Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 26
Hrísey Með framsýni og fyrirhyggju" Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra hafa gert samkomulag við Samband íslenskra sveitarfé- laga um aðstoð við gerð Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum. Jafnframt var samið við Hríseyinga um stuðning við áform um að gera Hrísey að sjálfbæru samfélagi. Það var á degi umhverfisins, 25. apríl síðastliðinn, sem þær Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ogValgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra brugðu sér út í Hrísey, perlu Eyjafjarðar eins og heimamenn nefna hana gjarnan, þar sem þær undirrituðu áður- nefnda samninga. Segja má að samningarnir báðir falli undir fyr- irsögnina hér að ofan, „með framsýni og fyrirhyggju", sem jafn- framt er heiti á skýrslu um fyrstu skrefin að sjálfbæru samfélagi í Hrísey eftir þau Stefán Gíslason og Arnheiði Hjörleifsdóttur. Með tilvísun í byggðaáætlunina í samningunum er kveðið á um að ráðherrarnir tveir muni beita sér fyrir því að til þessara samstarfsverkefna verði til ráðstöfunar Frá höfninni í Hrísey. í skýrslunni um fyrstu skrefin aö sjálfbæru samfélagi í Hrísey segir að f eynni liggi möguleikar sem telja megi nær einstaka á heims- vísu. samtals átta milljónir króna á ári á þriggja ára tímabili, þar af sjö milljónir króna á ári af fjárveitingu iðnaðarráðuneytisins til fram- kvæmdar Byggðaáætlunar 2002-2005. Verkefnið í Hrísey mun fá tvær milljónir á ári í þrjú ár af áðurnefndum fjár- veitingum. Stuðningur iðnaðarráðu- neytisins við innleiðingu Stað- ardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum byggir á ákvæðum í byggðaáætluninni en þar er meðal annars bent á mikilvægi sjálf- bærrar þróunar, enda miði hún að því að samþætta efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg markmið. í áætluninni er einnig lögð áhersla á að opinberar aðgerðir, sem ætlað er að efla atvinnulíf og treysta byggð í landinu, stuðli jafnframt að sjálfbærri þróun samfélagsins. Á þessu byggir sú stefna að styðja við umhverfis- starfsemi sveitarfélaga og styrkja hana með áherslu á innleiðingu Staðardagskrár 21, meðal annars með ráðgjöf og þekkingar- miðlun. Stuðningur ráðuneytanna mun án efa koma sér vel því hingað til hafa hin smærri sveitarfélög átt fremur erfitt uppdráttar í þessu starfi á meðan stærri sveitarfélög hafa mörg hver þegar náð um- talsverðum árangri. Samstarf ráðuneytanna um eflingu sjálfbærrar þróunar í smærri sveitarfélögum mun mótast af samkomulaginu sem skrifað var undir í Hrísey, en einstök verkefni verða ákveðin eitt ár í senn. Áformað er að skrifstofa Staðardagskrár 21, sem er í Borgarnesi, muni hafa yfirumsjón með verkefninu á landsvísu fyr- ir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ákaflega mikilvægt Á vef Hríseyjarhrepps, þar sem sagt er frá samkomulaginu er lögð áhersla á að það sé ákaflega mikilvægt fyrir Hríseyinga. „Frá því í haust, höfum við unnið markvisst að því að kynna fyrir ráða- mönnum hugmyndir okkar um uppbyggingu sjálfbærs, umhverf- isvæns samfélags í Hrísey, sem kæmi til með að efla atvinnulíf og þar með treysta byggðina sem hefur, eins og flestum er kunnugt, staðið höllum fæti undanfarin misseri," segir þar einnig og er jafnframt lögð áhersla á að samheldni íbúanna sé lykilatriði til þess að sem bestum árangri verði náð. Fyrstu skrefin í Hrísey í samantekt Stefáns Gíslasonar, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á íslandi, og Arnheiðar Hjörleifsdóttur frá Umís ehf. Environice, „Með framsýni og fyrirhyggju", er farið yfir stöðu þessara mála í Hrísey ásamt því að markmiðum og forgangsverkefnum í nokkrum málaflokkum er komið í orð. Fram kemur í inngangi höfunda að aðstæður í Hrísey séu all- sérstæðar þar sem enginn búfénaður hefur verið í eynni frá 1974 þegar einangrunarstöðin var stofnuð þar, það er utan stöðvarinn- ar. Að auki er eyjan meindýralaus, algróin og stór hluti hennar hefur verið friðland um ára- tugaskeið, auk þess sem veru- leg skógrækt er stunduð í eynni og fuglalíf er fjölskrúð- ugt. „Aðstæður í Hrísey gera það að verkum að um raun- hæft og ákaflega spennandi verkefni er að ræða," segir meðal annars í inngangi. Þeir mála- flokkar sem skýrsluhöfundar kryfja í þessari fyrstu umferð eru: Talið er hugsanlegt að setja upp 500 kw stöð sem framleiða myndi helmingi meiri orku en þörf er á í eynni. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.