Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 24
22 SVEITARST J ÓRNARMÁL sínum. Þessu verður að hrinda í framkvæmd sem allra fyrst. Jafnframt þarf að auka bryggj- ur að miklum mun. Hafnargerð í Eyjum hefir nú staðið lát- laust um 40 ára skeið. Eðlilega sér þar rnest eftir nú síðari árin. Þar um veldur aukin tækni, stórvirkari tæki og aukið fjármagn. AUKINN ÞRIFNAÐUR, AUKIN ÞÆGINDI. Fólksstraumurinn til bæjarins á vetrarver- tíð veldur nokkurri sérstöðu, svo að ýmsum þörfum þarf að fullnægja í því sambandi. Fram til síðustu ára báru heimilin, og þá sérstaklega húsmæðurnar, veg og vanda, erfiði og umstang af þeim mikla fjölda sjómanna og annars verkafólks, sem til Evja streymir hvem vetur í atvinnuleit. Heimilin hýstu sem sé allt þetta fólk, sjómenn, aðgerðarmenn, beitningamrenn. Heimilisstörf húsmóður- innar margfölduðust við matargerð, þjónustu- brögð, ræstingu o. s. frv. Nú er þetta allt að breytast í Evjum. Útgerðarmenn í samein- ingu eða samvinnu og svo fiskvinnslustöðv- arnar reka sérstakar matstofur handa að- komnu verkafólki. Verbúðir rísa af grunni, þar sem aðkomnir vertíðarmenn matast og sofa. Einnig leigja margir einstaklingar aðkomu- mönnum herbergi. Hinir stóru og rúmgóðu bátar verða einnig vistawerur aðkomusjó- manna. Þá er eftir að geta veitt aðkomufólkinu að- stöðu til þrifnaðar og umhirðu. Nokkur þáttur í þeirri viðleitni er þvottahús bæjar- ins. Það hefir verið byggt á undanfömum 5 árum og búið fullkomnustu vélum. Það kost- ar um 250 þúsundir króna. Þama er fyrst og fremst þveginn þvottur frá stofnunum bæj- arins, svo sem sjúkrahúsi og elliheimili. Að öðru leyti er reynt að fullnægja þörfum og beiðnum bæjarbúa í heild og aðkomumanna á vertíð. Stofnunin er mikilvægt þrifafyrir- tæki og til mikilla þæginda í bænum. ELLIHEIMILIÐ. Mörg ár eru nú liðin, síðan sú hugsjón vaknaði með Eyjabúum, að bærinn eignaðist elliheimili, þar sem garnla fólkið gæti notið hvíldar og friðsældar á ævikvöldinu. Þessi hugsjón Eyjabúa hefir nú orðið að veruleika. Bærinn keypti stórt og vandað íbúðarhús byggt úr steinsteypu. Lét hann breyta því og betrumbæta það. Nú er það elliheimili kaupstaðarins. Þar er rúm fyrir 23 vistmenn. Það er nálega fullsetið. Kostnaður við við- gerð hússins og útbúnað allan nemur nú um hálfri milljón. Ekki liefir það fé ein- vörðungu verið lagt fram úr bæjarsjóði. Kven- félagið Líkn mun þar hafa lagt fram nokkra peningaupphæð, svo og sjómannadagsráðið í kaupstaðnum. Nerna þær upphæðir um 40 þúsundum króna. FLESTIR BÚA í EIGIN FlUSNÆÐI. Um 80% af Eyjabúum búa í eigin hús- næði. Óvíða á landinu hefir meira verið bvggt af íbúðarhúsum en í Eyjurn undanfarin 6—8 ár. Kunnugt er, að íbúðarhús í Eyjum verða öllum almenningi ótrúlega ódýr. Þar veldur mestu um samhjálp rnanna í bvggingar- framkvæmdunum. Hún mun einstæð. Ná- granni minn bvggir hús. 14 menn steypa upp kjallarahæðina sunnudagsmorgun. Ég hefi orð á því við hann, að rnikið hljóti þessi sunnudagsvinna að kosta hann. Ónei, ekki mikið. Hann átti hana inni hjá þeim flest- um. Hafði hjálpað þeim áður. Þegar hæðin sjálf er steypt, hjálpa honum 20 menn og nokkrir hurfu aftur, komust ekki að. Mest alla þá vinnu hafði nágranninn átt hjá þess- um mönnum, hjálpað þeim áður. Þannig koma fátækir menn í Evjum upp góðum íbúðarhúsum fvrir ótrúlega litla peninga. Sparisjóður Vestmannaevja og Útvegs- bankinn þar lána mörgum byggjandanum nokkra peningaupphæð til byggingarfram-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.