Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 13
S VEITAH STJ Ó R N ARM A L 0 ekki á henni samkvæint löguin, ekki taka af innstæðufé bæjarins, ekki selja né veð- setja fasteignir hans né kaupa nýja fast- eign, ekki taka stærri lán eða til lengri tíma en svo, að þau verði borguð aftur af tekjum þess árs, sem í hönd fer, né held- ur endurnýja slik lán eða fresta greiðslu þeirra. 18. gr. — Þegar við lok hvers reiknings- árs skal gjaldkeri semja reikning um tekj- ur og gjöld hæjarins umliðið ár og senda bæjarstjóra fyrir lok marzmánaðar. Læt- ur bæjarstjóri reikninginn liggja bæjar- búum til sýnis fimmtán daga á hentug- um, auglýstum stað. Endurskoðendur kaupstaðarins eru tveir, og kýs bæjarstjórn þá hlutfalls- kosningu. Starf það hafa þeir á hendi í þrjú ár og mega ekki eiga sæii í bæjar- stjórn þann tírna. Þeir hafa þóknun úr bæjarsjóði fyrir starfa sinn. Auk reikn- inga bæjarsjóðs skulu þeir rannsaka reikninga þeirra sjóða og stofnana, sem bæjarstjórn hefur umsjón með. Þeir skúlu hafa lokið rannsókn á reikningun- um innan mánaðar frá því, er þeir fengu þá í hendur. Þegar gjaldkeri hefur svarað athuga- semdum endurskoðenda, — en það skal liann hafa gert innan fimmtán daga —, skal leggja reikninginn fyrir bæjarstjórn, er úrskurðar hann og veitir gjald- kera kvittun. Þó iná enginn taka þátt í úrskurði, er snertir þau störf, er honurn hafa verið sérstaklega á hendur falin. Nú vill reikningshaldari eða annar, se.m hlut á að máli, eigi viðurkenna, að úr- skurður bæjarstjórnar Sé réttur, enda sé honum lögð peningaábyrgð á hendur, og má hann ]>á skjóta málinu til dómstól- anna. Þegar tagður hefur verið úrskurður á reikning gjaldkera, á að birta í blaði ó- grip af honum, er bæjarstjóri semji. Á það ágrip að vera svo fullkomið, að í því séu tilgreind aðalatriði i tekjum og gjöld- um bæjarins. 19. gr. — Fyrir lok seplembermánaðar ár hvert skal senda ráðherra reikninga vfir umliðið reikningsár. Komi það fram, að bæjarstjórn hafi greitt ólögmæt gjötd, neitað að greiða gjöld, er hvíla á bænum að lögum, eða á annan hátt ranglega lieitt valdi sinu, skal ráðherra gera þær ráðstafanir, er við þarf, og — ef nauðsyn krefur — með lögsókn koma fram ábyrgð á hendur þeim bæjarfulltrúum, sem átt hafa þátt i þess- um ályktunum. 20. gr. —• Bæjarstjórn semur reglugerð fyrir slökkviliðið, en ráðherra staðfestir hana, og má ákveða sektir fyrir brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar, og renna þær í bæjarsjóð. Með mál út af brotum gegn þeirri reglugerð skal farið sem almenn lögreglumál. 21. gr. — Bæjarstjórn hefur iimsjón ineð öllum þeim fyrirtækjum, er bærinn á eða starfrækir, en falið getur hún sér- stökum mönnum alla nánari stjórn og umsjón stofnana þessara. 22. gr. — Með samþykkt þeirri, er um getur í 8. gr., má setja nánari reglur um sérhvert atriði í stjórn bæjarins samkv. grundvallarreglum þessara laga, þar á meðal ákveða sektir fyrir brot á þeim. 23. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1945. Gerir ráðherra ráðstafanir til, að þau komist þá þegar til l'ramkvæmda. Falla þá jafnframt úr gildi lög nr. 40 28. jan. 1935, um lögreglustjóra í Ólafsfirði. Ákvæði um stundarsakir. Skipti á eignum og skúldum Eyjafjarð- arsýslu — svo og ábyrgðarskuldbinding- um — á milli sýslunnar og Ólafsfjarðar- kaupstaðar skal fara eftir samþykkt sýslunefndar Evjafjarðarsýslu á auka- fundi hennar 9. sept. 1944. Hefur hrepps- nefnd Ólafsfjarðarhrepps einnig á hana fallizt. Rísi nokkur ágreiningur um skipt- in, sker róðherra úr. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.