Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 27
annarra nota. Grundvallarmarkmioio er þó
að Hríseyingar verði sjálfum sér nógir um
orku, jafnt raforku og varma, að um-
framorka verði nýtt í eynni í formi vetnis á
farartæki og að Hrísey skapi sér sérstöðu á
orkusviðinu, ekki aðeins á landsvísu heldur
á heimsvísu. Stuðningur stjórnvalda við
verkefnið í Hrísey mun meðal annars renna
til þess að Ijúka við gerð skýrslu um orku-
vinnslu í eynni.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirrita samkomuiag um
stuðning við gerð staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum og um stuðning við áform um að gera
Hrísey að sjálfbæru samfélagi. Hjá þeim er Ragnar jörundsson, sveitarstjóri f Hrfsey.
Úrgangur, fráveitumál, orka, samgöngur, fræðsla, ræktun og mat-
vælaframleiðsla og ferðaþjónusta. Verður hér drepið á helstu at-
riði nokkurra þessara flokka.
Sorpmálin tekin föstum tökum
Ákveðið hefur verið að taka sorpmálin föstum tökum í Hrísey en
á síðastliðnu ári voru flutt 95 tonn af sorpi úr eynni, sem eru um
510 kílógrömm á hvern íbúa. Það er töluverð aukning frá árinu á
undan þegar sambærileg tala var 457 kílógrömm á hvern íbúa að
því er fram kemur í skýrslunni. Sorpið er að mestu flutt óflokkað í
land nema hvað dagblöð, pappi og brotajárn eru að einhverju
leyti flokkuð frá öðrum úrgangi. Tilraunir með flokkun lífræns úr-
gangs og jarðgerð hafa ekki gengið nógu vel en átak verður gert í
þeim efnum.
Eitt af forgangsverkefnunum er að leggja áherslu á jarðgerð og
er talið að mögulegt sé að ná verulegum árangri. Miðað við að
um 2,5 kílógrömm falli til af lífrænum úrgangi á hvern íbúa í
viku hverri má gera ráð fyrir að mögulegt sé að minnka sorp-
magn Hríseyinga úr 510 f 380 kílógrömm á ári, eða um 130 kíló-
grömm á mann. í stað 95 tonna af úrgangi, sem voru flutt í land í
fyrra, gæti magnið orðið 71 tonn á ári.
Sérstaða á heimsvísu
Jarðhiti er til staðar undir Hrísey og hefur hann verið nýttur til
upphitunar í nær þrjá áratugi. Nær öll hús í eynni njóta jarðhit-
ans, sem einnig er nýttur í sundlaugina og til snjóbræðslu á hafn-
arsvæðinu.
í jarðhitanum liggja miklir möguleikar fyrir Hríseyinga því tal-
inn er möguleiki á að stækka
jarðvarmaveituna verulega
með nýjum borunum og með
því að samnýta jarðhitann til
framleiðslu á raforku og
varma. Talið er hugsanlegt að setja upp 500 kw stöð sem fram-
leiða myndi helmingi meiri orku en þörf er á í eynni. Þá er talið,
miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, að hægt væri að framleiða
vetni í Hrísey og nýta þannig umframorkuna eða að selja hana til
Áhugaverð tækifæri á flestum
sviðum
í öllum málaflokkum sem teknir eru fyrir í
samantektinni er staðan í dag metin, sett fram markmið og tiltek-
in forgangsverkefni. Til dæmis má nefna að í kaflanum um rækt-
un og matvælaframleiðslu eru sett fram þessi markmið: Að
Hríseyingar verði sem mest sjálfum sér nógir með fæðu sem aflað
er á vistvænan hátt, að öll garðrækt í eynni verði lífræn og að
Hríseyingar geti selt framleiðslu sína í land undir merkjum líf-
rænna framleiðsluhátta. Þá eru sett fram markmið um að öll
ferðaþjónusta í Hrísey verði sjálfbær og vottuð og markaðssett
sem slík.
Mikil vinna framundan
Minnt er á að samhliða fyrstu skrefunum í uppbyggingu sjálfbærs
samfélags í Hrísey þurfi að ráðast í gerð Staðardagskrár 21 fyrir
sveitarfélagið. Þannig verði best tryggt að vilji íbúa hafi áhrif á
þróun mála og að sjálfbær þróun verði jafnan höfð að leiðarljósi.
Samantekt þeirra Stefáns og Arnheiðar er góður grunnur í þá
vinnu en Staðardagskrá 21 þarf þó að ná til fleiri málaflokka og
hafa lengri framtíðarsýn.
í lokaorðum samantektarinnar er minnt á að þau forgangsverk-
efni, sem þar eru sett fram, séu forsenda áframhaldandi þróunar
sjálfbærs samfélags í Hrísey:
„Þegar þessi fyrstu verk hafa verið unnin, er fyrst hægt að
segja til um hversu kostnaðarsamt verður að gera Hrísey að sjálf-
bæru samfélagi.
Með opinberum stuðningi er ekki aðeins stuðlað að jákvæðri
byggðaþróun í Hrísey, heldur gefst um leið einstakt tækifæri til að
skapa fyrirmynd til eftirbreytni fyrir önnur samfélög landsins. Auk
heldur liggja í Hrísey möguleikar sem telja má nær einstaka á
heimsvísu, og eru ótvírætt til
í stað 95 tonna af úrgangi sem voru flutt í land í þess faNnir að skapa jakVæða
fyrra gæti magnið orðið 71 tonn á ári. ímYnd °8 umræðu. Þar er eink-
----------------------------- um átt við tækifæri til raforku-
framleiðslu úr jarðvarma. Með
slíkri framkvæmd og með raf- eða vetnisvæðingu bílaflota og
ferju, yrði Hrísey eitt af fyrstu samfélögunum í heiminum, sem
væri í raun sjálfbært í orkulegu tilliti," segir í lokaorðum saman-
tektarinnar.
27