Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 7
sumum tilvikum staðið frammi fyrir því að ákvarðanir um framkvæmd mála og ráð- stöfun fjármuna eru teknar á öðrum vett- vangi og hlutverk þeirra í þeim tilvikum því fyrst og fremst að greiða sína kostnað- arhlutdeild." Frá 56% til 75% opinberra útgjalda - Hvers vegna þarf að stækka sveitarfélög- in enn frekar? „Sveitarfélögin á íslandi þarf að stækka og efla til að þau geti tekið við fleiri verkefnum. Ef við berum okkur saman við sveitarfélögin annars staðar á Norð- urlöndum þá ráðstafa þau frá 56% til 75% opinberra útgjalda en íslensk sveit- arfélög ráðstafa 35%. Þess ber þó að geta að í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er millistjórnstig á sveitarstjórnarstigi sem ráðstafar fjármunum, svo sem til sjúkrahúsa og framhaldsskóla. Sveitarfé- lögin þarf jafnframt að stækka til að auka raunverulegt lýðræði. Þó að sveit- arstjórnir í minni sveitarfélögum séu ná- tengdar íbúunum felur það í sér ófull- komið lýðræði ef þær sinna ekki nema mjög takmörkuðum verkefnum og ákvörðunarvald um framkvæmd þeirra mála er ibúana varðar liggur annars staðar. Ennfremur þurfa sveitarfélögin að stækka til að ráða betur við stjórnsýslu- hlutverk sitt og til að styrkja sveitar- stjórnarstigið í landinu." Heilsugæsla, öldrunarþjónusta og minni sjúkrahús - Hvaða verkefni er hér um að ræða? „Ég sé fyrir mér að sveitarfélögin annist nánast alla nærþjónustu við íbúana. Ég nefni heilsugæsluna, öldrunarþjónustuna og minni sjúkrahúsin, sem í raun eru víða fyrst og fremst hjúkrunarheimili, sem og málefni fatlaðra. í nokkrum tilvikum hafa sveitarfélögin þegar tekið við þessum verkefnum með þjónustusamn- ingum. Það hefur leitt til þess að hagræðing hefur aukist og samlegðaráhrif náðst fram vegna þess að sveitarfélögin ráku fyrir þjónustu sem hægt var að fella að þeim verkefn- um sem þau yfirtóku. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er góð og þjónustan hefur aukist og batnað. Það er til dæmis alls ekki sjálfgefið að skilvirkni sé mest og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar sé best fyrir komið með því að henni sé allri stjórnað frá einni skrifstofu í Reykjavík." Verkefni sýslumanna betur komin hjá sveitarfélögunum - Gætir þú nefnt fleíri verkefni? „Ríkið rekur ýmsa nærþjónustu við íbú- ana í gegnum sýslumannsembættin sem að mínu mati væri mjög eðlilegt að færa til sveitarfélaganna þegar þau stækka og eflast. Þar má til dæmis nefna umboð fyrir Tryggingastofnunina en auðvitað væri Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. hagræði að því fyrir íbúana að eiga sam- skipti við þá stofnun fyrir milligöngu skrif- stofu sveitarfélagsins, fá þar endurgreiðsl- ur af ýmsu tagi og upplýsingar um réttar- stöðu sína gagnvart þeirri stofnun. Þinglýs- ingarnar eru eitt verkefnið en undirstaða þeirra gjörninga fer að stórum hluta fram hjá sveitarfélögum, svo sem með landa- og lóðaskrám. Leyfisveitingar eru annað verkefni sýslumanna. Mér telst til að þeir veiti ein 25 leyfi af ýmsu tagi og mörgum þeirra þarf að fylgja umsögn sveitarstjórna „Ég tel að sveitarfélögin geti vel tekið við flestum þeim verkefnum sem sýslumenn sinna nú og að sú verkefnatilfærsla gæti styrkt sveitarstjórnarstigið." sem fjalla um málin hvort eð er. Hlutverk sýslumannsembættanna hefur breyst verulega eftir að sýslunefndir voru lagðar niður 1988 og eftir að dómsvald var fært til héraðsdómstólanna. Ég vísa til nýlegrar umræðu um sýslumannsembætt- in og hugmynda um verulega fækkun þeirra. Ég tel að sveitarfélögin geti vel tek- ið við flestum þeim verkefnum sem sýslu- menn sinna nú og að sú verkefnatilfærsla gæti styrkt sveitarstjórnarstigið þannig að hvert sveitarfélag gæti ráðið til sín lög- lærða starfsmenn til að sinna þeim verk- efnum og öðrum stjórnsýsluverkefnum sem sveitarfélögunum er þegar skylt að annast og verða sífellt vandasamari." Löggæsluumdæmin munu stækka - Þú nefnir ekki löggæsluna, gæti hún flust til sveitarfélaganna? „Ef til vill væri það gerlegt en ég tel þó fyrir mitt leyti að það verkefni eigi að vera á hendi ríkisins. Embætti ríkislög- reglustjóra hefur verið stóreflt að undan- förnu og samvinna löggæslunnar óháð löggæsluumdæmunum fer vaxandi. Það tel ég að leiði til þess að löggæsluum- dæmin stækki í framtíðinni og tilfærsla verkefna frá sýslumannsembættum til sveitarfélaga gæti flýtt þeirri þróun." Heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði - Víkjum þá að stefnu sambandsins í sameiningarmálum. „Stefna sambandsins er mjög skýr. Hún gengur út frá því að sameiningin sé frjáls, það er að meirihluti íbúanna taki um það ákvörðun í atkvæðagreiðslu hvort sveitarfélagið verði sameinað öðru sveitar- félagi eða ekki. Sambandið hefur lagst gegn því að sveitarfélög verði sameinuð með lagaboði. Á landsþingi sambandsins 1998 voru sveitarstjórnir hvattar til þess að hafa frumkvæði að sameiningu sveitar- félaga og jafnframt sagt að náist ekki við- unandi árangur á því kjörtímabili fjalli fulltrúar ríkis og sveitarfélaga um aðrar leiðir en farnar hafa verið í sameiningu til þessa. í fyrra var þessi stefna nánar rædd og útfærð á full- trúaráðsfundi í mars og lands- þinginu f september. í þeirri stefnumörkun, sem þá var samþykkt, segir að sveitarfé- lögin skuli stækkuð og efld þannig að þau myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði og að það markmið ná- ist fyrir lok þessa kjörtímabils. Jafnframt segir þar að frjáls sameining skuli reynd á fyrri hluta kjörtímabiIsins en að öðrum 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.