Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 17
Frá Námaskarði. „Ég hef oft verið spurður að þvf afhverju ekki séu fleiri snyrtingar fyrir almenning í Mývatnssveit. Af hverju séu engin klósett við Dimmuborgir
eða klósett við hverina í Námaskarði. Það er Iftið mál að byggja þau en það er talsvert mál fyrir fámennt byggðarlag að reka klósett fyrir fleiri þúsundir ferða-
manna," segir sveitarstjórinn.
að svo gríðarlegt landsvæði heyri undir
Skútustaðahrepp."
Dimmuborgir í sand
„Dimmuborgir hafa um langt skeið verið í
verulegri hættu vegna uppblásturs suður á
öræfum. Landgræðslan hefur komið ágæt-
lega að málum til verndar þessari nátt-
úruperlu ásamt með fleirum og þá ekki
síst sparisjóðunum í landinu. Nú er stuðn-
ingi sparisjóðanna illu heilli hætt. Ef við
stöndum ekki á móti gróðureyðingunni og
ástundum landgræðslu þá flæðir sandur-
inn hægt og bítandi yfir þessa nátt-
úruperlu. Á stundum taiar fólk fjálglega
um að ekki megi hrófla við náttúrunni,
náttúran eigi að hafa eðlilegan framgang
og skuli látin óáreitt. Ég er hræddur um að
eitthvað heyrðist í þeim sömu hyrfu
Dimmuuborgir undir sand og fjöl-
breyttasta andavarpi Evrópu yrði rústað af
að því minkar, refir og vargfuglar væru
látnir óáreittir. Sannleikurinn er sá að nátt-
úran verður ekki varðveitt án inngrips
okkar mannanna, en varúð ber að við-
hafa."
Klósett hér og
klósett þar
„Ég hef oft verið spurður að
þvf af hverju ekki séu fleiri
snyrtingar fyrir almenning í
Mývatnssveit. Af hverju séu
engin klósett við Dimmuborgir eða klósett
við hverina í Námaskarði. Það er lítið mál
að byggja þau en það er talsvert mál fyrir
fámennt byggðarlag að reka klósett fyrir
fleiri þúsundir ferðamanna. Það þarf að
ráða starfsfólk til þess að tæma klósettin,
hreinsa þau og þrífa og sjá til þess að
nauðsynlegustu hreinlætisáhöld séu til
staðar. Slíkt er okkur hreinlega ofviða. Ég
segi fyrst og fremst frá þessu sem litlu
dæmi um hvað fólki finnst sjálfsagt að gert
sé en gerir sér ekki grein fyrir þeim kostn-
aði sem liggur að baki því að veita þjón-
ustu sem má auðvitað segja að sé bæði
sjálfsögð og nauðsynleg. Gjaldtaka fyrir
slíka þjónustu er að mínu viti ógerleg þar
sem hætt er við að kostnaður við inn-
heimtuna yrði meiri en tekjurnar.
Afleit lög
í kjölfar deilu um virkjun í Laxá á sjöunda
áratug síðustu aldar samþykkti Alþingi sér-
stök lög um verndun Laxár og Mývatns.
Þessi lög kveða meðal annars á um vald
Náttúruverndarráðs (nú Umhverfisstofnun-
ar) varðandi framkvæmdir og skipulag á
Mývatnssvæðinu og hafa verið mörgum
Mývetningum þyrnir í augum. „Þegar ég
hóf störf sem sveitarstjóri hér í ársbyrjun
1997 fór ég fljótt að ræða við Leif Hall-
grfmsson ÍVogum, þáverandi oddvita
sveitarstjórnar, um nauðsyn þess að breyta
lögunum um verndum Laxár og Mývatns,
vegna þeirra stjórnsýslulegu erfiðleika sem
lögin hafa í för með sér. Nánast alls staðar
komum við að lokuðum dyrum. Fáir
treystu sér til að leggja málinu lið. Smám
saman opnuðust þó augu margra og fleiri
og fleiri tóku undir skoðanir okkar. Barátta
okkar endaði með því að fyrir hálfu öðru
ári var skipuð nefnd til þess að endur-
skoða lögin. Þessi nefnd náði sameigin-
legri niðurstöðu, sem er mjög merkilegt út
af fyrir sig vegna þess að í henni áttu sæti
menn með mismunandi sjónarmið svo
ekki sé meira sagt. Menn eins og ég ann-
ars vegar og Gísli Már Gíslason, prófessor
og formaður Náttúrurannsóknarstöðvar-
innar við Mývatn (RAMÝ), hins vegar. Á
ýmsu gekk í nefndinni og tekist var á um
eitt og annað.
Ég viðurkenni fúslega að frumvarpið
hefði litið öðruvísi út ef ég hefði skrifað
það upp á mitt eindæmi og það hefði líka
verið með enn öðrum hætti hefði Gísli
Már Gíslason skrifað það einn með sjálf-
um sér. Ef þetta frumvarp nær fram að
ganga eins og það lítur út eftir að nefndin
komst að sameiginlegri niðurstöðu þá fel-
ur það í sér gríðarlega hagsbót fyrir Mý-
vetninga. En því miður dró umhverfisráð-
herra að leggja frumvarpið fram þar til á
síðustu dögum þingsins
þannig að ekki vannst tími til
þess að afgreiða það. Ég vona
hins vegar innilega að ný-
kjörnu þingi auðnist að Ijúka
þess réttlætismáli."
í varhugaverðan farveg
Sigbjörn kveðst hafa séð margt
í öðru Ijósi eftir að hann flutti í fámennt
byggðarlag og fór að starfa að sveitar-
stjórnarmálunum og er hann þó enginn
nýgræðingur á sviði þjóðmála; fyrrverandi
alþingismaður og formaður fjárlaganefnd-
„Við erum að leggja fram um eina milljón króna
á ári til landgræðslu - þessir 450 íbúar. Ég veit ekki
hvaða upphæðum Akureyringar eða Reykvíkingar
verja til landsgræðslu ásamt Landgræðslu ríkisins."