Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Page 23
Fullt vald til að breyta skipan í nefndir
Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að sveit-
arstjórnir hafi fullt vald til að skipta út fulltrúum
í nefndum sveitarfélaga hvenær sem er á kjör-
tímabili nefnda og án þess að tilgreina ástæðu.
Leitað var álits félagsmálaráðuneytisins á því hvort sveitarstjórn
ónefnds sveitarfélags hafi verið heimilt að leysa formann skóla-
nefndar sveitarfélagsins frá því embætti þegar viðkomandi fékk
ráðningu sem leiðbeinandi við grunnskóla í sveitarfélagsins.
í áliti ráðuneytisins er gegnið út frá því að sveitarstjórn hafi
tekið þessa ákvörðun með hliðsjón af 42. grein sveitarstjórnar-
laga en samkvæmt henni eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana
sveitarfélags ekki kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir þeirra fyrir-
tækja eða stofnana sem þeir starfa hjá. í ákvæðinu felst meðal
annars að starfsmenn grunnskóla eru ekki kjörgengir til setu í
skólanefnd viðkomandi sveitarfélags.
Tímabundin ráðning í grunnskólann
Skólanefndarformaðurinn fyrrverandi var ráðinn til starfa sem
leiðbeinandi við grunnskóla sveitarfélagsins tímabundið, frá 6.
mars til 23. maí 2003, og óskaði álits ráðuneytisins á ákvörðun
sveitarstjórnar í Ijósi þess að hann hafði óskað eftir að starfa
áfram í nefndinni eftir að ráðningartíma við grunnskólann Iyki
og að ekki sé af bókun hreppsnefndarinnar að ráða að formað-
urinn njóti ekki lengur trausts til setu í nefndinni.
Niðurstaða ráðuneytisins byggir einkum á 4. málsgrein 40.
greinar sveitarstjórnarlaga þar sem er heimild fyrir sveitarstjórn
til að skipta um fulltrúa í nefndum hvenær sem er á kjörtímabili
nefndar. Um þetta segir í álitinu: „Þetta á meðal annars við þeg-
ar fulltrúar í nefnd njóta ekki lengur trausts meirihluta hrepps-
nefndar en er þó ekki bundið við þau tilvik einvörðungu. Verð-
ur raunar að túlka ákvæðið svo, að sveitarstjórn þurfi ekki að
tilgreina ástæður þess að hún hyggst breyta nefndaskipan."
Farið var fram á það í erindinu til ráðuneytisins að farið yrði
með málið sem trúnaðarmál og að álit ráðuneytisins yrði ekki
birt á heimasíðu þess. Af því tilefni tekur ráðuneytið fram að öll
álit og úrskurðir þess eru birt opinberlega en komið er til móts
við óskina með því að birta hvorki nafn álitsbeiðanda né sveit-
arfélagsins í þeirri útgáfu álitsins sem birt er opinberlega.
. . Borinn Sleipnir ■
rr
TIL HAMINGJU FJARÐABYGGÐ!
Arðvænleg auðlind er fundin á Eskifirði. Borinn Sleipnir kom nýverið niður á 80
gráðu heitt vatn í holu sem er um 1300 metra djúp og gefur 15-17 l/sek. Sá árangur
er framar björtustu vonum. Hiti og magn vatns gefa sterka vísbendingu um að það
muni henta til hitaveitu á Eskifirði og efla sjálfbæra þróun í byggðarlaginu.
Fari svo sem horfir, getur Eskifjörður orðið fyrsta byggðarlagið við sjávarsíðuna á
Austurlandi sem fær hitaveitu með þeirri aukningu lífsgæða, hagræði og möguleikum
sem henni fylgja. Jafnframt kvikna vonir um árangur víðar á þessum slóðum.
Jarðboranir þakka íbúum Fjarðabyggðar gott samstarf og óska þeim til
hamingju með áfangann.
M
JARÐBORANIR
Við opnum þe'r auðlindir