Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Blaðsíða 12
10 SVEITARST J ÓRNARMÁL þetta svara til ekki minna fjár en 7—8 mill- jóna króna nú. Til þess tíma var ekkert lán veitt úr sjóðnum. Á árinu 1925 eru sett lög á Alþingi „um heimild til að veita lán úr Bjargráðasjóði." Aðalatriði þessara laga eru þau, að atvinnu- málaráðherra er veitt heimild til, „að fengn- um tillögum stjórnar Bjargráðasjóðs íslands," að lána fé sjóðsins: a) hreppsfélögum og bæjarfélögum, sem eru nauðulega stödd vegna afleiðinga heims- stvrjaldarinnar miklu eða af öðrum ófyrir- sjáanlegum atvikum. b) fóðurbirgðafélögum eða öðrum félög- um eða stofnunum, er hafa það eitt að mark- miði að koma í veg fyrir hallæri. c) hreppsfélögum, er koma á fót hjá sér bústofnslánadeildum. Þá er og í lögum þess- um það ákvæði, að því er lán, samkvæmt a- lið, til hreppsfélaga og bæjarfélaga snertir, að „meðan nokkuð er ógreitt af slíku láni, er hlutaðeigandi hreppsfélagi eða bæjarfélagi skylt að senda atvinnumálaráðuneytinu ár- lega, nægilega snemma, áætlun um tekjur sínar og gjöld, og má ekki, meðan svo stendur á, ráðast í neinar framkvæmdir án samþykkis ráðuneytisins, nema þær séu beinlínis lögskipaðar, enda er hreppsnefnd eða bæjarstjóm skyld til að breyta áætlun- inni, ef ráðuneytið leggur svo fyrir.“ Þetta ákvæði jafngildir þannig eftirliti með fjár- reiðum sveitarfélagsins, fái það lán úr sjóðn- um samkvæmt a-lið. Loks skal það nefnt, að í 6. gr. laga þessara segir, að ekki megi „að jafnaði“ „veita hærri lán úr Bjargráðasjóði í neina sýslu eða kaupstað en sem svarar hluta þeirra í séreigninni og hinum sameig- inlega sjóði.“ Þegar í ársbyrjun 1926 hefjast útlán úr sjóðnum samkvæmt lögum þessum. Fvrsta lánið er veitt 2. janúar 1926 Holtshreppi í Skagafirði og virðist það veitt af ráðherra án samþykkis sjóðsstjómar, því að sjóðsstjórnin leggur á móti lánveitingunni. Lánið er að upphæð 6500 krónur. Á þessu ári er 12 öðr- um hreppsfélögum veitt lán úr sjóðnum, öll- um gegn sýsluábyrgð og eftir tillögu sjóðs- stjómar, og flestum til að koma upp bú- stofnslánadeildum, en nokkrum vegna örð- ugs fjárhags sveitarsjóðanna. Alls nema þessi lán, á árinu 1926, 44400 krónum. Nokkrum lánum er bætt við á árinu 1927 og í lok þess árs er hagur sjóðsins ágætur því að þá á hann í handbæru fé um 800 þús. krónur og í útlánum rúmlega 63 þús. krónur. Á árun- um 1928 og 1929 vaxa lán til sveitarfélag- anna ekki mikið, en á því ári er ríkissjóði veitt 300 þús. króna lán úr Bjargráðasjóði, en lán sveitarfélaga eru þá rúmlega 300 þús. krón- ur samanlagt. VI. Næstu árin eru veitt nokkur lán úr sjóðn- um til sveitarfélaga, og sjóðurinn vex jafnt og eðlilega allt frarn til ársins 1932. Á því ári voru sett á Alþingi lög „um bráðabirgða- breytingu nokkurra laga“. Þessi lög voru bæði af alþingismönnum og öðrum kölluð „band- ormurinn". Eitt af mörgum ákvæðum þess- ara laga var það, að fresta skyldi greiðslu ár- legs tillags sveitarfélaga og ríkissjóðs til Bjargráðasjóðs íslands. Voru þar með aðal- tekjur sjóðsins felldar niður um ófvrirsjáan- legan tíma. Jafnframt þessu áfalli tapaði Bjargráðasjóður allmiklu af því fé, sem liann átti í útlánum hjá sveitarfélögum þeim, sem fóru undir skuldaskil í Kreppulánasjóði sveit- arfélaga 1936—1938. Var nú allur hagur sjóðs- ius næsta bágborinn og megn vanskil af hálfu sveitarfélaganna við sjóðinn enda áttu þau í miklum fjárhagsörðugleikum, vel flest þessi árin. En svo kom heimsstyrjöldin 1939, og þá tók fjárhagur hins opinbera að breyt- ast aftur til batnaðar. Vigfús Einarsson skrifstofustjóri gekk að því með lagni og festu að fá inn vanskilaskuldir sveitarfélag-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.