Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Blaðsíða 24
20 SVEITARSTJÓRNARMÁL við 6% af 750.000 skráðum öryrkjum í Stóra-Bretlandi eru atvinnulausir. Fyrirtækið býður vinnu l'ólki, sem misst hefur svo mikinn hluta orku sinnar, að því reynist erfitt að fá vinnu nema með sér- stökum skilyrðum. Það er starírækt með ríkisfé og hefur í þjónustu sinni 6.200 starfs- menn, sem eru öryrkjar á háu stigi. Af þessu fóiki stunda 140 heimavinnu, en hinir vinna í um 90 verksmiðjum, sem einkum framleiða muni úr tré, ýmsa smáhluti til notkunar í santbandi við rafmagn o. fl. 5 og 10 króna gjald víðar en áður. Með almannatryggingalögunum 1956 var það nýmæli tekið upp, að meðlimir sjúkra- samlaga á 1. verðlagssvæði skyldu greiða 5 krónur fyrir hvert viðtal á lækningastofu og 10 krónur fyrir hverja vitjun heimilis- læknis. Nýlega hefur Alþingi samþykkt þá breytingu á þessu ákvæði, að sama skuli gilda í kaupstöðum og kauptúnum á 2. verðlagssvæði, þar sem læknir starfar auk héraðslæknis, er sjúkrasamlagsstjórn ákveð- ur, að fengnu samþykki tryggingaráðs. Það var heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri deildar, sem flutti frumvarp um breyt- inguna að beiðni Læknafélags íslands. Beiðni stjórnar L. í. fylgdu skýringar, þar sem sagði svo m. a.: „Tilmæli þessi eru fram komin vegna ein- dreginna tilmæla praktiserandi lækna á Sel- fossi og í Njarðvíkum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum um al- mannatryggingar er gert ráð fyrir, að ein- ungis samlagsmenn á 1. verðlagssvæði greiði sérstakt gjald fyrir vitjanir og viðtöl á lækn- ingastofu. Þetta hefur valdið óánægju í þéttbýlum læknishéruðum, þar sem auk héraðslæknis eru starfandi (parktiserandi) læknar, svo sem á Selfossi og í Njarðvíkum. Þá er þetta hvimleitt, þar sem sami læknir starfar í senn á 1. og 2. verðlagssvæði og svæðin e. t. v. sitt hvorum megin við sömu götuna, svo sem t. d. hagar til um Reykjavík og Seltjarnar- nes eða Keflavík og Njarðvík. Þegar upp var tekið sérstakt gjald fyrir viðtöl og vitjanir með lögum um almanna- tryggingar frá 1956, var fastagjald til sjúkra- samlagslækna á 1. verðlagssvæði lækkað um 14%. Að sjálfsögðu mundu sjúkrasamlög á 2. verðlagssvæði verða aðnjótandi sams kon- ar lækkunar á fastagjöldum, ef þau tækju upp þá greiðslutilhögun, sent frumvarpið gerir ráð fyrir.“ íþróttamót fyrir bæklaða. Erlendis vinna margs konar frjáls samtök að málum örvrkja, veita þeirn aðstoð við að búa sig undir störf, útvega þeim vinnu, er hæfir þeim, o. s. frv. Það er einnig þátt- ur í starfsenti margra slíkra samtaka að gera þeim, sem bæklaðir eru, kleift að nota frístundir sínar á sama hátt og þeir, sem heilir eru. Þannig eru haldin íþróttamót fyrir blinda menn, og árlega eru haldin al- þjóðleg skíðamót fyrir þá, sem bæklaðir eru. í febrúarmánuði gengust þýzk samtök fyrir bæklaða íjDróttamenn ásamt alþjóða- samtökum uppgjafahermanna fyrir skíða- móti í Furtwangen og tóku þátt í því 130 skíðantenn. Af greinum jjeim, sem keppt var í á mótinu, skal sérstaklega getið þrisvar sinnum sex kílómetra boðgöngu, þar sem í hverri sveit áttu að vera tveir einfættir skíðamenn (fótur tekinn af öðrum fyrir ofan hné, en af hinum fyrir neðan hné) og einn einhentur. Finnska sveitin vann nú þessa keppni annað árið í röð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.