Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Qupperneq 10
Eldri hluti Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Þórður nefnir heilsugæsluna, öldrunarþjónustuna og minni sjúkrahúsin, sem í raun séu víða fyrst og fremst hjúkrunarheimili, sem dæmi um verkefni er sveitarfélög geti tekið að sér. sveitarfélaga á svæðinu geti hugsanlega komið í veg fyrir að þar verði til öflugt sveitarfélag, sem nái yfir heildstætt at- vinnu- og þjónustusvæði, þrátt fyrir meiri- hlutavilja íbúanna." - Hvers vegna hefur fulltrúaráð sam- bandsins ekki lagt til að lágmarksíbúatala í hverju sveitarfélagi verði hækkuð, til dæmis í 1.000 íbúa, eins og tillögur hafa komið fram um? „Við teljum að það sé afar mikilvægt að sveitarstjórnarmenn, í samvinnu við ríkisvaldið, hafi frumkvæði að því að móta sveitarfélagaskipanina í landinu með hlið- sjón af því að þau myndi heildstæð at- vinnu- og þjónustusvæði. Hækkun á lág- marksíbúatölu ein sér leiðir ekki til þess að það markmið náist." Samhljóða byggðaáætlun Alþingis - Hvað um framgang þessa máls? „Hann ræðst af viðbrögðum nýrrar rík- isstjórnar og sérstaklega þó viðbrögðum nýs félagsmálaráðherra en þó ekki síður af skoðunum sveitarstjórnarmanna og íbúa sveitarfélaganna. Ég vísa til þess að álykt- un fulltrúaráðsins er í öllum meginatriðum samhljóða stefnumörkun Alþingis í þessu máli sem glögglega kemur fram í sam- þykktri þingsályktun um stefnu í byggða- málum 2002 til 2006. Sveitarstjórnarmenn og íbúar sveitarfélaganna gera sér í vax- andi mæli grein fyrir því að stækkun og efling sveitarstjórnarstigsins býður upp á ýmis tækifæri til að styrkja byggðirnar, efla stjórnsýslu og bæta þjónustu í heima- byggð. Ég tel því að víðtækur og góður stuðningur sé við framgang þessa máls." Landfræðilegar og félagslegar aðstæður - Nú kynntir þú á fulltrúaráðsfundinum hugmynd um nýja skiptingu landsins í sveitarfélög, hvað vilt þú segja um hana? „Ég vil taka það skýrt fram að þessi hugmynd er frá mér einum komin og þar eiga engir aðrir hlut að máli. Fyrst og fremst horfði ég til landfræðilegra að- stæðna en tók í ýmsum tilvikum einnig til- lit til félagslegra þátta. Ég komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt gæti verið að skipta landinu niður í um 35 sveitarfélög. Vegna landfræðilegra aðstæðna og strjál- býlis væru þó enn þrjú sveitarfélög með rétt innan við 1.000 íbúa. Með þessari hugmynd að sveitarfélagaskipan mynduðu sveitarfélögin heildstæðar einingar eins og ályktað hefur verið um á vettvangi sam- bandsins, þau gætu tekið við fleiri verk- efnum, eflt þjónustu sína og sinnt stjórn- sýsluhlutverki sínu mun betur en þau gera nú," segir Þórður Skúlason. Sameining samþykkt í Búðahreppi og Stöðvarhreppi Nýtt sveitarfélag með yfir 800 íbúa verður til á Austurlandi á komandi vikum með sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps. Miðað við mannfjöldatölur þann 1. des- ember síðastliðinn verða íbúarnir tæp- lega 845 en bráðabirgðatölur Hagstof- unnar frá 1. desember segja íbúa Búða- hrepps hafa verið 569 og íbúa Stöðvar- hrepps 276. Sveitarfélögin liggja ekki saman því Fáskrúðsfjarðarhreppur, með 57 íbúa samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar 1. desember síðastliðinn, umlykur þorpið í Fáskrúðsfirði, það er Búðahrepp. Sameining Búðahrepps og Stöðvar- hrepps var samþykkt í almennri kosningu íbúanna sem fram fór samhliða kosning- um til Alþingis laugardaginn 10. maí. Alls tóku 492 þátt í kosningunni í sveitar- félögunum báðum og þar af tóku 472 af- stöðu með eða á móti. Samþykkir sam- einingu voru 306 eða ríflega 64,8 af hundraði þeirra sem tóku afstöðu, en andvígir voru 166 eða 35,2 af hundraði þeirra sem afstöðu tóku. Alls voru 20 seðlar auðir eða ógildir í kosningunum. Meiri stuðningur í Stöðvarfirði Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í Stöðvarhreppi sam- þykkti sameininguna. Samþykkir voru 127, andvígir voru 19 og samtals fimm seðlar voru auðir eða ógildir. Af þeim kjósendum í Stöðvarhreppi sem tóku af- stöðu voru því 87% samþykkir samein- ingunni. Sameiningin var einnig sam- þykkt í Búðahreppi en ekki með jafn af- gerandi hætti. Þar sögðu 179 já, 147 sögðu nei og fimmtán seðlar voru auðir og ógildir. Af þeim sem tóku afstöðu með og á móti í Búðahreppi voru því 55 af hundraði samþykkir sameiningu. 10 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.