Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Qupperneq 27
Julia Roberts hlýtur heið- ursverðlaun Leikkonan Julia Roberts hlaut í ár American Cinematheque- heiðursverðlaunin, sem voru afhent í Los Angeles á dögunum, fyrir að eiga langan og farsælan feril að baki. Meðal þeirra sem einnig hafa hlotið þennan titil eru Steven Spielberg, Martin Scorsese, Tom Cruise og Nicole Kidman. Eftir afhendinguna sagði hún við áhorfendur: „Ég er bara stelpa frá litlum bæ í Georgíu, sem átti stóran og skrýtinn draum.“ Tom Hanks, sem var meðal gesta, bætti við eftir athöfnina að allir elskuðu Juliu: „Allir, allir, allir.“ George Clooney mun að öllum líkindum leikstýra Leonardo DiCaprio. DiCaprio og Clooney orðaðir hvor við annan Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros er nú að leggja drög að kvikmynd byggðri á leikriti Beaus Willimon; Farragut North. Standa nú vonir til þess að félagarnir Leon- ardo DiCaprio og George Cloon- ey leiði saman hesta sína enn á ný en sá fyrrnefndi er orðaður við að- alhlutverkið, síðarnefndi við leik- stjórastólinn. Ekki er þó útilokað að Clooney birtist á hvíta tjaldinu í einhverju hlutverkanna og víst er að ef af því verður gleðjast mörg kven- mannshjörtun. Farragut North fjallar um ung- an samskiptastjóra sem vinnur fyrir forsetaframbjóðanda á hraðri uppleið. Á meðan á kosningabar- áttunni stendur verður hinn ungi hugsjónamaður uppvís að bak- nagi og öðrum ósvífnum gjörðum spilltra stjórnmálamanna. Nafnið Farragut North er dregið af neðan- jarðarlestarstöðinni í Washington, DC sem er staðsett nálæg K-stræti þar sem fjölmargir þrýstihópar vinna. Þess má geta að handrits- höfundurinn Willimon vann fyr- ir Howard Dean þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2004. Hans persónulega reynsla liggur hand- ritinu til grundvallar. Farragut North verður sett upp á Brodway á næsta ári og er enginn annar en Jake Gyllenhaal orðaður við aðal- hlutverkið í þeirri uppfærslu. „Þetta er svolítið stórt skref fyr- ir mig persónulega því ég hef verið að burðast með þetta í maganum. Ég hef tilheyrt lagahöfundateymi í London undanfarin ár þar sem við semjum efni gagngert fyrir aðra og ég var farin að þrá að gera mitt eigið efni aftur,“ segir Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona en hennar önnur sóló- plata kemur út á tonlist.is í dag. Öll lög og textar eru eftir hana sjálfa, þar af nokkur í samstarfi við aðra, og eru textarnir á ensku. Platan kemur svo út á gamla mátann eftir eina til tvær vikur. Var ekki í rugli Titill plötunnar er A Beautiful Life – Recovery Project og er hún mjög persónuleg að sögn Védísar. „Ég hef ekki verið í rugli eða ein- hverju svoleiðis,“ segir hún og hlær. „En maður er alltaf að endurnýja sjálfan sig og þroskast. Þessi plata er heilmikil þroskasaga og það er kannski fyrst og fremst það sem tit- illinn vísar í. Að mínu mati er það líka hugarástand að lífið sé fallegt frekar en að hamingjan sé einhver áfangastaður.“ Védís segir enga djúpa pælingu á bak við það að gefa plötuna fyrst út á netinu. Þótt hafi það nokkuð með það að gera hvað netið sé orðið sterk- ur miðill. „Fólk leitar fyrst og fremst uppi efni þar, allavega af minni kyn- slóð. Mér finnst þetta því liggja bein- ast við,“ segir tónlistarkonan. Óvíst með útgáfu erlendis Að sögn Védísar er hún ekki góð í að lýsa tónlistinni sinni. En hún reynir. „Þetta er hlýleg tónlist. Það er mikið af nælonstrengjagítar í bland við píanó,“ segir Védís en hún semur eiginlega öll lög sín á píanó. „Platan er mjög grúví og ég hef heyrt þessu líkt við bandarísku söngkonuna India.Arie. Það kemur ekki á óvart því ég hef hlustað heilmikið á hana og það er eins og það hafi eitthvað síast inn. Það hefur reyndar líka ver- ið talað um að þetta hljómi eins og blanda af India.Arie og Cardigans en þau eru mjög ólík,“ segir Védís og hlær. Platan er bæði tekin upp í Lond- on og Geimsteini, stúdíói Rúna Júl í Keflavík. Ekkert er komið á hreint með útgáfu disksins annars stað- ar en á Íslandi en Védís, sem á allt efnið sjálf, segist vera að fóta sig með það. „Það er fínt að byrja hérna heima og sjá hvað setur,“ segir hún en Védís kemur fram í Lídó á laug- ardagskvöldið í tengslum við Air- waves-hátíðina og ætlar Sigtryggur Baldursson meðal annarra að spila með henni. „Mig langar endilega að spila meira, fara kannski um landið, en maður sér bara til. Efnið er nátt- úrlega á ensku þannig að auðvit- að ætlar maður sér stærri hluti. En maður gerir sér grein fyrir að það er ekkert allt falt í þeim efnum þannig að ég er voðalega róleg með þetta.“ kristjanh@dv.is J.J. Abrams leikstýrir næstu Star Trek-mynd Leikstjórinn geðþekki J.J. Abrams, sem hvað þekktastur er fyrir að leikstýra Mission Impossible III, hefur tekið að sér að leikstýra næstu Star Trek-mynd eftir mánaða vangaveltur. Star Trek IX mun einblína mest á hinn unga James T. Kirk og Mr. Spock og segja frá þeirra fyrstu fundum í Starflect Academy og þeirra fyrstu ferð út í geiminn. Heimildir segja að Abrams hafi ákveðið þetta rétt fyrir síðustu helgi en áður hefur hann verið að vinna með myndina sem framleiðandi og rithöfundur hjá Paramount Pictures. Dillon leikur líklega Chess Matt Dillon mun að öllum líkindum leika Leonard Chess, hinn goðsagna- kennda stofnanda blúsplötuútgáfu- fyrirtækisins Chess Records, í myndinni Cadillac Records. Samningaviðræður um að leikarinn taki að sér hlutverkið að sér ku vera á lokastigi. Myndin fjallar um sigra og fall Chess Records en á meðal frægra tónlistarmanna sem hófu feril sinn hjá fyrirtækinu eru Muddy Waters, Etta James og Chuck Berry. Leikstjóri verður Darnell Martin, sem leikstýrði meðal annars Their Eyes Were Watching God, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar. Áætlað er að tökur hefjist í janúar. Önnur sólóplata Védísar Hervarar Árnadóttur, A Beautiful Life – Recovery Project, kemur út á ton- list.is í dag. Tónlistarkonan segir að platan sé mjög persónuleg. MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 2007DV Bíó 27 Clooney og DiCaprio reyna að sjóða saman myndina. FEGURÐ LÍFSINS HUGARÁSTAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.