Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 8
6
SVEITARST J ÓRNARMÁL
árferði. Hér hefur verið leidd í lög almenn
ellittygging. En oss kernur saman um, að
þessi trygging — atvinnutrygging — sé enn
nauðsynlegri.“
Nefndin gerir nokkrar breytingartillögur
við frumvarpið og eru þær helztar að lækka
tillag kvenfólks úr 1 kónu í 60 aura og að
gjaldið skuli greiðast úr sveitarsjóðum, en
þeir aftur eiga tilkall til endurgreiðslu hjá
þeim, sem gjaldskyldir voru.
Málið kom til annarrar umræðu í Efri-
deild 2. ág. 1913 og var Guðmundur Bjöms-
son framsögumaður. Flutti hann mál þetta
skörulega sem hans var venja, og er auðséð
að þaðan er hugmyndin urn 'hallærissjóðinn
runnin. Guðmundur Bjömsson, landlæknir,
var einn helzti og fyrsti brautrj'ðjandi hér-
lendis um alls konar tryggingar og er hall-
ærissjóðurinn frá hans hendi hugsaður sem
ein slík tn'ggingastofnun.
Flestir þingmenn í Efri-deild fylgdu mál-
inu en tveir rísa þó gegn því, Júlíus Havsteen,
fyrrv. amtmaður og Sigurður Eggerz, sýslu-
maður, þingmaður Vestur-Skaftfellinga. Telja
þeir þetta mikinn og þungan skatt á lands-
menn og væri fénu betur varið á annan veg.
Sigurður Eggerz telur fjáröflunarleiðina —
nefskattinn — með öllu óhæfa og taka ýmsir
af stuðningsmönnum frv. undir það og vilja
að fundin verði heppilegri leið.
Milli 2. og 3. urnræðu hefur nefndin mál-
ið enn til meðferðar og gerir þá enn nokkrar
breytingatillögur við það, en þó engar stór-
vægilegar, og er það samþykkt út úr deildinni
með 10 atkvæðum gegn 2 og fer nú til Neðri-
deildar.
II.
Frumvarpið kemur til 1. umræðu í Neðri-
deild 15. ág. 1913. Ólafur Briem reifar málið
aðeins með því að óska eftir að sérstök nefnd
verði kjörin til að athuga það og er það sam-
þykkt. í nefndina voru kjörnir Jón Ólafsson
1. þm. Sunnmýlinga, Ólafur Briern 1. þm.
Skagfirðinga, Matthías Ólafsson þm. Vestur-
ísfirðinga, Pétur Jónsson á Gautlöndum Jrin.
Suður-Þingeyinga og séra Kristinn Daníels-
son þm. Gullbringusýslu.
Áliti skilar nefndin 28. ágúst 1913.
í því segir meðal annars á þessa leið: (Þskj.
625 bls. 1214).
„Mál þetta hefur verið borið upp í Efri
deild og fengið þar rækilegan undirbúning.
Nefnd sú, er þar hafði málið til meðferðar,
hefur skýrt það til fullnustu í tveim álits-
skjölum (þingskj. 263 og 423). Við fram-
sögu málsins voru ennfremur færð ítarleg
rök fyrir því, enda mun því hafa aukizt fylgi
eftir því sem það skýrðist betur.
í nefndaráliti Efri deildar er glögglega sýnt
frarn á, hver nauðsyn það sé, að tryggja at-
vinnuvegi landsmanna gegn áföllum af illu
árferði eða óhöppum af náttúruvöldum. Og
er þetta frumvarp einn liður í lagasetning
urn það efni. Frumkvöðlum þess hefur verið
það ljóst, að til þess að nokkru verulegu yrði
ágengt í þessu rnikla nauðsynjamáli, væri
óhjákvæmilegt að hafa ráð á fé til fram-
kværnda, og er því í frumvarpinu bent á
leið til að afla þess. Auk fjárframlags úr lands-
sjóði, er það lagt til grundvallar, að allir
landsmenn, þeir sem komnir eru á þroskaald-
ur, leggi fram lítinn skerf árlega, þó svo, að
sveitarstjórn sé heimilt að létta gjaldinu af
hinum efnaminni gegn auknu tillagi frá
þeirn, sem betur mega. Sjóður sá, er þannig
myndast, á svo að ávaxtast, en vera til taks,
ef óáran ber að höndum.
Eftir ákvæðum frumvarpsins eru árstekjur
sjóðsins auk vaxta fullar 50 Jrúsundir króna.
II\ernig fé þessu verði varið samkvæmt að-
altilgangi sjóðsins, er ekki bundið föstum
skorðum í frum\’arpinu, en svo er til ætlazt,
að nánari ákvæði þar að lútandi verði sett í
samþykktum þeim, er 15. gr. mælir fyrir um.
Ennfremur er það kornið undir atvikum,