Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Page 12
Tekjustofnar sveitarfélaga
Endurskoðun Ijúki
um mitt næsta ár
Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að vinna við endurskoðun tekjustofna sveitar-
félaga hefjist um mitt þetta ár og Ijúki eigi síðar en um mitt næsta ár þannig að unnt verði að
ráðast í nauðsynlegar lagabreytingar sem fyrst.
Mikil búseturöskun síðustu ára hefur haft
veruleg fjárhagsleg áhrif fyrir sveitarfélög-
in. Þessara áhrifa gætir bæði hjá sveitarfé-
lögum þar sem fbúum hefur fækkað veru-
lega og einnig þeim er orðið hafa að ráð-
ast í umfangsmiklar stofnframkvæmdir til
að mæta mikilli og ófyrirséðri íbúafjölgun.
Ýmsar laga- og reglugerðabreytingar á
undanförnum árum hafa leitt til aukinna
útgjalda sveitarfélaga án þess að nægjan-
legir tekjustofnar hafi fylgt. Breytingar á
skattkerfi þjóðarinnar hafa skert útsvars-
tekjur sveitarfélaga og mörg sveitarfélög
hafa séð sig knúin til þess að mæta kröf-
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi og Þórólfur Árnason, borgar■
stjóri í Reykjavík, hlýða á umræður á fundi fulltrúaráðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
bandið upp viðræður við ríkisstjórnina um
að vinna verði hafin við heildarendur-
skoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna
og á verkaskiptingu þeirra og ríkisins.
Einnig segir í ályktuninni að mikilvægt sé
að gera heildarúttekt á fjárhagslegu um-
hverfi sveitarfélaganna og tryggja þeim
nauðsynlega tekjustofna og fjárhagslegt
svigrúm til þess að sinna skyldum sínum.
Þröng fjárhagsleg staða
í greinargerðinni segir að sveitarfélögin
hafi flest búið við þrönga fjárhagslega
stöðu um árabil. Rekstur
þeirra hafi almennt verið
erfiður. Skuldir sveitar-
sjóða hafi vaxið ár frá ári
og svigrúm til fram-
kvæmda minnkað að
sama skapi. Stöðugt
meiri kröfur séu á hinn
bóginn gerðar til sveitar-
félaganna um fjölþætta
og skilvirka þjónustu. Þá
kemur fram að þessi þró-
un eigi meðal annars
rætur að rekja til auk-
inna verkefna sem sveit-
arfélögunum hafa verið
lögð á herðar með ýms-
um lögum og reglugerð-
um íbúa um aukna þjónustu
þrátt fyrir að fjárhagslega getu
hafi skort.
Heildarúttekt á fjár-
hagslegu umhverfi
Þessar ástæður fyrir versnandi
afkomu sveitarfélaganna eru raktar í grein-
argerð með ályktun fulltrúaráðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga um heildarendur-
skoðun tekjustofna sveitarfélaganna á
fundi þess í apríl síðastliðnum. í ályktun-
inni leggur fulltrúaráðið til að sem fyrst
eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar taki sam-
Nefndin hefur lagt til að öll lög og reglugerðir sem
snerta sveitarfélögin verulega verði að fara í
gegnum kostnaðarmat er fari fram samhliða
vinnslu frumvarpa og reglugerða.
um og einnig sameiningu þeirra, sem haft
hefur í för með sér aukna þjónustu við
íbúana.
Kostnaðarmat nauðsynlegt
í skýrslu sem Evrópuráðið gaf út árið 1997
og fjallar um fjáröflun sveitarfélaga í
Cunnlaugur júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýs-
ingasviðs, flutti erindi um tekjustofnamálið á full-
trúaráðsfundinum.
Evrópu segir meðal annars að sveitarfélög-
in skuli eiga rétt á fullnægjandi tekjum til
frjálsrar ráðstöfunar í samræmi við hlut-
verk sitt og skuli afla að minnsta kosti
hluta þeirra með staðbundnum sköttum
samkvæmt lögum. Þar segir einnig að
tekjustofnar sveitarfélaga skuli vera fjöl-
breytilegir og sveigjanlegir og
fylgja raunverulegri þróun
kostnaðar af þeim verkefnum
sem þeim er gert að sinna. Hér
á landi var á árinu 2001 sett á
stofn nefnd um kostnaðarmat á
--------- lögum og reglugerðum er
varða sveitarfélögin. Nefndin
hefur Iagt til að öll lög og reglugerðir sem
snerta sveitarfélögin verulega verði að fara
í gegnum kostnaðarmat er fari fram sam-
hliða vinnslu frumvarpa og reglugerða.
Vandað kostnaðarmat sé eitt skrefið til
þess að efla samskipti ríkis og sveitarfé-
laga.
12