Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 29

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Page 29
SVEITARST J ÓRNARMÁL 27 JÓNAS GUÐMUNDSSON, skrifstofustjóri: Alþjóðabandalag sveitarfélagasambanda. Þótt flestum mönnum hérlendum hafi \erið það ókunnugt, hefur um allmörg ár verið til stofnun, sem borið hefur nafnið „Alþjóðabandalag sveitarfélagasambanda“ — önion Intemationale des Villes et Pauvoirs Locaux — eins og það heitir á frönsku. Ekki verður sagt, að mikið hafi farið fyrir samtökum þessum og mátti svo heita, að f\'rir ófriðinn síðasta væru þau tæpast þekkt á Norðurlöndum, eu hins vegar voru það frönskumælandi þjóðirnar og einnig Hol- lendingar, Svisslendingar, Bretar og Banda- ríkjamenn, sem báru samtökin uppi. Aðal- aðsetur þeirra var f\'rir síðasta ófrið í Briissel í Belgíu. Á síðast liðnu ári var boðað til fulltrúa- ráðsfundar í samtökum þessum í Haag í Hollandi, og var tilgangur þess fundar aðal- lega sá, að ræða endurskipulagningu samtak- anna og endurreisa þau á þeirn grundvelli, að þau yrðu víðtækari og hæfari til að gegna hlutverki sínu en þau höfðu reynzt til þessa. Af þessu tilefni var sveitarfélagasamböndum ýmsra landa, sem ekki voru meðlimir banda- lagsins, boðið að senda áheyrnarfulltrúa á fund þennan og voru Norðurlandasambönd- in flest meðal þeirra sambanda, sem slíkt boð fengu. Fulltrúafundur þessi var haldinn dagana 27. og 28. september s. 1. í Haag, eins og f\ rr segir, og er frá honum sagt í blaði norsku s\reitarfélagasamtakanna, „Kommunalt Tids- skrift", og eru upplýsingar þær, sem hér fara á eftir, teknar þaðan og úr bréfurn og sam- þykktum, sem borizt hafa Sambandi ísl. sveitarfélaga frá skrifstofu Noregs By- og Herredsforbund í Oslo. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem aðalritari bandalagsins, Ernile Vinck, þingmaður í Brússel, flutti á fulltrúaráðsfundinum, voru eftirtalin lönd talin vera meðlimir í banda- laginu: Austurríki, Belgía, Kanada, Tékkó- slóvakía, Finnland, Bretland, Frakkland, Ungverjaland, Holland, Pólland, Sviss, Tyrk- land og Bandaríkin. Hin miklu gjaldeyris- vandræði ýmsra landa höfðu haft mjög svo lamandi áhrif á starfsemi bandalagsins síð- ustu árin. Á fundi í bandalaginu 1947 höfðu Bandaríkin og Holland átt hlut að því, að reynt yrði að koma fjárreiðum bandalagsins aftur á réttan kjöl, en þær höfðu auðvitað farið út um þúfur á stríðsárunum. Var það og fyrir atbeina Hollands og Bandaríkjanna, að fulltrúum Norðurlanda var boðið á Haag- ráðstefnuna. Skipulag samtaka þessara hefur til þessa verið mjög losaralegt. Þannig hafa samtökin enga eiginlega stjórn haft í þeirri merkingu orðsins, sem á Norðurlöndum tíðkast. Skrif- stofa þess annast allar afgreiðslur, en ákvarð- anir allar eru teknar af fjölmennu fulltrúa- ráði, og eins konar undirþingi, en á því þingi geta einnig átt sæti fulltrúar frá samtökum, sem ekki eru meðlimir bandalagsins. Þar að

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.