Árbók skálda - 01.12.1954, Side 143
SKÁLDATAL
koma út í öðru ljóðasafni, enda kveður við mildari tón í þeim
ljóðum, sem hér birtast.
JÓN ÓSKAR. F. á Akranesi 1921, sonur hjónanna Ásmundar Jónsson-
ar og Sigurlaugar Einarsdóttur. Stundaði nám í Reykholti ogFlens-
borg, tók gagnfræðapróf utanskóla við Menntaskólann í Reykja-
vík 1940. Var fimm vetur við nám í píanóleik í Tónlistarskólan-
um. Hefur lagt stund á frönsku og franskar samtíðarbókmenntir.
Rit: Mitt andlit og þitt, sögur, 1952, Skrifað i vindinn, Ijóð, 1953,
Auk þess þýðingar, m. a. Camus: Plágan og þýðingar á Ijóðum
nútímaskálda í samvinnu við Sigfús Daðason.
JÓN ÚR VÖR, F. 1917 á Patreksfirði. Foreldrar: Jón Indriðason,
skósmiður, og Jónína G. Jónsdóttir. Ólst upp hjá Þórði Guð-
bjartssyni verkamanni og Ólínu Jónsdóttur. Var í Núpsskóla einn
vetur, annan í Brunnsvíkurskóla í Svíþjóð, ferðaðist með Nor-
ræna lýðskólanum í Genf um Þýzkaland, Sviss og Frakkland 1939.
Dvaldist í Svíþjóð 1945—46 og kynnti sér sænskar bókmenntir.
Hefur unnið margvísleg störf, verið verkamaður (stundum at-
vinnulaus), síðar blaðamaður og ritstjóri, síðustu árin bóksali.
Ljóðabcckur: Ég ber að dyrum, 1937, Stund milli striða, 1942,
Þorpið, 1946, Mcð hljóðstaf, 1951, Með örualausum boga, 1951,
Stráþak, þýdd Ijóð í handriti.
JÓNAS E. SVAFÁR. F. 8. september 1925 í Reykjavík. „Menntaðist
í Laugavatnsskóla", fékkst síðan við verzlunarstörf og sjómennsku
um skeið. „Lagði út í ritstörf og teikningar 1948“. Rit: Það blœð-
ir úr morgunsárinu, ljóð með teikningum eftir höfundinn.
KRISTINN PÉTURSSON. F. 30. desember 1914 í Grindavík. For-
eldrar: Pétur Jónsson og Ágústa Árnadóttir. Lauk námi við Verzl-
unarskóla íslands. Rekur bókaverzlun í Keflavík. Rit: Suður með
sjó, 1942, Sólgull i skýjum, 1950, Turnar við torg, 1954, allt Ijóða-
bækur.
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK. F. 16. júlí 1916 að Djúpalæk á
Langanesströnd. Foreldrar: Einar Eiríksson, bóndi þar og seinni
141