Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 20
Upplýsti klettaveggurinn á Keflavíkurbergi, um- hverfislistaverk Steinþórs lónssonar, sem fyrst var upplýst 2. september 2000, á fyrstu Ljósanótt. Klettaveggurinn er um 500 metra langur og tíu metra hár. Get ilia horft á ónotuð tækifæri" Steinþór Jónsson, athafnamaður og ferðamálafrömuður í Keflavík, tók sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að loknum síðustu bæjarstjórnarkosningum en áður hafði hann verið vara- bæjarfulltrúi í eitt kjörtímabil. Steinþór hefur rekið Ofnasmiðju Suður- nesja ásamt föður sínum, Jóni William Magnússyni, um langt skeið. Árið 1986 réðst hann ásamt fjölskyIdu sinni í bygg- ingu Hótels Keflavíkur sem hann hefur rekið síðan. Steinþór kveðst hafa hafið störf hjá Ofnasmiðjunni um 12 ára aldur en hann var aðeins 19 ára þegar faðir hans fól honum daglegan rekstur fyrirtæk- isins. í byrjun árs 1986 raáddu þeir mögu- leika á rekstri gistiaðstöðu í heimabæ þeirra, en þá var engin slík þjónusta fyrir hendi á Suðurnesjum. „Hvorugur okkar hafði nokkru sinni komið nálægt hótel- rekstri og tæpast gist á hótel- um. Mér leist þó strax vel á hugmyndina og eftir stuttan fjölskyldufund í janúar 1986 ákváðum við að ráðast í bygg- ingu hótelsins sem opnaði síð- an með 27 herbergjum 17. maí sama ár," segir Steinþór. í dag er Hótel Keflavík stærsta hótelið í Reykja- nesbæ, glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með um 70 herbergjum og gengur rekst- urinn að sögn Steinþórs mjög vel. Ekki heim í nokkra mánuði Þótt engin gistiþjónusta hafi verið fyrir hendi á Suðurnesjum þegar Hótel Keflavík hóf starfsemi fengu þeir feðgar fljótt sam- keppni og var þeim ráðið frá meiri upp- byggingu. „Við litum aftur á móti á sam- keppnina sem ástæðu til að gera enn bet- ur og héldum því ótrauðir áfram," segir Steinþór. „Ég var allt í öllu fyrstu árin eins og algengt er hjá fjölskyldufyrirtækjum. Sá um daglegan rekstur, bókhald, stóð nætur- vaktir og þreif herbergin. Ég fór ekki heim f bókstaflegri merkingu í nokkra mánuði en leit á það sem sjálfsagðan hlut á með- an við vorum að koma fyrirtækinu í réttan farveg." „Ég er þannig gerður að þegar ég sé tækifæri sem hægt er að nýta þá get ég ekki setið hjá án þess að aðhafast." Fjöldi ferðamanna margfaldaðist Steinþór stóð fyrir flugi flugfélagsins Canada 3000 hingað til lands á árunum 1996-2000. „Ég sá ónýtt tækifæri í ferða- málum og fljótlega hafði fjöldi ferða- manna frá Kanada margfaldast." Flugfé- lagið skilaði verulegum tekjum til samfé- lagsins og við nutum einnig góðs af. Árið 2000 ákváðu forráðamenn Canada 3000 að hætta flugi hingað til lands, meðal annars vegna hárra afgreiðslugjalda sem þá voru á Keflavíkurflugvelli. Steinþór hóf þegar leit að nýjum samstarfsaðila til opna þetta markaðssvæði á nýjan leik. Eftir tveggja ára vinnu hófst síðan samstarf við HMY Airways í lok síðasta árs og lofaði byrjunin mjög góðu hér á landi. Má þar helst nefna lág afgreiðslugjöld og sam- starfsviIja stjórnvalda. Bókanirfóru strax fram úr björtustu vonum en félagið dró hins vegar óvænt allt flug til Evrópu til baka - í bili að minnsta kosti. Steinþór kveðst ánægður með hve vel flugfélagið leysti vandamál allra farþega eftir þessa erfiðu ákvörðun. í dag er hann enn í sambandi við HMY og stefnir __________ ótrauður að frekari flugsam- göngum milli Kanada og ís- lands í náinni framtíð. Get illa horft á ónotuð tækifæri Steinþór situr í bæjarráði og er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanes- bæjar. Hann kveðst vonast til að bak- grunnur hans í atvinnulífinu nýtist til góðra verka fyrir bæjarfélagið. „Ég er 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.