Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 13
DV Helgarblað fimmtudagur 2. ágúst 2007 13 Lifði í stöðugum ótta viðofsóknarmann töflu og sálfræðitíma sótti hún tvisvar í viku. Hún segir sárt að horfa á eftir öllum tímanum og kostnaðinum sem lenti á henni af því að einhver sem kom henni ekki við var mik- ið veikur. Hún átti allt eins von á því að maðurinn myndi á endan- um ganga í skrokk á henni og var hún við það að gefast upp. Hún hugsaði að nú yrði hún að hætta að vera á varðbergi því ef mað- urinn ætlaði að drepa hana væri líklega ekkert sem hún gæti gert til að hindra það. Því þótt hann hefði aldrei hótað henni ofbeldi með beinum hætti segir hún, samkvæmt upplýsingum sem hún varð sér úti um, að það væri ekk- ert endilega fylgni á milli þess að hóta morði og framkvæma það. Sjálf svaf hún með ilmvatn undir koddanum til þess að geta spraut- að á hann ef hann réðist á hana að nóttu til því varnarúði eins og lög- reglan notar er ekki fáanlegur fyrir almenning hér á landi. Smátt og smátt fór maðurinn að hafa minna samband. Af og til komu þó skilaboð þar sem hann spurði hvort hljómsveitin sem spilað hafði á ballinu sem hún var á hefði verið góð til að minna á sig. Ástæðuna telur hún vera að hún hætti alveg að svara hringinum frá honum þótt hann hringdi fjörutíu sinnum eða oftar og það sama átti við um hringingar úr númerum sem hún þekkti ekki. Hann hefur líklega fengið leið á henni og hugs- anlega fundið sér nýtt fórnarlamb. Enn í dag heyrir hún þó frá hon- um, kannski einu sinni til tvisvar á ári, og hún getur verið nokkuð viss um að hann hringi eða geri vart vi‘ð sig á þeim tíma árs sem hann kynntist henni. Báðir símar hennar voru tepptir og hún komst í mikið uppnám og ætlaði að rjúka út. Fyrir framan úti- dyrnar stóð maður- inn með tvo síma sem greinilega var verið að hringja úr. hrædd og ofsótt í 7 ár Kona, sem varð fyrir ofsóknum manns í sex til sjö ár, segist varla muna af hverju ofsóknirnar hófust enda um tuttugu ár síðan og hefur hún reynt eftir megni að gleyma því sem gerðist. Konan var um fimmtán ára gömul og finnst henni sem maðurinn hafi reynt við hana á sveitaballi. Hún var nýbyrjuð að fara á slíkar skemmtanir og fannst maðurinn bæði gamall og subbulegur en líklega hefur hann verið um tíu árum eldri en hún. Hún fór að sjá manninn reglulega á rúnt- inum í heimabæ hennar þar sem hann keyrði ítrekað framhjá henni þar sem hún ferðaðist fótgangandi um. Henni fannst þetta skrítið en hafði engar sérstakar áhyggjur af þessu til að byrja með. Hún hló að honum þegar hann bauð henni upp í bílinn og sumarið leið með svipuðum uppákomum öðru hverju. Þeg- ar veturinn gekk í garð fór ásókn mannsins að aukast, hún sá hann ítrekað aka framhjá heimili sínu þegar foreldrar hennar voru að heiman. Hún þekkti bílinn og læsti til öryggis og gat fylgst með bílnum út um gluggann þar sem hann hafði lagt honum í hæfilegri fjar- lægð en þannig að hún sæi hann. Að lokum fór hún út án þess að hann sæi hana fara og fór heim til vinkonu sinnar þar sem hún þorði ekki að vera lengur heima en foreldrar hennar virtust hafa tafist í heimsókn hjá vinafólki. Í framhaldinu fór maðurinn að hringja heim til hennar í tíma og ótíma og bað hana að hitta sig á stöðum í bænum sem hann nefndi. Ef foreldrar hennar svöruðu hins vegar skellti hann á en þetta var fyrir tíma farsímanna. Stúlkan þorði ekki að segja neinum frá mála- vöxtum enda hrædd um að henni yrði kennt um að hafa kallað þetta yfir sig. Hana var far- ið að dreyma illa og fékk ofsahræðsluköst af og til en þetta var allt stimplað sem unglinga- veiki. Sjálf skipti stúlkan ört um vini og kunn- ingja enda fannst henni miklu auðveldara að vera vinkona en að eiga vinkonu. Hljóp undan bílnum Í menntaskóla átti stúlkan kærasta og í eitt sinn þegar hann hélt samkvæmi í húsi foreldra sinna fór hún út í sjoppu með hópi unglinga úr partíinu. Allt í einu var hún þar ein eftir, ein- hverra hluta vegna, og þegar hún lagði af stað til að fara aftur í partíið sá hún manninn í bíl á planinu fyrir utan. Hún tók að hlaupa og hann elti hana á bílnum. Hann var farinn að aka á eftir henni með annað hjólið upp á gangstétt og hún henti sér inn í einn garðinn og rispaðist þegar hún fór í gegnum trén. Þegar hún kom aftur í partíið var hún frekar æst og sagði kærastanum og nokkrum öðrum frá því sem hafði gerst. Sag- an var ekki mjög greinargóð vegna ástandsins sem hún var í og sögðu viðstaddir að hún væri athyglissjúk. Sjálf segist hún skilja að einhverju leyti af hverju enginn hafi trúað henni því frá- sögnin var í raun mjög ótrúverðug. Flestir gátu samt séð að eitthvað hefði komið fyrir en töldu þá víst að sagan væri stórlega ýkt. Sambandið við kærast- ann endaði fljótlega eftir þetta. Kona, sem ókunnugur maður ofsótti í á sjöunda ár, er fegin að vera laus undan oki ofsóknarmannsins sem stjórnaði lífi hennar að miklu leyti. Hún þorði ekki að segja frá ofsóknunum af ótta við að hún yrði sökuð um að hafa kallað þetta yfir sig. Þegar hún sagði frá var henni bent á að lifa í raunveruleikanum eða hún sök- uð um athyglissýki. Hún þekkti bílinn og læsti til öryggis og gat fylgst með bílnum út um gluggann þar sem hann hafði lagt honum í hæfilegri fjarlægð en þannig að hún sæi hann. Að lokum fór hún út án þess að hann sæi hana fara og fór heim til vinkonu sinnar þar sem hún þorði ekki að vera lengur heima en foreldrar hennar virtust hafa tafist í heimsókn hjá vinafólki. Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.