Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 10
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL TÓMAS JÓNSSON, borgarritari: Frá þingum kaupstaðasambanda Noregs og Svíþjóðar 1948. Stjórn Sanrbands íslenzkra sveitarfélaga bað mig að mæta sem fulltrúa sambandsins á 13. reglulega þingi Norska kaupstaðasam- bandsins (Norges Byforbund), sem haldið var í Þrándheimi 28.-29. maí 1948. (Reglu- leg þing eru haldin 3ja hvert ár). Með samþykki bæjarráðs tók ég boðinu með þökkum. Rétt um sama leyti barst Sveitarfélaga- sambandinu boðsbréf, um að senda fulltrúa á 13. reglulega þing Sænska kaupstaðasam- bandsins (Svenska Stadsförbundet), sem skyldi haldið í Norrköping 18.—19. júní 1948. Varð að ráði, að ég skyldi einnig mæta þar sem fulltrúi sambandsins, enda hafði ég ráðgert að dvelja erlendis mánaðartíma a. m. k., úr því að ég tæki upp á því á annað borð að hreyfa mig. Það má að vísu segja, að bæði þessi mót bæru þess töluverðan keim, að það væru kaupstaðamót og kauptúna — og einmitt þess vegna mun sambandsstjóm ísl. sveitar- félaga hafa talið rétt, að fulltrúi héðan skvldi valinn úr hópi þeirra, sem afskipti hafa af kaupstaðamálef num. Þó var á hvorugu þinginu hreyft máli, er segja mætti um, að snerti gagnstæða hags- muni kaupstaða og sveita. Þar voru rædd mál, sem skiptu bæði kaupstaði og sveitir, allt þjóðfélagið, en hinu var ekki hreyft opinberlega, sem á kann að greina í svonefndri „hagsmunabaráttu" dreifbýlis og þéttbýlis, enda munu Norð- menn og Svíar ekki vera komnir á það hátt þroskastig, að opinber stjómarvöld úthluti þar atvinnutækjum (t. d. á borð við togara), til sjávar og sveitar, eftir höfðatölureglum og afbrigðum frá höfðatölureglum, án þess jafnframt að liafa í huga, hver skilyrði muni vera til reksturs og rekstursafkomu á hverj- um stað. (Þetta er tekið fram að gefnu til- efni frá þingi Samb. ísl. sveitafél. á Akur- eyri í júlí 1948.) Það var hinsvcgar mjög áberandi á þessum kaupstaðaþingum, hversu fulltrúar sveitar- stjómanna, sem þar voru gestir, rómuðu samvinnuna á milli sinna sambanda og kaup- staðanna. í Noregi er ofarlega á baugi að sameina kaupstaðasambandið og sveitar- stjómasambandið (Norges Herredsforbund), og er starfandi nefnd, er vinna skal að þeirri lausn. Bæði þessi norsku sambönd, sveita- og kaupstaða, hafa saman skrifstofu, sama framkvæmdarstjóra og gefa sameiginlega út mánaðarrit, „Kommunalt Tidsskrift“, sem er fullra 35 ára gamalt rit. Til þess að gefa einhverja hugmynd um málefni, sem flutt voru og rædd á þessum tveimur sambandsþingum, gef ég eftirfar- andi skýrslu um erindi og umræður: ÞRÁNDHEIMUR. Þár fannst mér mest til um fyrirlestur norska dómsmákráðherrans, O. C. Gunder- sens, er hann nefndi Rikspolitikk-Kommune-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.