Árbók skálda - 01.12.1954, Page 141
SKÁLDATAL
Hér er stuðzt við upplýsingar frá skáldunum sjálfum, en eins og
skráin ber með sér, voru þær nokkuð misýtarlegar, og hefur ekki
verið hirt um að fella þær allar í sama mót. Orðalagi skáldanna er
haldið á stöku stað, innan tilvísunarmerkja.
ARNFRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR. F. 19. ágúst 1923 á Akureyri.
Foreldrar hennar fluttust til Reykjavíkur, er hún var sex ára, og
hefur hún átt heima þar síðan. Amfríður birti Barn vildi byggja í
kvennaritinu Emblu 1945, en annars má heita, að ljóð hennar séu
ókunn almenningi. — Kvæðin, sem hér birtast, eru nýleg, nema
það æskuljóð hennar, sem nú var getið.
EINAR BRAGI Sigurðsson. F. á Eskifirði 7. apríl 1921. Varð stúdent
utanskóla frá M. A. 1944. Stundaði hagfræðinám við háskólann
í Lundi í tvö ár, las síðan leiklistarsögu, listasögu og bókmcnnt-
ir við Stokkhólmsháskóla í þrjú ár. Helztu verk auk þýðinga:
Eitt kvöld i júni, ljóð, 1950, Svanur d báru, ljóð, 1952, Gestaboð
um nótt, ljóð, 1953, Garcia Lorca, líf hans og list, 1954. Ritstjóri
Birtings, tímarits um bókmenntir og listir.
ELÍAS MAR. F. í Reykjavík 22. júlí 1924. Stundaði nám í Kennara-
skólanum í tvo vetur. Hóf ritstörf ungur og hefur stundað þau
óslitið síðan. Dvaldist í Kaupmannahöfn árin 1946 og ’47. Hefur
oft farið til útlanda síðan, ferðazt og dvalizt víða um Evrópu.
Rit, auk fjölda blaðagreina og þýðinga: Eftir örstuttan leik,
skáldsaga. 1946, Man ég þig löngum, skáldsaga, 1949, Gamalt fólk
og nýtt, smásögur, 1950, Vögguvisa, skáldsaga, 1950, LjóÖ á
trylltri öld, 1951, Sóleyjarsaga, skáldsaga, 1954.
GUNNAR DAL (Halldór Sigurðsson). F. 4. júní 1924 í Syðsta-Hvammi
á Vatnsnesi, V.-Húnav., en fluttist á fjórða ári til Reykjavíkur.
139