lauk ekki próíi. Hann var fastur kennari við lærða skólann í Nyköbing á Falstri 1863—’72 en beiddist þá lausnar. Seinna var hann einn vetur kennari við la»rða skól- ann í Reykjavik (1878 —’79>, en festi þar ekki yndi. Lifði hann síðan embættislaus i Kauprnannahöfn til dauðadags, 1. febrúar 1894, ókvænt- ur alla ævi og barniaus. Hann var gæddur ágætum námsgáfum, einkum á tungumál, frábærlega minnugur. enda mikill fróðleiksmaður. þótt lítt sjái þess stað eítir hann látinn, því ritstörf liggja engin eítir hann. Hann ferðaðist oítar en einu sinni ril Frakklands og dvaldi þar um sirm, enda hafði . hann miklar mætur á þeirri þjóð og bókmenntum hcnnar, sem hann var þaulkunnugur. Er tal- ið, að hann hafi verið einhver lærðast- ur maður á Norðurlöndum í franskri tungu og bókmenntum. Jón SVeins- son var maður mjög yfirlætislaus, spaklyndur og þýður í viðkvnningu, drengur góður og vel látinn af öll- um, sem honum kynntust. Sigríður (yngri) var fædd á Klömbrum 11. júlí 1831. Hún átti Níels bónda og hreppstjóra Eyjólfs- son á Grímsstöðum á Mýrum. Synir þeirra voru Haraldur Níelsson pró- fessor og Hallgrímur Níelsson bóndi á Grímsstöðum. Sigríður andaðist í Reykjavik 16. janúar 1907. Hún var fróðleiks- og gáfukona mikil. LOKAOR.Ð. Hér verður nú staðar numið. Ýmsu mætti vafalaust við auka suma þætti þessarar frásagnar, ef könnuð væru samtímabréf og nokkur önnur skilríki. Það verður þó að bíðá. Hitt vakti fyrir höfundi þessara lína, að gera nokkra grein fyrir þeirri skáld. konu íslenzkri á fyrri hluta 19. ald- ar sem orti eigi verr on svo, að tveim höfuðskáldum var eitt kvæði hennar eignað. Ævi Guðnýjar Jónsdóttur varð ekki löng. Hún féll frá í blóma lífs- Veturinn 1518 var nokkuð svo snarpur, en þó héldu menn peningi sínum. Komu ísar fyrir norðan og björn einn mikill, rauðkinnungur, á land á Skaga við Ásbúðartanga. Sá þá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það dýr var mjög solt- ið, grlmmt og mahnskætt. Drap það sjö eða átla menn; voru það.þrjár fá- tækar konur með börnum, er gengu yfir og vissu ei vonir dýrsins. Það braut niður hjalla alla á Skaga, utan að Ketu, því sums staðar fann það matbjörg í þeim. Þá bjó sá maður að Ketu, sem Ketill hét Ingimundarson, aflamaður mikill, en þar var þá góð veiðistaða. Lá hann úti á vorum á hákarlaskipi, en lét annað skip flytja í land og gera til aflann, en flytja til sín aftur kost og drykk. Völdust til hans ungir menn og hraustir til sjó- fara, og fékk hann 80 eða 90 hákarla á vori. Það var .einn morgun árla, er Ket- ins, aðeins 32 ára gömul, á þeim aldri, sem skáld og listamenn eru að dfla þeirrar lífsreynslu og nálgast þann þroska, sem enzt getur þeim til afreka. Auðsætt er. að Guðný hefur verið á öru þroskaskeiði sem skáld. Þau kvæði, sem hún orti um og inn- an við þrítugsaldur, standa allmjög að baki kvæðunum tveimur. sem hún kvað helsærð, skömmu áður en yfir lauk — svanasöngvum hennar. Myndi hún eigi skipa allvirðulegan sess í íslenzkri bókmenntasögu hefði hún staðizt eldraunina og getað — líkt og Egill — látið skáldskapinn verða sér nokkrar ,,bölvabætur“? Að slíku tjáir eigi að spyrja, þar eð eng- inn getur svarað. En ótrúlegt er það eigi. Svo ótvíræðri skáldgáfu virðist hún hafa verið gædd, húsfreyjan á Klömbrum. (Mynd af Guðnýju Jónsdóttur er engin til). Gils Guðmuudsson. ill gekk til sjóar og inn í lijall einn mikinn, er þar stóð með hákarli, og vildi sækja morgunverð hjúum sín- um, að hann sá dýrið koma að utan. Hann tók hákarlsbægsli mikið og snaraði langt á svig við dýrið og dyrnar. Björninn greip það, bar á bak við hjallinn og tók að éta, en Ketill snaraðist út og með skyndi til bæjarins. Sendi hann þá þegar tvo menn, annan út á Skaga, en hinn inn að safna mönnum, og komu skjótt fjórtán, er vopn höfðu, og gengu sjávar. Björiiinn var þá búinn með , bægslið og ætluðu þeir að ráða að honum, en hann veik' sér undan og inn með sjónum. Þeir gengu eftir og inn á Ketubjörg, en þar sem björgin lækkuðu nokkuð, vafði björninn sig saman og velti sér í fjöru niður og synti fram í sker það, er þar liggur og kallað er Þursasker. Ketill skipti þá mönnum og lét sjö eftir, er mæta skyldu dýrinu hvar sem það kæmi að landi á Inn-Skaga, en hann gekk með sex mönnum heim til Ketu. Þeir hrundu fram sexæringi og reru til skersins. Björninn lújóp þá á sæ og lagðist út á fjörðinn, en þeir reru eftir kappsamlega. Mæddu þeir dýr ið um síðir, en það lagðist þá 1 króka og varð mjúkara í vikum en báturinn. Gekk svo lengi dags, að þeir komu engum vopnalögum við. svo að björninn sakaði, en um síðir, er að honum þrengdi, hýddi hann hramminum upp á borðið og ætlaðj að hvolfa skipinu, svo það drakk 1 sig sjó. Ketill þreif þá exi og hjó á hinn fremra hramminn við borðið- svo að af tólc. Lagði þá dýrið frá og dapraðist heldur sundið, svo Þe‘r fengu því næst lagt það til bana, drógu síðan á bátinn upp og héldu að landi. (Ketill þessi var faðir Guðrúnar. móður Björns á Skarðsá. Björn hefur sjálfur skráð í annálum sínum sög' una af bjarnardrápi afa síns, og er su frásögn aðalheimild Gísla Konráðs- sonar.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.