Árbók skálda - 01.12.1954, Síða 145
SKÁLDATAL
árin að mestu í Suðurlöndum: Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Kom
heim 1952 og gerðist þá sjómaður um hríð. Hefur síðan fengizt
við störf af ýmsu tagi: verið verkamaður, túlkur ferðamanna,
unnið við bókasöfn o. fl. Thor Vilhjálmsson hefur gefið út tvær
bækur: MaSurinn er alltaf einn, 1950 og Dagar mannsins, 1954,
en auk þess hefur ýmiskonar efni eftir hann birzt í blöðum og
tímaritum.
ÞORSTEINN VALDIMARSSON F. 31. október 1918 í Brunahvammi
í Vopnafirði. Foreldrar: Valdimar Jóhannesson, bóndi í Syðri-
Vík og Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla skáldkona). Stúdent í
Reykjavik 1939. Cand. theol. 1946. Stundaði tónlistarnám á há-
skólaárum sínum. Hefur kennslustörf að atvinnu. Ljóðabœkur:
Villta vor, 1944, Hrafnamdl, 1952.
ÞÓRA ELFA BJÖRNSSON. F. 5. júní 1939. Foreldrar: Karl
L. Björnsson úr Borgarnesi (d. 1941) og Halldóra Beinteinsdóttir
frá Grafardal (Halldóra B. Björnsson, skáldkona). „Ég er fædd
í Landspítalanum í Rvík. . . . Hef verið í Leikskólanum í Tjarn-
arborg, barnaskóla, Tónlistarskólanum og Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar, og þar er ég enn... Þegar ég hef aldur til, ætla ég í
bændaskólann á Hvanneyri. — Mér þykir gaman að teikna, spila
á píanó og skoða myndir. Safna frímerkjum og eldspýtustokkum
frá ýmsum löndum". Þóra Elfa hefur birt áður eitt kvæði i
Birtingi.