Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 17
SVEITARST JÓRNARMÁL
15
P. J. Oud, því næst grein fyrir því starfi,
sem alþjóðasambandið hefur innt af höndum
síðan það var stofnað árið 1913. Rakti hann
þau mörgu, merkilegu mál, sem rædd liefðu
verið á þingum þess og benti á, hve rnikil-
vægum upplýsingum unnt hefði verið að
skiptast á þar, sem síðan hefðu komið
bæjarfélögum víðsvegar urn heirn að órnetan-
legu gagni.
Þingið hóf því næst umræður. Snerust þær
aðallega um þrjú viðfangsefni, og var hið
fyrsta þeirra:
STÓR BÆJARFÉLÖG OG LÍTIL,
KOSTIR ÞEIRRA OG ÖKOSTIR.
Frá tuttugu löndum, sem aðild eiga að
IULA, höfðu þegar fyrir þingið borizt grein-
argerðir um bæjarstjórnarmál og hvað efst
væri á baugi í þeim í hverju landi. Hafði allt
þetta efni verið prentað — það fyllti 240
blaðsíður í bókarbroti — og sent fulltrúunum,
svo að það varð ágætur grundvöllur umræðna
á þinginu. Framsögu í þeirn höfðu dr. Karl
Honag, varaborgarstjóri Vínarborgar, er tal-
aði um hin stóru bæjarfélög, og Edouard
Depreux, fyrrum innarríkismálaráðherra á
Frakklandi, nú borgarstjóri í Seine, sem ræddi
um hin smærri bæjarfélög.
í umræðunum, sem urðu um þetta þing-
mál og stóðu í tvo daga, tóku margir fulltrú-
anna þátt; komu ýmsir þeirra með nýjar upp-
lýsingar, til viðbótar þeirn, sem greinargerð-
irnar frá löndum þeirra höfðu haft inni að
halda, en aðrir gerðu fyrirspurnir, sem urðu
til þess að málin skýrðust betur. Menn voru
sammála á þinginu urn það, að greinargerð-
imar og upplýsingar þær, sem fram komu í
umræðunum gæfu glögga hugmynd af þeim
ólíku vandamálum, sem í reynd væri við að
stríða í hinum stóm og litlu bæjarfélögum;
og nrargir fulltrúanna létu í ljós ánægju sína
yfir þeim umræðum, sem frarn fóru og þeir
kváðu mundu verða sér vísbendingu út úr
mörgum vanda.
Annað aðalmál þingsins var:
FJÁRHAGSLEG SJÁLFSTJÓRN
SVEITARFÉLAGA.
Framsögu um það hafði skrifstofustjóri
viðskiptamálaráðuneytisins í Washington,
dr. Ray V. Pell. Um þetta mál urðu einnig
miklar umræður og var það rætt frá mörg-
urn sjónanniðum. En um eitt voru allir
ræðumenn sammála: að í fjármálum, sem á
öðrum sviðum, þyrftu sveitarfélögin að stefna
að sem mestu sjálfstæði gagnvart ríkisvald-
inu, og þá ekki hvað sízt að því, að fá sjálf
að ráða heildarupphæð þeirra skatta, sem á
væru lagðir handa sveitarfélögunum.
Þriðja aðalmál þingsins var:
STÖRF LANDSSAMBANDA,
SEM AÐILD EIGA AÐ IULA.
Það var Kjell T. Evers, framkvæmdarstjóri
h'rir Norges By- og Herradsforbund, sem hóf
umræður um þetta mál. Það kom strax fram
í ræðu hans, að mikill munur væri á skipu-
lagi þessara landssambanda og þá ekki síð-
ur á þeim markmiðum, sem þau hefðu sett
sér. Lauk Evers máli sínu með hvatningu til
þess að berjast fyrir aukinni sjálfstjóm bæjar-
félaganna; en til þess taldi hann nauðsynleg-
ast að efla sarntök þeirra, landssamböndin;
þau væm beztu vopnin í þeirri baráttu.
Samtímis þinginu hélt miðstjórn IULA
árlegan aðalfund sinn í Vínarborg, og voru
reikningar sambandsins lagðir fram þar og
samþykktir. Greinargerð var einnig flutt á
þeim fundi um tilraunir, sem gerðar hafa
verið til þess að fá „The Council of Europe-
an Municipalitis" (Samband sveitarfélaga í
Evrópu) í IULA; en þær tilraunir hafa mis-
tekizt til þessa.