Árbók skálda - 01.12.1954, Page 88
LJÓÐ UNGRA SKÁLDA
Konur
Konur, sem bera mjólkurkönnu undir svuntu sinni í hús nágrann-
ans, þegar börn eru veik,
konur, sem lauma í rökkrinu nýskotnum fugli eða fiskspyrðu inn
um eldhúsgætt grannkvenna sinna, ef farið hefur verið
á fjörð,
konur, sem senda börn sín til að segja: Ekki vænti ég, að þú búir
svo vel, að þú getir lánað henni mömmu hálfan bolla
af brenndu kaffi,
konur, sem rífast síðan næsta dag út af hænsnunum eða börnum
sínum og sættast á morgun,
góðar konur.
Ég er svona stór
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir
þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í
heiminn, en þorpið fer með þér alla leið.
Frá þeirri stundu,
er þú stóðst við móðurkné og sagðir:
Ég er svona stór,
ert þú samningi bundinn.
86