Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 22
Hann afhenti Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra skóflu fyrir hönd áhuga- hópsins þann 11. janúar árið 2001 til þess að taka fyrstu skóflustunguna að tvöföldun Reykjanesbrautar. Þann 11. janúar síðast- liðinn, nákvæmlega tveimur árum síðar, afhenti Sturla áhugahópnum skófluna aft- ur til varðveislu eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna að breikkun brautarinnar. Steinþór segir að hluta þeirra umferðar- slysa sem verða hér á landi megi rekja til ófullnægjandi ástands vega og því sé mik- ilvægt að nýta þann kraft sem myndast hafi vegna baráttunnar fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til annarra að- kallandi verkefna í öryggis- og samgöngu- málum á landinu öllu, til dæmis í sam- starfi við tryggingafélögin. Skýr framtíðarstefna Steinþór kveðst hafa mikla trú á Reykja- nesbæ og hefur skýra framtíðarstefnu hvað bæjarfélagið varðar. Hann kveðst telja ástæður þess að kallað var eftir honum til starfa að bæjarstjórnarmálum sprottnar af einlægum áhuga hans og störfum fyrir vel- ferð og framtíð bæjarfélagsins. Hann segir bæjarmálin leggjast vel í sig og að hann hafi gaman af þátttöku í umræðum sem snerta eitt af áhugamálum hans, það er framtíð Reykjanesbæjar. „Ég tel að þótt maður sé kominn í bæjarstjórn sé maður áfram að vinna að sömu málefnunum og áður þó ramminn sé skýrari," segir Stein- þór. Þar vísar hann meðal annars til útgef- innar framtíðarstefnu og meginverkefna Reykjanesbæjar til ársins 2006, sem ný- lega var samþykkt í bæjarstjórn. Sjálfstæð- ismenn eru einir í meirihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og er Steinþór ánægður með fyrstu skref sinna manna. Hann segist ánægður með félaga sína, enda sé hópur- inn sérlega samstilltur og tilbúinn að takast á við aðkallandi verkefni fyrir bæj- arfélagið. Eigum inni hjá ríkinu Eins og aðrir sveitarstjórnarmenn horfir Steinþór á skiptingu fjármuna á milli ríkis- valdsins og sveitarfélaga og segir það sína tilfinningu að sveitarfélögin eigi inni hjá ríkinu. Þau hafi verið að taka við auknum verkefnum á undanförnum árum án þess að nauðsynlegir fjármunir hafi fylgt að fullu. „Auðvitað munum við berjast fyrir þessu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og önnur sveitarfélög. Hitt er annað að sveitarstjórnarmenn á hverjum stað verða að sýna ábyrgð f rekstri síns sveitarfélags og tryggja þannig velsæld til framtíðar." Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um ráðstöfun skólahúsnæðis Ótvírætt er samkvæmt grunnskólalögum að sveitarstjórn hefur úrskurðar- og ákvörðunarvald um nýtingu skólahús- næðis. Öðru hverju hefur komið upp ágreiningur um valdsvið til ákvarðana um notkun íþróttahúsnæðis eða annars húsnæðis grunnskóla sveitarfélaganna. í því sambandi má minna á úrskurð menntamálaráðuneytisins frá því í júní í fyrra. Úrskurðurinn var svar við fyrir- spurn um það hvaða reglur gildi ef ágreiningur kemur upp milli skólastjóra og sveitarstjórnar um notkun á íþrótta- mannvirkjum eða öðru húsnæði sem nýtt er til kennslu grunnskólabarna. Raunar kom afstaða ráðuneytisins skýrt fram í svari við almennri fyrirspurn árið 1996 þar sem leitað var svara um umráð skólahúsnæðis og vísar ráðuneyt- ið meðal annars til þess svars. Um þessi mál gilda ákvæði grunnskólalaga og vís- ar ráðuneytið meðal annars í 22. grein þeirra laga (66/1995). Þar segir að dag- leg umsjón með skólahúsnæði sé f höndum skólastjóra í umboði sveitar- stjórnar. í greinargerð er tekið fram að dagleg umsjón og umráð skólamann- virkja sé í höndum skólastjóra með þeim takmörkunum sem sveitarstjórn kann að ákveða. Má ekki raska skólahaldi Atriði sem líklegt er að hafi valdið óá- nægju eða ágreiningi er hvernig notkun skólahúsnæðis til annarra nota en skóla- halds samrýmist skólahaldinu sjálfu. í úrskurði menntamálaráðuneytisins er bent á að í 22. grein áðurnefndra laga sé tekið fram að ráðstöfun skólahúsnæðis í þágu íbúa byggðarlagsins til annarra nota en skólahalds megi í engu raska skólahaldi, félagslífi nemenda eða annarri lögboðinni starfsemi. Þá er sveit- arstjórn gert skylt að leita umsagnar skólanefndar ef til stendur að nota skóla- húsnæði utan skólatíma til gistingar eða veitingareksturs. í úrskurði ráðuneytisins frá því í júní 2002 segir einnig: „Til þess er ætlast að greitt sé úr ágreiningi sem rísa kann vegna nýtingar skólahúsnæðis meðan á skólatíma stendur og utan hans, með góðu samkomulagi hlutaðeigandi sveit- arstjórnar, skólanefndar og skólastjóra. Takist ekki að leysa ágreining milli skólastjóra annars vegar og sveitarstjórn- ar hins vegar um notkun á skólahúsnæði er Ijóst að samkvæmt grunnskólalögum hefur sveitarstjórn úrskurðar- og ákvörð- unarvald í þeim efnum svo fremi sem ákvæði 22. greinar grunnskólalaga séu ekki brotin." 22

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.