Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 17
SVEITARSTJORNARMAL 15 EIRÍKUR PÁLSSON: Tuttugu ára afmæli Iaganna um verkamannabústaði. Eitt meginskilyrði þess, að nokkurt menn- ingarlíf geti þróazt, er, að menn hafi yfir að ráða viðunandi húsnæði. Skortur á því sviði hlýtur að hafa í för með sér tak- mörkun eða útiloka hagnýtingu menningar- gæða, sem á hverjum tíma eru á boðstólum, og hindra eðlilega og nauðsynlega heilbrigð- ishætti, valda sjúkdómum og veiklun, lama virðingu einstaklingana fyrir sjálfum sér og sínum og draga úr lífsþrótti og starfslöngun. Þeir, sem einlæglega vildu stuðla að batn- andi kjörum meðborgara sinna, hlutu því f\'rr eða síðar að beita áhrifum sínum til þess, að bættur yrði og aukinn húsakostur almennings í landinu, á grundvelli þeirra raka, að ófullnægjandi og heilsuspillandi íbúðir væru þjóðfélagslegt mein, sem hinu opinbera væri skylt að eiga hlut að fyrir sitt levti að bæta um. Húsbyggingum hérlendis hefur lengst af verið mjög ábótavant, og veldur því margt, en einkum hefur þó skorti á varanlegu, ódýru efni innlendu verið um að kenna. Hver kvnslóð hefur því orðið að byggja vfir sig og verulegur hluti starfsorku hennar far- ið í það að koma upp húsnæði, sem aðeins gat staðið um nokkra áratugi og lengst af í lélegu ástandi, unz næsta kynslóð hóf sams konar byggingar á nýjan leik. Síðustu áratugi hafa byggingar úr varan- legu efni, einkum steinsteypu, rutt sér til rúms, en þær eru dýrar og um megn flest- um, sem laun hafa af skornum skannnti eða ótrygga vinnu, að koma þeim upp. Þetta hefur leitt til þess, að launamenn, einkum verkamenn, hafa orðið að láta sér lynda hinn lítilfjörlegasta húsakost, ekki sízt þeir, sem fyrir mörgum börnum áttu að sjá. Oft urðu hinar lélegustu kjallaraholur eina athvarfið til íbúðar, sem samrýmzt gat fjár- hagslegum ástæðum láglaunamanna, enda þótt það hlyti að hafa í för með sér kyrking í vexti þeirrar æsku, sem slíku yrði að una, heilsuleysi og hamingjuskort vegna kuldasagga og sólarleysis. Heimstyrjöldin fyrri olli miklu losi og breytingum á lifnaðarháttum íslendinga. Til þess tíma hafði landbúnaðurinn verið meg- inatvinnuvegur þjóðarinnar. En nú óx sjávar- útveginum fiskur um hrygg, og atvinna í sambandi við hann og hina vaxandi kaup- staði, einkum Reykjavík, varð mikil. Fólkið þyrptist því úr sveitunum, en kaupstaðirnir stækkuðu mjög á skömmum tíma. Bygging- ar þar fullnægðu engan veginn íbúðarþörf- inni. Húsnæðisvandræði og óhollusta í því sambandi varð áberandi. Einstaklingar voru velflestir vanmegna að byggja hús handa sér og sínum nema með því að setja sig í varan- leg lítt bærileg fjárhagsvandræði. Hið opin- bera hlaut því að láta þessi mál til sín taka, enda fór nú í hönd vaxandi íhlutun ríkis- valdsins um ýmis efni. Sveitarfélög voru tilneydd að revna að

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.