Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 123 GÆFU-TU Smásaga ef tir Bret H arte Öskurstaðir voru í uppnámi. Or- sökin var ekki slagsmál, því þau voru alltof algeng til að vekja at- hygli manna. Námurnar og gull- þvottastöðvarnar stóðu auðar, jafn- vel Híðið var mannlaust. Allir gullgrafararnir liöfðu safnazt saman við ósjálegan timburkofa í úthverfi „herbúðanna". Menn rædd- ust við af ákafa en í hálfum hljóðum. Kvenmannsnafn var á allra vörum. Indíána-Salla. Það er kannske bezt að segja scm' íaest um Indíána-Söllu. Líferni henn- ar var ekki flekklaust, en um þessar niundir var hún í ýtrustu nauð og saknaði mjög hjálpar og návistar kynsystra sinna. Og hún var eina konan að Öskurstöðum. Aðstæðurnar voru óvenjuiegar. Dauðinn var svo að segja daglegur Sestur meðal gullgrafaranna. En — fæðing var nýlunda. Fleiri en einum hafði verið vikið frá búðunum — að fullu og öllu, opinberlega, og án ^nöguleika til að snúa aftur; en þetta var í fyrsta sinni að nýr heimsborgari boðaði komu sina, Það var orsökin fh hins almenna uppnáms. •— Farðu inn, Stúfur, sagði einn gullgrafaranna, sem gegndi nafninu Kentuckarinn; hann ávarpaði einn úr hópnum. — Farðu inn og vittu hvað þú getur gert fyrir vesalinginn. Þú crt baeði lífsreyndur og víðLesinn. Tillögunni var almennt fagnað, og Stúfur var nógu hygginn til að setja s*g ekki upp á móti óskum meiri- hlutans. Hinn uppdubbaði læknir gekk inn í kofann, dyrnar lokuðust, °g félagar hans settust í grasið og bJðu eftir lyktum þessa „mikla at burðar“. íbúar gullbúðanna voru hundrað karlmenn. Af ytra útliti þeirra gat uraður ekki getið sér til um fyrra iíf beirra og starf. Mesti þrjóturinn þeirra allra hafði ósvikið Rafaels- aUdlit, vafið ljósum lokkum. og bktist allra sízt þrælmenni. Eikholt, fjárhættuspilari og gæfuspanari að bfsstarfi, hefði fallið vel í gcrvi Kamlets með sína fögru, raunalegu andlitsdrætti og sinn djúpsæja og draumlynda svip. Og fífldjarfasti angurgapinn í öllum búðunum var aðeins 150 sentimetrar á hæð, hafði milda rödd og var feimnislegur og hlédrægur í framgöngu. . . . Hvað smáairiðum viðvíkur — svo sem eyrum, fingrum. augum, — íbú- arnir voru heldur fátækir að þeirn. En það dró þó ekki úr sameiginleg- um krafti þeirra. Sá sterkasti þeirra hafði bara þrjá fingur á hægri hendi, bezta skyttan var eineygð. ... Þannig voru mennirnir, sem biðu fyrir utan kofann. Þeir máttu lengi bíða. Það var kveikt myndarlegt bál í haug af þurrum grenigreinum. Og það var byrjað að veðja um úrslitin. Þrír á móti einum, að Salla myndi snúa sig út úr þessu“! Þá allt í cinu! Mitt undir fjörugum samræðum heyrðust mennirnir næst dyrunum hrópa eitthvað. Allir þögnuðu. Allir lögðu við hlustir. Gegnum þyt greintrjánna, fljóts- niðinn og gnestina í bálinu heyrðist veikt, mergsmjúgandi óp. Það var gerólíkt öðrum hljóðum, sem heyrzt höfðu í gullbúðunum. Grátur ný- fædds barns. Þy turinn í grenitrjánum snögg- hætti, fljótsniðurinn hljóðnaði. Það gnast ekki lengur í eldinum. Það var eins og sjálf . náttúran héldi niðri í sér andanum til að hlusta. í tilefni þessarar hátíðlegu stundar risu allir gullgrafararnir á fæ’tur. Einn þeirra lagði til. að púður- tunna skyldi sprengd í loft upp til hátíðabrigðis. En líðan móðurinnar var slæm, þessari Lokkandi tillögu var hafnað, og þeir létu sér nægja að hleypa af . nokkrum skammbyssu- skotum. Klukkustund síðar haföi Salla — hvort sem það var afleiðing harð- hentrar þjónustu búðamanna eða einhvers annars — klifið hinn bratta veg til stjarnanna. Hún skildi við Öskurstaði fyrir fullt og allt — og alla synd þairra og smán. Gullgrafararnir tóku tíðindunum um dauða Söllu fremur kuldalega. En þeir voru órólegir af einni ástæðu: myndi dauði hennar hafa áhrif á ör- lög barnsins? — Getur nú þessi ögn lifað? spurðu menn Stúf. — Það er vandséð, svaraði Stúfur. Efasemdir Stúfs voru mjög eðlileg- ar, því þegar Salla var dáin var ekki nema ein lífvera kvenkyns í búðunum — asna. Og hvort hún var fær um að ganga reifabarninu í móðurstað, það efaði jafnvel hinn lífsreyndi Stúfur. En nauðsyn brýtur lög, að minnsta kosti að Öskurstöð- um. Það var ákvcðið að reyna ösn- una. Þegar þcssi vandkvæði voru leyst, voru kofadyrnar opnaðar almenn- ingi. Við breiða bekkinn (þar sem Indíána-Salla lá) stóð grófgert borð af tilhöggnu greni. Á því stóð lítil tréskúffa. Og í henni hvíldi — rcif- aður eldrauðri flónelsskyrtu — yngsti gullgrafarinn að Öskurstöðum. — Ilerrarnir, sagði Stúfur með blendingi af hátíðleik og góðvild, herrarnir vildu kannske vera svo vænir að fara inn um aðaldyrnar, ganga umhverfis borðið og síðan út um bakdyrnar. Þeir, sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til munaöar- Lsysingjans, geta lagt það í hattinn við hliðina á skúffunni. Fyrsti gullgrafarinn gekk inn í L;ofann. Hann var með hattinn á höfðinu. Ilann lilaðist um — hikandi, svo þreif hann af sér hattinn. Hinir fóru að dæmi hans. Gott og illt var jafn smitandi í þessu samfélagi lög- leysingjanna. Skrúðgangan þokaðist kringum borðið mcð skúffunni. Stúfur gegndi hlutverki siðameistara og leiðbein- anda. I’að féllu ýmsar setningar, scm einkennandi voru fyrir gullgrafar- ana: — Hvílíkur vesalingur! — Hvað hann er skrítinn á Litinn! — Ekki stærri en skammbyssa! Gjafirnar voru álíka sérkcnnilcg ar. Silfurtóbaksdósis. spænskur gull- peningur, gullklumpur, knipplings- vasaklútur (frá Eikholt), silfurte- skeið, biblía . . . Aðeins eitt lítilf jörlegt atvik raskaði þessari tilbreytin^arlausu göngu. Þegar Kentuckarinn laut forvitn- islega niður að skúffunni, sneri barn.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.