Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 18
ar þingsins. Hann segist einnig hafa um- talsverðar áhyggjur af vaxandi átökum á milli dreifbýlis og þéttbýlis. „Mér finnst umræðan komin í varhugaverðan farveg þegar fólk í dreifbýlinu er farið að tala um íbúa þéttbýlissvæðanna sem óvini sína. Að þéttbýlisbúar séu farnir að stilla byggðamálunum upp með þeim hætti að alltof miklir peningar fari út á land. Marg- ar framkvæmdir úti á landi eru harðiega gagnrýndar, sumar með réttu og aðrar röngu eins og gengur. Ég nefni sem dæmi nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Við get- um aldrei litið svo á að eingöngu sé verið að byggja samgöngumannvirki fyrir þá sem búa á viðkomandi stöðum. Það er allra hagur að samgöngurnar séu í góðu lagi. Sem dæmi má nefna veginn yfir Mý- vatnsheiði. Er verið að endurbyggja hann fyrir Mývetninga? Aldeilis ekki. Sú fram- kvæmd kemur öllum landsmönnum til góða með sama hætti og tvöföldun Reykjanesbrautar, sumum hins vegar oftar en öðrum eins og gengur. Mér þætti dap- urlegt ef ég heyrði foreldra sem eiga eitt barn krefjast þess að gjalda minna til sam- neyslunnar heldur en foreldra þriggja barna með þeim rökum að stærstur hluti útgjaldanna fari til skólamála og þar sé hlutur þeirra rýrari. Ég held að fólk hugsi málin ekki alltaf til enda þegar byggða- málin eru annars vegar." Verðmæti fólgin í fjölbreytninni Sigbjörn segir verðmæti fólgin í fjölbreytni atvinnulífsins í Mývatnssveit. „Hér er rek- inn landbúnaður, öflug orkuframleiðsla, stórt iðnaðarfyrirtæki og gríðarleg ferða- þjónusta - einkum að sumarlagi. Vegna þessa er að finna óvenju mikla breidd í menntun fólks. Þá eru mikil menningar- verðmæti fólgin í hinum hefðbundna landbúnaði, sem er stundaður hér og einnig í silungsveiðinni í Mývatni. Að mínu mati yrði mikill sjónarsviptir af ef landbúnaðurinn hyrfi úr Mývatnssveit. Þessir atvinnuhættir auðga samfélagið. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ef Kísil- iðjan hefði verið slegin af og starfsemi hennar hætt eins og hætta var á fyrir nokkrum árum þá væri hér í mesta lagi samfélag um 150 manna í dag. Landbún- aður í Mývatnssveit byggist ekki á sérstök- um landgæðum heldur því að bændur geta aflað tekna meðfram búskapnum í öðrum atvinnugreinum. Mannlífið byggist á fjölbreytninni í atvinnuháttum og með því móti einu geta íbúarnir notið þeirra lífsskilyrða og þjónustu sem þeim ber og einnig að annast um hið víðfeðma og fjöl- skrúðuga byggðarlag, sem náttúran hefur látið þeim eftir." Sérhönnuð upplýsinga- og vinnslukerfi fyrir sveitarfélög Maritech ehf. hefur á undanförnum árum unn- ið að þróun margvíslegra hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélög hér á landi. Fyrirtækið leggur áherslu á sérþarfir þeirra enda er þjónusta- og þróun hugbúnaðar fyrir sveitafélög eitt af kjör- sviðum fyrirtækisins. Hugbúnaðurinn er byggður á Microsoft Business Solution - Navision bókhalds- og við- skiptakerfinu og fellur því beint að Windows vinnuumhverfinu sem flestir, sem einhvern tím- ann hafa komið nálægt tölvum, þekkja. Brynjar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri Maritech, segir mikla áherslu lagða á að sinna sérstökum þörfum sveitarfélaganna. Þarfir þeirra séu í mörgum tilvikum aðrar og ólíkar þörfum hefð- bundinna fyrirtækja. Starfssvið sveitarfélaganna snerti mjög marga og ólíka þætti sem ekki teljist til hefðbund- inna verkefna almennra fyrirtækja. Fjármálastjórar og dagmömmur Á meðal þeirra kerfa sem Maritech hefur unnið fyrir sveitarfélög eru íbúaskrár, kerfi fyrir áhaldahús, fasteignastjóra, félagsmála- stjóra, dagmömmur, hafnir, íþróttahús, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla að ógleymdum fjármála- og bókhaldskerfum. Brynjar bendir á að bókhald sveitarfélaga og uppgjör sé unnið með nokkuð öðrum hætti en almennra fyrirtækja og byggist á ákveðnum reglum þar að lútandi. Á meðal annarra lausna sem Maritech hefur unnið að og nýtast sveitarfélögum má nefna sérstök eigna- kerfi, innheimtukerfi, skuldabréfakerfi, kerfi er varða samskipti við banka og sjálfvirkar banka- afstemmingar, greiðsluáætlanakerfi og skönnun reikninga að ógleymdum launakerfum, svo eitthvað sé nefnt. Styrkur í alþjóðlegu umhverfi Brynjar segir að styrkur þessara kerfa felist einkum í því að fyrirtækið byggir lausnir sína á alþjóðlegum viðskiptahugbúnaði frá Microsoft sem tryggi samhæfni og þróun kerfanna til framtíðar. Auk MBS-Navision kerfanna á Maritech og veitir þjónustu við AS400 kerfi sem eru í notkun hjá sumum sveitarfélögum hér á landi en Brynjar kveðst hafa orðið var við aukinn áhuga á að skipta þeim hugbúnaði út fyrir lausnir byggðar á MBS-Navision. Nýlega voru undirritaðir samningar við Reykjanesbæ um kaup og innleiðingu á nýju upplýsinga- kerfi en bærinn var áður með AS400 kerfi. Fyrirtækið, sem upp- haflega var hluti Tölvumynda, var gert að sjálfstæðu fyrirtæki á árinu 2000. Nafnið Maritech á sér langa sögu og er fyrirtækið nú hluti af Maritech Group, sem rekur, auk starfseminnar hér á landi, níu skrifstofur í Noregi og einnig skrifstofu í Kanada. Hér á landi starfa um 55 manns á vegum Maritech í Kópavogi og á Akureyri en alls starfa um 170 manns hjá Maritech Group og vinnur fyrirtækið fyrir um 800 viðskiptavini í um 20 löndum. Brynjar Stefánsson, sölu- og markaðstjóri Maritech. 18

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.