Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 25
milljarðar á árinu. Vegna heita vatnsins
verða lagðar nýjar stofnlagnir í Hádegis-
móum og byrjað að huga að Hamrahlíðar-
löndum. Stór framkvæmd er einnig fyrir-
huguð á Elliðavogshæð við Holtagarða og
Dalbraut auk framkvæmda á Kjalarnesi.
Lagðar verða götuæðar í Reykjavík og
framkvæmdir eru fyrirhugaðar ÍVatns-
endahverfum Kópavogs og á Norðlinga-
holti. Hvað kalda vatnið varðar ber hæst
tengingu úr Grafarvogi í Grafarholt og ný-
lagnir götuæða við Hamrahlíðarhverfi og
Norðlingaholt auk áætlaðra kaldavatns-
framkvæmda á Akranesi. Stærsta fjárfest-
ing Orkuveitunnar í rafkerfinu verður
vegna nýrrar aðveitustöðvar við Rauða-
vatn er þjóna á nýjum hverfum frá Norð-
lingaholti um Grafarholt og Úlfarsfell auk
Halla- og Hamrahliðarlanda.
Eitt inntak fyrir allar veitur
Ein sameiginleg veitutenging fyrir hvert
hús hefur verið hönnuð hjá Orkuveitu
Reykjavíkur. Guðmundur segir að unnið
hafi verið að ákveðnu verkefni sem kallast
Traust tengsl. Þetta verkefni byggist á
þeirri meginhugsun að samhæfa og ein-
falda allar veitutengingar. Hann segir að
með þessu sé verið að innleiða verulega
breytingu og gífurlegan sparnað. Eldra
fyrirkomulag hafi kallað á fjölmargar ferðir
vinnuflokka, margsinnis á hvern stað, með
tilheyrandi jarðraski og kostnaði. Framveg-
is verður eitt samhæft inntak f hverju húsi
og allar veitur settar saman í einn skurð
frá lóðarmörkum og tengdar samtímis í
inntakskassa sem Orkuveitan leggurtil,
óháð því hvenær hver húsbyggjandi hefur
kaup á þjónustu hennar.
Áhrif gæða og
áreiðanleika
Að undanförnu hefur verið
unnið að mótun gæðastefnu
innan Orkuveitu Reykjavíkur.
Sérstakt gæðaráð samhæfir og
stjórnar aðgerðum á sviði
gæðamála. Áhersla er lögð á
að starfsmenn þekki og tileinki
sér gæðastefnu fyrirtækisins og séu með-
vitaðir um þau áhrif sem gæði og áreiðan-
leiki hafa í för með sér. Gæðakerfi Orku-
veitu Reykjavfkur var hannað og skipulagt
á árinu 2000. Sérstakt þjónustukerfi var
útbúið til að taka við kvörtunum. Innra ör-
yggiskerfi fyrir rafmagnsveituna var tekið
út og viðurkennt af Löggildingarstofu. Við
sameiningu Vatnsveitunnar við Orkuveit-
una voru GÁMES gæðakerfi og ISO 9002
staðall hennar uppfærð og aðlöguð gæða-
kerfi Orkuveitu Reykjavíkur svo nokkuð sé
nefnt.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur.
Nýsköpun í verki
Nýsköpun hefur því verið eitt af megin-
verkefnum orkuveitunnar frá stofnun og
má skipta þeim verkefnum f sex flokka
eða svið; hefðbundna starfsemi, upplýs-
inga- og fjarskiptasvið, iðnaðarstarfsemi
og aðra orkuháða starfsemi, verkefni um
bætta og vistvænni nýtingu, ferðamál og
loks stuðning við háskóla og vísindastarf-
semi.
Orkuveitan er þátttakandi f fyrirtækinu
Enex ehf. en því er ætlað að sækja á er-
lenda markaði með íslenska þekkingu við
nýtingu jarðvarma. Enex ehf. vinnur nú að
hitaveituverkefni í Peking í Kína. Þá er
Orkuveitan þátttakandi fVistorku, sem
vinnur að nýtingu vetnis, í samvinnu við
Norsk Hydro, Shell og fleiri. Orkuveitan
vinnur að tilraunaframleiðslu á raforku
með nýtingu metangass sem verður til á
sorphaugum höfuðborgarinnar, auk þess
sem hún rekur bæði metan- og rafmagns-
bíla. Þá tekur fyrirtækið þátt í Staðardag-
skrá 21, sem er umfangsmikið verkefni á
sviði umhverfisverndar og vistvænna val-
kosta.
Litið hefur verið svo á uppbygging upplýsinga-
veitu geti orðið einn af hornsteinum starfseminn
ar, fjórða veitan, ásamt hinum hefðbundnu raf-
magns-, vatns- og hitaveitum.
Fjórða veitan
Orkuveita Reykjavíkur vinnur að mark-
vissri nýsköpun í gegnum nokkur fyrir-
tæki. Litið hefur verið svo á uppbygging
upplýsingaveitu geti orðið einn af horn-
steinum starfseminnar, fjórða veitan,
ásamt hinum hefðbundnu rafmagns-,
vatns- og hitaveitum. í því sambandi hefur
fyrirtækið Lína.Net hf. borið hæst en
Orkuveitan á þar meirihluta hlutafjár. Fé-
lagið veitir fjarskiptaþjónustu, með
áherslu á gagnaflutninga og netsamband
um Ijósleiðarakerfi. Einnig er raforkudreifi-
kerfi OR nýtt til gagnaflutninga undir heit-
inu Fjöltengi. Hefur stofnun Línu.Nets ehf.
eflt virka samkeppni á fjar-
skiptamarkaði og leitt til veru-
lega lægra verðs á gagnaflutn-
ingum.
Guðmundur segir helstu
viðskiptavini Línu.Nets vera
heilbrigðisgeirann, háskóla-
stofnanir, alla stærstu mennta-
skólana í landinu, grunnskóla,
rannsóknastofnanir, hugbúnaðar- og há-
tæknifyrirtæki, bankakerfið í landinu, öll
ráðuneytin, Landsvirkjun og Orkuveituna,
sem og fjölmörg sveitarfélög.
Á góðri stundu. Léttlyndir starísmenn í vinnunni.
25