Árbók skálda - 01.12.1954, Page 113
ÓLAFUR HAUKUR ÓLAFSSON
Ljóskerin rísa í beinum, björtum röðum,
blikandi standa vörð um liðinn daginn.
Syfjaður bíll um auðar götur ekur.
Andvaka búðir hálfum gluggum stara.
Lágróma skvaldur löngu hrundra vara
léttsvacfan bát af afladraumi vekur.
Gott eiga þeir, sem djúpum svefni sofa,
sýsli og vanda, stund og eyktum fjærri.
Ekkert, sem kallar, einskis þarf að bíða.
Augu mín þreytast, höfuð fyllist dofa.
Falla um mig bylgjur fjöllum landsins stærri.
Fer ekki tíminn senn að byrja að líða?
Mitt land
ísland, mitt land. Eins og leitandi að hamingju sinni
gegnum loga og reyk, bæði af veðrum og áttleysum hrakið,
eitt Ijóð, sem af háreysti daga og vega er vakið,
með von sína og trú kemur fagnandi að sumarhöll þinni.
Það flytur ei boðskap, sem berst milli fjalla og hranna,
né biður um hljóð, svo að andvarinn stanzar og þegir.
Þetta er aðeins ljóðið, sem lynginu og þaranum segir
frá löngun míns hjarta og draumi um verk þeirra manna,
111