Árbók skálda - 01.12.1954, Page 89
JÓN ÚR VÖR
Þú stendur alla ævi síðan fyrir augliti heimsins.
Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og
heyrir blíðmæli brosandi móður:
Ertu svona stór?
Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,
stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.
Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum
þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.
Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.
Og loksins, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú
einn morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið,
gamalmenni við gröf móður þinnar. Og þú segir:
Ég er svona stór.
En það svarar þér enginn.
Örvalausir bogar
Með sól til myrkurs liggur þessi endalausi troðningur,
lestagata vilja, trúarrvonar og ótta, gegnum eigið hjarta,
sporlaust, hljómlaust, eins og stundin í móðurskauti
milli getnaðar og dauða.
Ung gengum við í bjarta sýningarhöllina
og horfðum á leik sólargeislanna
við samanfléttaðar beinagrindur konu og manns í glerkistu,
87