Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 VerJcamannabústaðir við Skúhskeið í Hafnaifirði. Á árinu 1931 voru gerðar Lagabreytingar nQbkrar breytingar á lögun- 1 J<>1 It/oo. um. Samkvæmt þeim hækk- aði framlag frá ríki og sveitarfélögum úr einni í tvær krónur. Lánin skyldu tryggð með 1. veðrétti í húsunum og lóðarréttind- unr, allt að 60% af virðingarverði eignarinn- ar og ennfremur veitti bvggingarsjóður lán gegn 2. veðrétti, þó þannig, að samanlagður 1. og 2. veðréttur næmi ekki meiru en 85% af kostnaðanærði eignarinnar. Hámark tekna og eigna félagsmanna var hækkað og tillit tekið til ómegðar í því sam- bandi. Breyting þessi var felld inn í aðallögin, og urðu þau nú nr. 71 frá 1931. Á þessu sama ári voru sett lög um tóbaks- einkasölu, og var í þeim tekið fram, að helm- ingur af tekjum einkasölunnar skyldi renna til bvggingarsjóða verkamannabústaða að til- tölu við ríkissjóðstillag til þeirra. En hinn helmingurinn skyldi renna til Byggingar- og landnámssjóðs. Á árinu 1933 var og gerð smábreyting með lögum nr. 118, og voru samkvæmt því vextir lækkaðir í 5% úr 6%. Á árinu 1934 var lögunum enn Logrín 1935. | athugasemdum við fr\'., sem flutt var á vegum ríkisstjórnarinn- ar, segir svo: „Frv. þetta gerir þá aðalbreytingu á nú- gildandi lögum um verkamannabústaði, að hinir einstöku byggingarsjóðir kaupstaða og kauptúna skuli lagðir niður, en í þeirra stað komi einn bvggingarsjóður fyrir allt landið. Það hefur sýnt sig í framkvæmdinni, að byggingarsjóðum utan Reykjavíkur hefur gengið erfiðlega að fá lánsfé til starfsemi sinnar, og þykir því nauðsyn til bera, að stofnaður verði byggingarsjóður fyrir allt landið, sem hafi það aðalhlutverk með hönd-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.