Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 21
þannig gerður að þegar
ég sé tækifæri sem hægt
er að nýta þá get ég ekki
setið hjá án þess að að-
hafast. Öllum hugmynd-
um sem ég fæ velti ég fyr-
ir mér og tek síðan
ákvörðun um hvort heppi-
legar séu til fram-
kvæmda." Eitt af helstu
verkefni bæjarfélagsins á
næstu árum á sviði um-
hverfis- og skipulagsmála
er skipulag nýrra svæða,
meðal annars svokallaðs
„Nikkelsvæðis" og nýrrar
íbúðabyggðar í Innri-
Njarðvík Nú þegar eru
framkvæmdir við Fitjar,
framtíðar útivistarperlu
Reykjanesbæjar, komnar
vel á veg. Þá eru miklar
væntingar til atvinnuupp-
byggingar á nýju athafna-
svæði í Helguvík og hafa
tilboð vegna framkvæmda
þegar verið staðfest í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar.
Um 30 þúsund
manns á Ljósanótt
Ein af hugmyndum Stein-
þórs var að lýsa upp klettavegginn á Kefla-
víkurbergi, sem er um 500 metra langur
og 10 metar hár, og varð útkoman glæsi-
legt útilistaverk. í tengslum við berglýsing-
una var efnt til menningarhá-
tíðar í Reykjanesbæ undir
heitinu Ljósanótt, sem Stein-
þór hefur veitt forstöðu frá
upphafi. Hugmyndin - að
efna til sérstakrar hátíðar í til-
efni af lýsingu Bergsins -
vaknaði einungis fáum vikum
fyrir fyrstu Ljósanóttina sem haldin var 2.
september árið 2000 en þá mættu um
10.000 manns. í framhaldi af vel heppn-
aðri hátíð var ákveðið að gera Ljósanótt
að árlegum viðburði í Reykjanesbæ og
mættu til að mynda 30 þúsund manns á
hátíðina í september í fyrra.
styrkja verslun og þjónustu í
heimabænum og um leið að
kynna bæinn fyrir gestum á
jákvæðan hátt. „Nokkur
hundruð manns nýttu sér til-
boðið en auk hótelsins tóku
verslunarmenn þátt í fram-
takinu í ár og það hefur án
efa styrkt samstöðu verslana
í bænum," segir Steinþór.
Oft getur verið erfitt að
koma nýjum hugmyndum
áleiðis og kýs Steinþór að
nota líkingu við ræktun þeg-
ar hann ræðir hugmyndir
sínar og framkvæmdir.
Hann segist líta á þær sem
fræ sem hann vilji fyrst sjá
blómstra, til að sýna fram á
að þær séu framkvæmanleg-
ar, áður en hann reynir að
fá aðra í lið með sér. Jóla-
verslunin er gott dæmi þess.
Fyrsta árið stóð Hótel Kefla-
vík eitt að framtakinu en um
síðustu jól komu bæjarfé-
lagið, verslunareigendur og
þjónustufyrirtæki af krafti
inn í átakið.
Fékk skófluna til baka
Steinþór hefur lengi barist
fyrir bættum samgöngum á Reykjanesi og
veitir í dag forstöðu hópi áhugafólks um
tvöföldun Reykjanesbrautar. Þessi hópur
var meðal annars stofnaður vegna alvar-
legra umferðarslysa sem orðið
hafa á Reykjanesbrautinni. „Ég
lagði strax mikla áherslu á að
ögra engum með þessu verkefni
heldur vinna þetta f velvild og
samvinnu við alla aðila.
Reykjanesbrautin er mikið sam-
göngu- og öryggismál fyrir alla
íbúa landsins, enda þjóðvegur að flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Önnur verkefni í þessa
veru liggja fyrir; að tvöfalda Vesturlands-
veginn og Hellisheiðina eru verkefni fram-
tíðarinnar f samgöngumálum, þótt Reykja-
nesbrautin sé vissulega forgangsverkefni í
mínum huga," segir Steinþór.
Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi og hótelstjóri í Reykjanesbæ.
Styrkti verslun og þjónustu í
Reykjanesbæ
Um síðustu jól bauð Steinþór þeim sem
komu í Reykjanesbæ í verslunarferð fyrir
„Ég lagði strax mikla áherslu á að ögra engum
með þessu verkefni heldur vinna þetta í velvild og
samvinnu við alla aðila."
jólin fría gistingu með morgunverði á Hót-
el Keflavík. Það eina sem gestir þurftu að
gera var að sýna greiðslukvittanir fyrir vör-
um og þjónustu f Reykjanesbæ að and-
virði hótelgistingar. Steinþór kvaðst ekki
vita til þess að þetta hafi verið gert annars
staðar en hugmynd hans gengur út á að
----- 21