Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 38
Á fundi framkvæmdastjórn-ar ÍSÍ í síðustu viku var samþykkt einróma að ráða Líneyju Rut Halldórsdótt- ur sem framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún er fyrsta konan til að gegna því starfi og tekur við af Stefáni Konráðssyni. Rúmlega fimmtíu manns sóttu um starfið. Líney Rut er 46 ára og fædd og uppalin á Siglufirði. Hún á ættir sín- ar að rekja í Fljótin í Skagafirði. Lín- ey Rut er í sambúð með Oddnýju Sigsteinsdóttur. Þær hafa búið sam- an í fjórtán ár og staðfestu sambúð sína árið 2004. Líney Rut stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Það- an lá leið hennar til Bandaríkjanna þar hún nam íþróttafræði við fram- haldsskólann í Rockford í Illinois- fylki og síðar í Norður-Illinois-há- skólanum á árunum 1983 til 1990. Líney Rut hefur komið víða við á starfsferli sínum. Eftir komuna til Íslands árið 1990 hóf hún störf hjá Íslandsbanka fram til ársins 1992. Næstu fimm árin starfaði Líney Rut sem framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholtinu. Árið 1997 færði Lín- ey Rut sig um set og tók við starfi skrifstofustjóra hjá Ólympíunefnd Íslands, þar sem hún vann meðal annars að undirbúningi Smáþjóða- leikanna sem fram fóru hér á landi sama ár. Þegar Ólympíunefnd Íslands og Íþróttasamband Íslands sameinuð- ust í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, árið 1997 tók Líney Rut við starfi sviðsstjóra afrekssviðs hjá ÍSÍ. Síðustu ár hefur Líney Rut starfað sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamála- ráðuneytisins. Enn á eftir að ganga frá starfslokum Líneyjar í mennta- málaráðuneytinu en búist er við að hún hefji störf hjá ÍSÍ í kringum næstu mánaðamót. Líney Rut segir það heillandi að starfa í íþróttahreyfingunni. „Það er sjarmi við að starfa bæði í opinbera geiranum og með íþróttahreyfing- unni sjálfri. Það heillar mig. Þetta er það sem hlýtur að vera toppurinn í þessum geira. Fólk lítur stórt á það að starfa hjá ríkinu og lít ég ekki síð- ur á þetta sem stórt starf,“ segir Lín- ey Rut. Spilaði hafnabolta Líney Rut hefur lagt stund- ir á ýmsar íþróttagreinar í gegnum tíðina. „Ég keppti meðal annars í skíðastökki á mínum yngri árum og var Siglufjarðarmeistari. Það voru reyndar ekki margar stelpur sem kepptu þá,“ segir Líney Rut og hlær. „Úti í Bandaríkjunum keppti ég með skólaliðinu í blaki og körfu- bolta. Og síðustu tvö árin keppti ég í hafnabolta. Það gekk bara nokkuð vel. Þær sáu að ég gat kastað og grip- ið. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri keppti ég í fótbolta. Þá var nú kvennaknattspyrnan komin aðeins skemmra á veg, allavega fyr- ir norðan. Ég spilaði þar með KA.“ Líney Rut segir að það hafi enga sérstaka þýðingu fyrir sig persónu- lega að hún sé fyrsta konan sem gegnir starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. „Ég er að fara að starfa þarna og mun gera mitt besta. Vonandi verð ég mér og mínum til sóma. Ég kem bara þarna inn sem persóna. En sannarlega skiptir það máli fyrir konur og fyrir jafnrétti að kona komi þarna til starfa líka,“ segir Líney Rut og bætir við að nú sé rétti tíminn til að skipa konu í þetta starf. „Stefán er búinn að gegna þessu starfi lengi. Þannig að það hefur svo sem ekki verið tækifæri fyrir hvorki konu né karl að koma þarna inn fyrr en núna,“ segir Líney Rut en Stefán Konráðsson hefur gengt starfi fram- kvæmdastjóra ÍSÍ undanfarin tólf ár. Líney og segist taka við góðu búi úr höndum Stefáns. „Stefán hefur unnið gott og mikið starf fyrir ÍSÍ og fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig að ég geng inn í mjög gott og vel rekið bú hjá íþróttahreyfingunni. Ég þekki íþróttahreyfinguna ansi vel, þá sér- staklega alþjóðastarfið. Alþjóðlegu samskiptin eru alltaf að aukast. Ég kem ekkert að neinu sem er í einhverju niðurbroti. Hreyfingin hefur verið á siglingu fram á við og ég vona bara að við náum að sigla henni lengra og halda áfram með uppbyggingu og framþróun. Ég er bjartsýn, það eru mikil sóknarfæri og það er mikið búið að gera en það má alltaf gera betur,“ segir Líney Rut. „Starfið er mjög fjölbreytt. Fólk gleymir stundum að framkvæmda- stjóri vinnur með stórri stjórn og framkvæmdaráði í umboði íþrótta- þings, sem er æðsti aðili íþrótta- hreyfingarinnar. Starf stjórnarinn- ar er að framfylgja ákvörðunum sem voru teknar og samþykktar á íþróttaþingi og þeim stefnum og ákvörðunum sem framkvæmda- stjórnin tekur. Starf mitt felur einn- ig í sér að hafa daglegan rekstur í góður skorðum og á réttu róli,“ segir Líney Rut. Mörg verkefni framundan Hún segir að von sé á einhverj- um áherslubreytingum með komu hennar í starfið. „Það er örugglega besta að tjá sig sem minnst um það hvað það verður. Það kemur alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki,“ seg- ir Líney Rut og bætir við að mörg verkefni bíði hennar í nýja starf- inu. „Það var gengið frá því í vor að ríkið veitti peninga í ferðasjóð íþróttafélaga. Það er eitt af því sem þarf að klára hvað varðar reglu- gerð og úthlutunarreglur. Svo er undirbúningur fyrir Ólympíuleik- ana, hann er á fullu skriði. Lýð- heilsa er æ stærri pakki í okkar tilveru. Almenningsíþróttir eru eitt af stóru verkefnunum. Mótor- sportið og skipulag varðandi lyfja- eftirlit, þetta eru mál sem eru mjög stór. Síðan fæ ég væntanlega frek- ari upplýsingar um það hvað ligg- ur á borðinu hjá ÍSÍ, þá fer maður að beita sér fyrir því,“ segir Líney Rut. Hún er full tilhlökkunar að tak- ast á við starfið og segist fá góðan stuðning. „Ég á yndislega foreldra og yndisleg systkini og fjölskyldu. Það skiptir miklu máli. Það er góð stjórn og hæft og gott starfsfólk sem gerir það að verkum að maður hræðist ekki að takast á við þetta,“ segir Líney Rut að lokum. dagur@dv.is fimmtudagur 2. ágúst 200738 Sport DV „Ég á yndislega for- eldra og yndisleg syst- kini og fjölskyldu. Það skiptir miklu máli. Það er góð stjórn og hæft og gott starfsfólk sem gerir það að verkum að maður hræðist ekki að takast á við þetta.“ Fyrsta konan Líney rut verður fyrsta konan til að gegna starfi framkvæmdastjóra ÍsÍ. Líney Rut Halldórsdóttir verður fyrsta konan til að gegna starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ þegar hún tekur við starfinu um næstu mán- aðamót. Dagur Sveinn Dagbjarts- son ræddi við Líneyju Rut meðal annars um fyrri störf hennar og afrek á íþróttavellinum. SIGLUFJARÐARMEISTARI Í SKÍÐASTÖKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.