Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 16
Skútustaðahreppur Náttúran gefur og tekur Um 450 manns búa í Skútustaðahreppi. Þar af búa um 200 manns í þéttbýlinu við Reykjahlíð, sem byggðist að mestu eftir að starfsemi Kísiliðjunnar hófst nokkru fyrir 1970. Auk kísilvinnslu og orkuöflunar byggist atvinnulíf að verulegu leyti á landbúnaði, ferðaþjónustu og veiði- mennsku í Mývatni sem stunduð hefur verið í aldanna rás. Þótt öflug og óvenjuleg um- gjörð náttúrunnar skapi Mý- vetningum lífsskilyrði þá leggur hún þeim einnig kvaðir á herð- ar. Sveitarfélagið þarf að sinna ýmsum verkefnum í þágu nátt- úruverndar og atvinnulífinu eru einnig settar skorður af sömu ástæðum - meðal annars með sérstökum lögum er verið hafa í gildi í um þrjátíu ár. Þannig gefur náttúran og tekur í þessu sérstæða byggðarlagi. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, ræddi þau mál í spjalli sem tíðindamaður átti við hann einn veðurblíðan laugardagsmorgun á dögunum. að veita íbúunum góða þjón- ustu. Þá verður að spyrja hvar við eigum að bera niður. Hvar við getum dregið útgjöldin saman til þess að geta boðið íbúunum þá þjónustu sem samkeppni við önnur sveitarfé- lög krefst. í því sambandi hljót- um við fyrst að skoða þá þætti sem við teljum ekki vera hlut- verk sveitarfélaga, til dæmis hvað vargdýr varðar, land- græðslu, rekstur upplýsinga- miðstöðvar fyrir ferðamenn og ýmislegt sem ekki snýr beint að þjónustu við íbúana." Engir kostir í landflæminu „Sannleikurinn er sá að náttúran verður ekki varðveitt án inngrips okkar mann- anna, en varúð ber að viðhafa," segir Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri. Níu þúsund krónur vegna meindýraeyðingar Sigbjörn kvaðst í byrjun ætla að nefna eitt mál sem segi meira en margt annað um þær skyld- ur sem sérstaða sveitarfélagsins leggur því á herðar. „Við verj- um um fjórum milljónum króna til þess að drepa minka, refi og vargfugla á hverju ári, sem er um níu þúsund krónur á hvern íbúa og er örugglega ein- stakt hér á landi. Ef við umreiknum þenn- an kostnaðarlið yfir til stærðar og íbúa- fjölda Akureyrar þá væri Akureyrarkaup- staður að verja hátt í 150 milljónum króna á hverju ári til þess að drepa vargdýr. Við höfum sótt um fjárstyrki vegna þessa bæði til umhverfisráðu- neytisins og til fjárlaganefndar Alþingis en höfum ekki fengið undirtektir. Ég spyr hvort hægt sé að ætlast til að 450 Mývetn- ingar eigi einir að bera ábyrgð á fuglalífinu við Mývatn, þessari fugla- paradís á heimsvísu." Verðum að endurskoða útgjöld „Við verðum að veita íbúunum þjónustu sem jafnast á við það besta sem önnur sveitarfélög gera til að fólk vilji búa hér og að því líði vel. Þjónustan er hins vegar hlutfallslega dýrari eftir því sem færri ein- staklingar standa að baki henni. Þótt sveit- arfélagið standi allvel fjárhagslega kemur að því að við verðum að endurskoða ein- hver útgjöld ef við ætlum að halda áfram Sigbjörn segir að komnar séu fram auknar kröfur frá þéttbýl- isbúum til ýmissa svæða úti á landi vegna landástar. Þéttbýl- isbúar geri kröfur um fram- kvæmdir og þjónustu en séu misjafnlega reiðubúnir að greiða fyrir þjónustuna. Fá- mennu sveitarfélögin á lands- byggðinni geta ekki ein staðið undir því sem með eðlilegum rökum megi benda á sem nauðsynlegar framkvæmdir og þjónustu við allan almenning í landinu. „Við erum að leggja fram um eina milljón króna á ári til landgræðslu - þessir 450 íbúar. Ég veit ekki hvaða upphæðum Akureyringar eða Reykvíkingar verja til lands- græðslu ásamt Landgræðslu ríkisins. Skútustaðahreppur er eitt stærsta sveitarfélag á land- inu ef miðað er við fjölda fer- kílómetra. Og þá má spyrja hvort og af hverju þessar 450 manneskjur eiga sérstaklega að bera ábyrgð á þessum sex þúsund ferkílómetr- um vegna þess eins að náttúrufarið er talið einstakt. Því fylgja í raun engir kostir „Ég spyr hvort hægt sé að ætlast til að 450 Mý- vetningar eigi einir að bera ábyrgð á fuglalífinu við Mývatn, þessari fuglaparadís á heimsvísu." 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.