Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Blaðsíða 11
TRYGGINGAMAL
RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN
ISjíialílajíreiSsÍur lífeyris-
tryélináa.
Hér í ritinu hefur margsinnis verið bent
á þá staðreynd, að æ fleiri þeirra, sem á
starfsaldri eru og gert er ráð fyrir að standi
að einum þriðja hluta undir útgjöldum líf-
eyristrygginga, draga sig að me^tu leyti út
úr tryggingunum með því að gerast félagai
viðurkenndra sérsjóða. Nokkurn hluta
þeirrar hækkunar, sent orðið hefur á ið-
gjöldum hinna tryggðu undanfarin ár, má
beinlínis rekja til þessarar þróunar, sem
ekkert lát virðist vera á.
Til stuðnings við gerð fjárhagsáætlana
Tryggingastofnunarinnar var fyrir nokkru
látin fara fram talning þeirra, sem á gjald-
skyldualdri voru árið 1957, en áður hafði
slík talning átt sér stað fyrir árið 1953.
Niðurstaða þessara talninga er sýnd í töflu
þeirri, sem hér fer á eftir:
LÍFEYRISTRYGGINGAR.
Fjöldi gjaldskyldra og undanþeginna 1953 og 1951.
I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði Alls
A. Almennir iðgjalds- greiðendur: 1953 1957 Fjölgun % 1953 1957 Fjölgun % 1953 1957 Fjölgun %
1. Hjón . 13.631 14.339 5.2 8.544 7.885 -t-7,7 22.175 22.224 0,2
2. Ókvæntir karlar . . 10.075 10.387 3,1 9.165 9.328 1,8 19.240 19.715 2,5
3. Ógiftar konur . . . . 10.914 10.986 0,7 6.641 6.630 -1-0,2 17.555 17.616 0,3
15. Sérsjóðsfélagar: 1. Hjón 1.596 3.228 102,3 454 579 27,5 2.050 3.807 85,7
2. Ókvæntir karlar . 397 654 64,7 118 133 12,7 515 787 52,8
3. Ógiftar konur . . . 752 1.093 45,3 136 135 -1-0,7 888 1.228 38,3
C. Undanþegnir iðgjöldum 1.059 1.544 45,8 830 1.241 49,5 1.889 2.785 47,4
Alls .... . 38.424 42.231 9,9 25.888 25.931 0,2 64.312 68.162 6,0
Taflan sýnir breytingar þær, sem orðið
hafa frá árslokum 1952 til ársloka 1956 á
skiptingu fólks á gjaldskyldualdri eftir verð-
lagssvæðum, kyni og hjúskaparstétt, og
einnig eftir því, hvort um er að ræða al-
menna iðgjaldsgreiðendur, sérsjóðafélaga
eða þá, sem undanþegnir eru iðgjalds-
greiðslu. Athygli skal þó vakin á, að með
ógiftu fólki eru hér taklir allir þeir, sem
greiða einstaklingsiðgjald, þ. e. a. s. þeir,