Hádegisblaðið - 17.09.1940, Blaðsíða 1
Yfirgripsmiklar loftárásir
á London kl. 3 i nótt.
Manntjón var ekki mikið.
Þýzkar flugvélar voru enn á sveimi yfir London
mestan hluta nætur. Um klukkan 3 var þó gefið merki um
* V
að hættan væri liðin hjá, en skömmu síðar varð aftur vart
óvinaflugvéla og skotdrunur loftvarnabyssnanna heyrðust
á ný. Nokkrum sprengjum var varpað yfir miðhluta borg-
arinnar og í útjöðrunum. Nokkur verzlunarhús og íbúðar-
hús eyðilögðust. Á einum
stað féll sprengja um 40 m.
frá loftvarnabyrgi, þar sem
200 manns höfðu leitað hæl-
is. Ógurleg sprenging varð,
en engan þeirra sakaði, sem
í loftvarnabyrginu voru. Ó-
vinaflugvélar hefir orðið vart
yfir ýmsum héruðum í Eng-
landi, en ónæðissömust varð
nóttin í Midlands. Ekki er
kunnugt um manntjón.
I gær var tiltölulega lítið um
IiQftárásir á England, en þó var
sprengjum varpað hér og par í
suðurhluta landsins. Merki um
loftárás voru gefin 5 sinnum í
London. Hið heimsfræga mál-
verkasafn Tate Gallery varð fyr-
ir sprengju og laskaðist allmikið.
I safni pessu er fjöldi útlendra
listaverka og dýrmætasta safn
enskra málverka, sem til er.
Öllum verðmætustu listaverkun-
um hafði verið komið fyrir til
geymslu á öruggum stað utan
borgarinnar, svo að tjónið varð
tiltölulega lítið.
London kl .8.
Rioosevelt Bandaríkjaforseti rit-
aði undir löjjin um herskyldu í
gærkveldi. Sampykkt herskyldu-
laganna er talinn mikilsverðasta
ákvörðun Bandaríkianna síðan
1917, er pau sögðu Þjóðverjum
stríð á hendur.
Roosevelt forseti, er í gærkveldi undirritaði nýju herskyldulögin.