Árbók skálda - 01.12.1954, Side 16
LJÓÐ UNGRA SKÁLDA
og mati á ljóðlist ungra skálda innan þeirra tímamarka, sem bók-
inni hafa verið sett. Hinsvegar mun seint verða hægt að fullnægja
um leið þeirri kröfu að velja ljóðin eftir listrænu gildi þeirra einu
saman. Hugsanlegt væri t. d., að eitt skáldið í hópnum hefði slíka
yfirburði, að flest eða jafnvel öll ljóð annarra yrðu að þoka, væri
sá mælikvarði einn á þau lagður. En í bók sem þessari verður að
stefna að því að kynna lífsviðhorf skáldanna jafnhliða listrænum
vinnubrögðum eftir því sem við verður komið. Þetta getur þó aðeins
átt við þau skáld í þessari bók, sem hafa fengið þar ríflegt rúm. Hin,
sem eiga hér eitt eða örfá smákvæði, eru tekin með til að minna á
þau, ef svo mætti segja.
Eg hef einn ráðið vali höfundanna í bókinni og rúmi þeirra, en
hafði hinsvegar skáldin sjálf í ráðum með mér um val ljóðanna.
Sú samvinna var mér hin ánægjulegasta, og tel ég hana því til
tryggingar, að þeim sérkennum og sjónarmiðum skáldanna, er þeim
sjálfum eru mætust, hafi ekki verið stungið undir stól.
Eitt ungu skáldanna, sem leitað var til um efni, Sigfús Daðason,
taldi sig ekki geta átt hlut að útgáfunni. Eg harma þetta og álít bók-
inni mikið tjón að því, að sæti hans skuli standa þar autt, en um það
tjóar ekki að sakast.
Ég býð yngstu höfundana í bókinni sérstaklega velkomna á skálda-
þing. Þóra Elfa Björnsson, 15 ára, og Hannes Pétursson, 22 ára, fara
svo vel af stað, að þau hljóta að vekja mikla athygli og miklar vonir.
Þóra Elfa er að vísu ekki nema undrabarn ennþá, en ljóð Hannesar
verða ekki lengur mæld við æsku hans; hann stendur þegar framar-
lega í röð fullveðja skálda.
Ég færi hér með öllum skáldum bókarinnar hugheilar þakkir fyrir
samstarfið og óska þeim, að aukin kynning megi jafnan verða þeim
ávinningur.
14