Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 24
Orkuveita Reykjavíkur Milljarða uppbygging framundan Milljarða uppbygging er framundan hjá Orkuveitu Reykjavíkur við hefðbundin verkefni í orku- málum og dreifingu, auk þess sem fyrirtækið vinnur að ýmsum nýjungum á sviði orku- og at- vinnumála. Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstætt þjón- ustufyrirtæki, að mestu í eigu Reykjavíkur- borgar. Borgin á 92,655% í fyrirtækinu, Akraneskaupstaður á 5,476%, Hafnar- fjarðarkaupstaður 0,944%, Borgarbyggð 0,754% og Borgarfjarðarsveit 0,171%. Meira en helmingur íslensku þjóðarinnar býr á þjónustusvæði fyrirtækisins. Orku- veitan annast dreifingu á raforku til not- enda í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Akranesi. Hún annast einnig dreifingu á heitu vatni til notenda í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi, Akra- nesi og Borgarbyggð, en auk þess selur hún Mosfellsbæ heitt vatn í heildsölu. Orkuveitan dreifir köldu vatni til notenda í Reykjavík og á Akranesi og selur Kópa- vogsbæ, Seltjarnarneskaupstað og Mos- fellsbæ kalt vatn í heildsölu. Ný gufuafIsvirkjun á Hellisheiði Guðmundur Þóroddsson forstjóri segir að stærsta einstaka verkefnið framundan sé bygging nýrrar jarðvarmaveitu á Hellis- heiði. Áætlað er að raforkuframleiðsla virkjunarinnar muni nema 120 MW og varmaframleiðsla allt að 400 MW. Gert er ráð fyrir að virkjuninni verði áfangaskipt. Lokið hefur verið við fyrsta og annan áfanga rannsóknaborana á svæðinu og út- boðsferli gæti hafist í haust. Kostnaður við fullbúna virkjun á Hellisheiði er áætlaður um tuttugu milljarðar króna. Jafnframt þessu er unnið að stækkun raf- stöðvar Nesjavallavirkjunar um 30 MW. Guðmundur segir samning um sölu á raforku í burðarliðnum, en fyrir liggur að stækka á verksmiðju Norð- uráls í Hvalfirði og áform eru einnig um stækkun álversins í Straumsvík. Um 7.600 nýjar íbúðir Gert er ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur muni verja allt að fimm milljörðum króna í stofnkostnað vegna nýrra dreifikerfa á Hópur starísmanna Orkuveitu Reykjavíkur. næstu árum. Ástæður þess eru áætlanir um nýjar íbúðabyggðir á þjónustusvæði veitunnar. Skipulagsyfirvöld áætla að byggðar verði um 7.600 nýjar íbúðir og á bilinu 24 til 25 þúsund manns muni búa á hinum nýju svæðum þegar uppbyggingu þar lýkur. Stærstu íbúðahverfin, sem nú eru á undirbúningsstigi, eru Norðlinga- holtið við Rauðavatn, þar sem gert er ráð fyrir um ellefu hundruð íbúðum með um þrjú þúsund íbúum, og tvö ný íbúðahverfi í Garðabæ; annað í Arnarneslandi, þar sem byggja á rúmlega fjögur hundruð íbúðir, og bryggjuhverfi við Arnarnesvog, með um sjö hundruð og sextíu íbúðum. Einnig er gert ráð fyrir að reistar verði um þrjú þúsurid íbúðir í suðurhlíðum Úlfars- fells á næstu árum og að hverfi fyrir um átta þúsund fbúa rísi á Garðaholti á sunn- anverðu Álftanesi í náinni framtíð. Um 2,3 milljarðar í dreifikerfi á árinu í samtali við Guðmund Þór- oddsson kom fram að s^m- kvæmt framkvæmdaáætlun veitunnar er fyrirhugað að fjárfestingar í dreifikerfum fyrir heitt og kalt vatn og raf- magn verði um 1.700 milljónir króna á þessu ári. Áætlað er að rekstur dreifikerfis veitunnar muni kosta um 1.160 milljónir króna og fjárfestingar og rekstur í dreifi- kerfi á öllu veitusvæðinu verði um 2,3 Framvegis verður eitt samhæft inntak í hverju húsi og allar veitur settar saman í einn skurð frá lóðar- mörkum og tengdar samtímis í inntakskassa. 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.