Árbók skálda - 01.12.1954, Síða 142
LJÓÐ UNGRA SKÁLDA
Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1946, stundaði norrænu-
nám við Háskóla íslands í tvö ár, var kennari við Reykjaskóla,
en fór síðan utan til heimspekináms við Edinborgarháskóia og
þaðan til Indlands til að kynna sér Austurlanda-heimspeki við
háskólann í Kalkútta. Rit: Vera, ljóð, 1949, Rödd Indlands, bók
um indverska lífsspeki, 1953, Sfinxinn og hamingjan, Ijóð, 1953,
2. útg. 1954, Þeir spáðu i stjörnurnar, bók um Vesturlanda-heim-
speki, 1954.
GYLFI GRÖNDAL. F. í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar: Sigurður
B. Gröndal, rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir. Stundar nám
í Menntaskólanum. Hefur birt fáein Ijóð í skólablöðum.
HANNES PÉTURSSON. F. á Sauðárkróki 14. desember 1931. Foreldr-
ar: Pétur Hannesson, póstmeistari, og Sigríður Sigtryggsdóttir, —
„Föðurafar mínir hafa verið búsettir í Skagafirði svo langt aftur
sem ég veit, en í móðurætt er ég af eyfirzku fólki". Tók stúdents-
próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og hélt sama haust
til Þýzkalands. Dvaldist fyrst í Köln, síðan í Heidelberg og las
germönsk fræði. Settist nú í haust í norrænudeild Háskóla ís-
lands. Hefur ferðazt nokkuð um Þýzkaland og nágrannalöndin.
Hannes Pétursson hefur áður birt nokkur kvæði í Timarili Máls
og menningar.
HANNES SIGFÚSSON. F. i Reykjavik 2. marz 1922. „Hætti námi í
gagnfræðaskóla í miðjum klíðum og hef síðan lagt á margt gjörva
hönd: refarækt, verzlunarstörf, auglýsingasmölun, þýðingar, rukk-
un, sjómennsku, vitavörzlu og pakkhúsmennsku, auk járnsmíði
og almennrar eyrarvinnu". Hefur dvalizt langdvölum í Noregi.
Rit: Dymbilvaka, ljóð, 1949, Imbrudagar, ljóð, 1951, og auk þess
ljóð, birt í tímaritum. — Hér birtist Dymbilvaka endurskoðuð og
nokkuð stytt.
JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR. F. 8. júlí 1918 á Hornströndum.
Er nú húsfreyja að Garði í Mývatnssveit. Hefur birt nokkur kvæði í
blöðum og tímaritum, einkum ádeilurömm „landvarnarljóð",oger
þegar orðin þjóðkunn af þeim. Þau kvæði munu nú vera að
140