Árbók skálda - 01.12.1954, Page 17
FORMÁLSORÐ
III.
Ljóðasafnið ber það ótvírætt með sér, að formbyltingin í
íslenzkri ljóðagerð hefur færzt drjúgum í aukana síðasta áratuginn.
Sú bylting nær samkvæmt eðli sínu að vísu miklu lengra en til
ríms og hátta og hefur einnig haft nokkur áhrif á flest þeirra
yngri skálda, sem enn halda tryggð við rímið. Nú kunna sumir
að segja, að ég dragi greinilega taum formbyltingarskáldanna í bók-
inni á kostnað hinna, og bókin gefi því ekki rétta hugmynd um hlut-
föllin. Ég álít mig ekki minni unnanda stuðla og ríms heldur en ýmsa
aðra, sem telja sig bera hefðbundinn skúldskap mjög fyrir brjósti,
enda hef ég töluvert um slíkan skáldskap sýslað og haft mikið yndi
af honum, og svo er enn. Ég hef jafnvel verið staðinn að því vafa-
sama tiltæki að snúa rímlausum erlendum ljóðum til bundins máls
á íslenzku. Hinsvegar hef ég alltaf litið svo á, að rímlaus ljóð ættu
sér tilverurétt á íslenzku eins og öðrum málum og geti verið full-
gildur skáldskapur. í rauninni getur uppreisnin gegn hinu stranga
formi, sem vér höfum búið við, ekki verið neitt undrunarefni. Því
fer þó fjarri, að ég óski þeirri stefnu fullnaðarsigurs í íslenzkri ljóða-
gerð. En hjá endurnýjun ljóðformsins í einhverri mynd virðist þó
ekki verða komizt.
Deilur um listform verða ávallt að miklu leyti tilfinningamál.
Það eitt verður um þau sagt með fullri vissu, að þau hafa stöðugt
tekið breytingum og munu hakla áfram að gera það.
Ég þori ekki að fullyrða, hvernig ung skáld og ljóð þeirra hefðu
skipzt að þessu leyti, ef ljóðasafn eins og þetta hefði komið út tyrir
tíu árum. Ég man í svipinn ekki eftir öðrum formbyltingarskáldum
þá en Steini Steiilar, sem hafði snemma snúið inn á nýjar brautir, og
Jóni úr Vör, sem einnig var farinn að gera nokkrar tilraunir um rím-
15