Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Síða 6
MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 20076 Fréttir DV Enn svolítið dofinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gegndi í gær sínu síðasta embætt- isverki sem borgarstjóri Reykja- víkurborgar þegar hann hitti for- svarsmenn íþróttafélagsins Vals og undirritaði samstarfssamning á milli Reykjavíkurborgar og Vals um áframhaldandi uppbyggingu á að- stöðu liðsins. Vilhjálmur lýsti því glaðbeitt- ur yfir á fámennum fundi, eftir að hafa undirritað pappírana, að hann hefði verið Valsari í 50 ár og borg- að félagsgjöldin til liðsins áratugum saman. Sjálfur sagði Vilhjálmur að tilviljun ein hefði ráðið því að þessi undirritun hefði verið hans síðasta embættisverk sem borgarstjóri. Að því loknu hitti hann borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi áður en borgarstjórnarfundurinn hófst klukkan tvö í gær, þar sem Dagur B. Eggertsson tók við af Vilhjálmi sem borgarstjóri. Blendnar tilfinningar Dagurinn í gær var annasam- ur hjá Vilhjálmi líkt og vanalega. Hann byrjaði snemma í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem nokkur hundr- uð manns voru samankomin til að kveðja hann úr starfi borgarstjóra. Hann settist svo niður með blaða- manni DV skömmu fyrir hádegi í einu fundarherbergja Ráðhúss- ins. „Það eru blendnar tilfinning- ar sem bærast í mér núna,“ segir hann og stoppar í skamma stund til að hugsa. „Ég er enn svolítið dof- inn yfir þessu. En á sama tíma er ég geysilega ánægður með þær góðu móttökur sem ég fékk hérna og það frábæra samstarf sem ég hef átt við þá starfsmenn sem hafa verið mest í kringum mig. Mér þótti einnig vænt um þær hlýju kveðjur sem ég fékk þegar kveðjuhóf fyrir borgarstjóra var haldið.“ Síðustu dagar hafa að nokkru leyti farið í að ganga frá skipan í nefndir og ráð innan borgarinnar, en auk borgarráðs mun Vilhjálm- ur taka sæti í menningar- og ferða- málaráði. „Ég þarf að hafa góð- an tíma því ég er einnig formaður borgarstjórnarflokksins og það er heilmikil vinna hjá okkur fram und- an. Núna verður þetta með öðrum hætti. Við verðum að skipuleggja okkur vel, efla og treysta tengslin við fólkið í borginni. Síðan þurfum við að undirbúa góðar tillögur og halda uppi öflugu aðhaldi.“ Stoltur af verkum í þágu eldri borgara Á sunnudaginn tók Vilhjálmur fyrstu skóflustungu að hundrað og ellefu öryggis- og þjónustuíbúð- um fyrir eldri borgara í Spönginni í Grafarvogi. Eitt af stærstu kosninga- loforðum Vilhjálms sem oddvita Sjálfstæðisflokksins var að byggja upp aðstöðu fyrir eldri borgara. Hann hefur verið óspar á að gagn- rýna aðgerðarleysi vinstri flokk- anna í þessum efnum og bendir á að engin þjónustuíbúð fyrir eldri borgara hafi verið byggð í tólf ár. „Ég er þess vegna mjög ánægður með að hafa haft forystu með það verkefni að byggja samtals um tvö hundruð þjónustuíbúðir ásamt þjónustumiðstöð fyrir eldri borg- ara. Það er brýn þörf fyrir búsetuúr- ræði aldraðra og þegar ég lít til baka er ég langstoltastur af þessari vinnu í minni borgarstjóratíð.“ Lítill einhugur nýja meirihlutans Þegar Vilhjálmur horfir til baka á samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn er hann að mestu leyti ánægður. „Við unnum alltaf að góðum málum og það hafði verið góður hugur og samstaða í fólki þar til Björn Ingi ákvað að hverfa í faðm vinstri flokk- anna.“ Hann óttast að stjórn borg- arinnar verði losaraleg og það reyn- ist meirihlutanum erfitt að koma sér saman um stór mál. „Nú þegar eru fréttir af því að nýi meirihlutinn ætli að slá af byggingu mislægra gatnamóta við Miklu- braut og Kringlumýrarbraut, sem sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og frjálslyndir hafa lagt áherslu á. Þetta var eitt af stærstu loforðum frjálslyndra og ef þetta reynist rétt er ekkert að marka það sem þeir sögðu fyrir kosningar.“ Mikið ber á milli í hugmyndum nýja meirihlutans í skipulagsmál- um, ef tekið er tillit til kosningalof- orða. Vilhjálmur heldur áfram að furða sig á þætti Frjálslynda flokks- ins. „Langstærsta kosningamál þeirra var að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni og annað kæmi ekki til álita. Stærsta kosningamál vinstri grænna og Samfylkingar var að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri þannig að það verður erfitt eða ómögulegt að samræma þessa tvo póla. Þau hafa heldur engu svarað ennþá.“ Vilhjálmur lýsir jafnframt áhyggj- um af því að ástandið sem ríkti í „Ég myndi eiginlega ekki orða það þannig að ég sé búinn að jafna mig.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gegndi í gær sínu síðasta borgarstjóraembættisverki. DV fékk að fylgjast með Vil- hjálmi á síðustu klukkutímunum sem borgarstjóri Reykjavíkur þegar hann undirritaði samning við for- svarsmenn Vals. Fyrr um daginn var haldið fjölmennt kveðjuhóf fyrir hann. Vilhjálmur segist stoltastur af uppbyggingu á sviði eldri borgara og segir að samstöðu- leysi muni einkenna nýja meirihlutann í Reykjavík. Borgarstjóri Þetta skilti verður nú tekið niður og nafn dags B. Eggertssonar sett í staðinn. Undirritun Vilhjálmur undirritar samstarfssamning við íþróttafélagið Val um áframhaldandi uppbyggingu á Hlíðarenda. Það reyndist vera síðasta embættisverk hans sem borgarstjóri. Vilhjálmur „Nú þegar eru fréttir af því að nýi meirihlutinn ætli að slá af byggingu mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut,“ segir Vilhjálmur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.