Hádegisblaðið - 17.09.1940, Side 3
HÁDEGISBL AÐIÐ
Mnadaoi við ekki
geta selt Kðssnm
saltsildiaa.
Ennþá hafa ekki verið gefnar
neinar tæmandi upplýsingar um
það, hvað liði sölu saltsíldar-
innar frá í sumar, og enda þótt
Svíar séu ef til vill reiðubúnir
til þess að kaupa síldina. Sænsk-
ir síldarkaupmenn munu vilja
kaupa af okkur 100 þús. tunn-
ur, en ennþá hefir ekki tekist
að fá innflutningsleyfi þar í
landi fyrir meiru en 5 þús.
tunnum. Nú er það augljóst mál,
að ef þetta leyfi fæst ekki, er
síldarsala okkar til Svíþjóðar
búin að vera.
Mest af þeirri síld, sem Sví-
ar kaupa af okkur, selja þeir
aftur Rússum. Væri ekki
heppilegt fyrir íslenzku ríkis-
stjórnina að athuga möguleik-
ana á beinni síldarsölu til Rúss-
lands eða hefir það þegar verið
gjört? Rússar eiga íslausa höfn
við Norðuríshaf, Murmansk,
sem er án efa sú öruggasta
höfn, sem hægt væri að sigla
með síld til. Væri og ólíklegf að
stríðsaðilar mundu ekki leyfa
Rússum að kaupa síldina okkar,
eins og nú er ástatt í heiminum.
Göering flýgur yfir
London.
-Göring flaug sjálfur yfir
London í gær. í viðíali, sem
fréttamenn höfðu við hann,
er hann kom aftur til aðset-
urstaðar síns í Frakklandi,
komst hann.svo að orði:
— Við getum verið hreyknir
af því, hve hinn ungi eflugfloti
vor hefir afrekað miklu, ekki
aðeins í Póllandi, Noregi og
Frakklandi, heldur alveg sér-
staklega í árásum sínum síðustu
■vikuna á London.
. N
— Flagfloti Breta
allar í Loadon segja
Bjóðverjar —
Þýzkir flugmenn telja, að
Bretar hafi nú meginið af
flugvélum sínum í London,
til þess að verja hana.
Ráða þeir það af því, hve fáar
flugvélar voru til varnar yfir
Liverpool og Birmingham, er
þeir réðust á þær borgir í gær.
Bretar gerðu enn í gærkvöldi
tilraun til að fljúga yfir Berlín,
en voru reknir til baka.
Naðer sagði lér..
Ung stúlka í Reykjavík kom
heim til móður sinnar. Hún
hafði verið töluvert með her-
mönnum og sá móðir hennar,
að þau kynni hefðu ekki verið
árangurslaus.
„Hvað er að sjá þig, stúlka?
þú er kona ekki ein. Hver er
faðirinn?" spurði móðirin.
Stúlkunni varð svarafátt, en
sagði svo:
„Það er voðalega frægur
maður.“
„Já, og hver er hann?„
spurði móðirin óþolinmóð.
„Það er voðalega frægur mað-
ur. Hann er svo frægur, að það
er í öllum löndum haldinn dag-
ur hátíðlegur honum til heið-
urs um allan heim.“
„Nú, og hvað heitir hann þá,
og hver er hann?“
„Það — það er „óþekkti her-
maðurinn“,“ sagði stúlkutetrið.
D ósoþeus Fimolheusson er
maður nefndur, vestfirzkur, sþáld
og rukkari. Einhverju sinni bar
hann reikning til nafnkunns,
manns hér í Reykjavík. 1 fyrsta
sinn, sem Dósi kom með reikn-
inginn kom skuldunauturinn sjálf
ur til dyra og kvaðst ekki
vera heima. Dósi lyfti húfúnni
og kvaddi. Næst, þegar rukkar-
3
ann bar að dyrum fór á sömu
leið. En þá gat Dósi ekki orða
bundist. Hann sagði: — Ég bið
yður að afsaka, en þér vilduð
kannske segja mér hvenær þér
eruð frekast við“.
*
Það var á dansleik í Iðnó.
Húsið var troðfullt. Þarna var
mikið af Englendingum og varð
einum þeirra á það óhapp að
stíga ofan ^ tærnar á stúlku
einni, sem sat á bekksenda. Her-
maðurinn hneigði sig og sagði:
„Sorry“. Stúlkan stóð þegar upp,
brosti vingjárnlega til hermanns-
ins og sagði: „Stína“.
*
G unroar heitir maður Jónsson
og kallaður „blessaður góði“, því
það er orðtak hans. Hann sagði
af sér eftirfarandi:
— Ég brá mér hérna í mæsta
hús, blessaður góði, til þess að
hlusta á útvarpsfréttirnar. Ég
lagði mig á dívaninn í stofunni,
en hvað heldurðu að komi fyr-
fr. Ég heyrði aldrei stakt orð
af fréttunum. Þegar klukkan slær
10 vakna ég við það, að ég er
steinsofandi.
*
Sfi ans P. Christiansen urnboðs-
maöur hjá Carli Tuliníusi er
greindur maður og hnyttiinn í
tiisvörum. Ern af honum rnarg-
ar gamansögur. Hann á það líka
tll að vera fljótfærinn. Það var
einhverju sinni i þann tíð sem
Hans átti heima á Patreksfirði,
að presthjónin úr næsta byggð-
arlagi gistu í stofu í því húsi,
sem hans bjó í. Morgun einn
verður Hans gengið inn í stofu
þessa og barði ekki að dyrum,
því hann var heimamaður í hús-
inui, en presthjónin voru ekki
komin á fætur. Hans staðnæmist
í dyrunum og’ segir: „Ég bið
afsökunar. Ég hélt nefnilega að
presturinn væri farinn“.
*
Maður nokkur íslenzkur hitti
hermann, sem honum þótti heldur
áenglindingslegur, og segir því
á ensku, hvort hann sé Frakki
„Oui, oui, monsieur, parlais vous