Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Blaðsíða 6
126
ALÞÝÐUHELGIN
Margt er sér til gamans gert,
gerði þungu' að kasta;
það er ekki einskis vert
að eyða tíð án lasta.
Sakir drykkjuskapar gerðist Jóni
sýslumanni nokkuð hrösult í embætti.
Árið 1717 kom upp allmikið þjófnað-
armál í Dölum. Stefndi Jón tvisvar
til þings í málinu, en drakk sig svo
ófæran, að þingfall varð í bæði
skiptin. Oddur lögmaður frétti þetta,
þingaði sjálfur í málinu og sagði við
Jón sýslumann, „að honum hefði
verið nær og þarflegar að gera lög og
rétt, en yrkja Tímarímu“. Er talið,
að Oddur hafi svipt Jón sýsluvöldum
upp úr þessu'.
Einhver beztur kvenkostur vestur
þar var talin Ilclga Jónsdóttir á
Vatnshorni. Hcnnar bað Jón Sigurðs-
son og horfði það vænlega. En áður
en þau giftust, bar svo til, að'Jón
kom af mannfundi, drukkinn nokk-
uð, reið yfir Iíaukadalsá, og var
djúpt yið bakkann, en hcsturinn fjör-
ugur, hóf sig þar upp á, en Jón hrökk
aftur úr söðlinum og dukknaði. Var
það 1720 eða 1721. Mælt er, að Jón
hafi að þessu sinni riðið frá Vatns-
horni og skrifað vísu þessa á kirkju-
cða skálabitann þar áður en hann
lagði af stað:
Lífið er í herrans hönd,
hver vill annað scgja.
Að láni höfum allir önd,
eitt sinn skulum deyja.
,,Brullaupskvæði“ Jóns Dalaskálds,
sem einnig er nefnt í sumum handrit-
um „Brullaupsveizlusálmur“, og birt
verður hér á eftir, er á cngan hátt
jafnvel kveðið og Tímaríma, en þó
er það hvergi nærri ómerkt. Þótt
kvæðið sé auðsjáanlega háðkvæði um
lítilf jörl'Sgt ög órausnarlcgt brúð-
kaup, er það öðrum þræði allgóð
heimild um brúðkaupssiði í byrjun
18. aldar. Tilefni kvæðisins mun nú
ókunnugt mcð öllu, en kvæðið hefur
orðið nokkuð vinsælt, því allmikið
hefur það gcngið í afskriftum. —
Hefst hér ,,Brullaupskvæði“, prenlað
eftir afskrift í Lbs. 174, 8to.
1. Snemma sú vegleg var
venja um aldirnar,
áð bjóða til brúðkaups hrönnum
bræðrum og vildarmönnum,
til heiðurs hjónaefnanna,
bistoríur það sanna.
2. Þó það skikk lofsamlegt
leggist niður mjög frekt,
sem annað óteljandi
í þessu kalda landi,
fylgja þó meðal manna
margir siðum feðranna.
3. Efnið af einum rís,
sem innvann sér stóran prís
með veglegu veizluhaldi
og vina skenking af gjaldi,
sem heyrzt hefur hér á landi
og hér öðrum kringliggjandi.
4. Sá hafði af vilja veitt
vínið og sérhvað eitt,
sem veizlunni var til prýði
og virðingar boðnum lýði,
ætti það upp að teljast
einum mun við það dveljast.
5. Leitaði lengi sá
landsfólki þessu hjá,
tókst ei finna tíð langa
tréð, sem vildi á hanga;
sorg þó um síðir létti
svo hann úr þessu rétti.
6. Á meöal meyjanna var
mær ein, sem af þeim bar,
hlaðgrund sú, hlaðin baugum,
hans vel þóknaðist augum;
fann á sér fljóðið slílca
fýsnarkorn til hans líka.
7. Ei lengi á því stóð,
eldur af minnstri glóð,
varð þar vonum skjótara,
vill það svo jafnan fara;
hún stundi af hugsýkinni,
en liann þoldi ei í skinni.
8. Síðan upp blíður bar'
bónorö til slúlkunnar,
sem bezt að seggur kunni
sínum hegðaði munni;
seinast bað seimgrund rjóða
sín orð halda til góða.
9. Þá gerði allt um eitt,
á henni stóð ei neitt,
mærin svo mjúklynd téði:
mér bjó sama í geði,
ég skal þér einum giftast
og ógleðinni svo sviftast.
10. Þar varð á þingi dvöl,
þau héldu sitt kaupöl,
þarf ei margt þar um spjalla,
því menn þann tíma kalla
helzt milli heys og grasa;
hvað þarf um slíkt að masa.
11. Hér greinir framar frá
fyrr en kom tími sá,
að heiðursdag halda vildu
hjónaefnin gjafmildu,
var þá mest vinnan hjúa
veizlunnar til að búa.
12. Erfiðisfólk og fljóð
í fullu púli stóð
að slátra, brytja og sjóða,
en sumir riðu út að bjóða
í fjarlægð fólki verandi
forncmstu hér á landi.
13. Skal þar satt skýra frá;
skammrif af gamalá
hart sundur höggvin voru
og hálf til veizlunnar fóru;
ef þurft hefði þau að kaupa
það vill sig nokkuð hlaupa.
14. Svo er og sannspurt það
að sundruð var í spað
helftin kropps af*haustlambi,
hvað þó seigt var á kambi,
fylgt hafði fénu og kúnum
frá því var nærri úr túnum.
15. Þar gekk margt þá í hag,
þetta var laugardag,
að morgni átti messu* að flytja>
menn skyldu þangað vitja,
brúðhjónin blið, það greinum,
bjuggu á kirkjustað einum.
16. Þannin leið þessi nótt,
þá sváfu ei allir rótt,
árla sig skatnar skrýddu,
skartsamlega prýddu
og létu á sig höttinn
áður en dagaði köttinn.
-17. Brúðguminn bjó sig vel,
brúðurin hofmannleg,
klerkurinn kom þar fríður
og kynstra margur lýður;
þegnum vel þau fögnuðu,
þar með af alúð buðu.
18. Svo var á sarnri stund
sett á brúðbekkinn sprund,
konuna kappinn festi,
og kynja hljóð af sér hressti,
síðan var sungin messa,
söfnuð nam klerkur blessa.
19. Þá úti var embættið,
allt þótti leika við,
seggi í sætið leiddi
sá, sem húsbóndinn beiddi, '
og frúanna flokkur valinn
fetaði í brúðarsalinn.