Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Page 29
heiminn. Stofnun sem starfar í alþjóðlegu samhengi án þess að
missa sjónar á heimahögunum er nákvæmlega það sem ég held
að sveitarfélag eins og Akureyri þurfi á að halda til að festa sig í
sessi sem vænlegur búsetukostur fyrir ungt, vel menntað fólk. Ég
finn líka að þessi stefna hefur skilað verulegum árangri og alls
staðar fallið vel í kramið," segir Hannes.
Sífellt kröfur um hærri leigu
Hannes kveðst smeykur um að erfitt verði fyrir safnið að halda
áfram sama dampi án frekari fjárframlaga. Fjárlög safnsins hafa
hækkað lítillega milli ára en flutningur á listaverkum, oft í heilum
gámum, tryggingarverðmæti
sem hljóða stundum upp á
hátt í milljarð, útgáfa bóka og
komur erlendra gesta kosta
sitt. Hann segir að sér hafi tek-
ist að ná í umtalsverða styrki
vegna sýninga og einnig að
lækka kostnað með samningum. „Þrátt fyrir allar þessar dýru, al-
þjóðlegu sýningar hefur safnið verið rekið á núlli síðustu árin,
sem ég er afar stoltur af. Á móti kemur að söfn og gallerí erlendis
sem hérlendis gera sífellt kröfur um hærri leigu á verkum og höf-
um við orðið að hafna mörgum glæsilegum sýningum sem ekki
þættu kannski svo ýkja dýrar annars staðar. Það er því nokkuð
Ijóst að við verðum að dempa okkur niður í framtíðinni miðað
við óbreytt fjárlög ef ekki kemur til róttæk breyting."
Yfir 20 þúsund gestir
Hannesi er hugleikin skipting og forgangsröðun fjármuna sem
varið er til tómstunda- og menningarmála; mál sem oft eru um-
deild og viðkvæm í störfum sveitarfélaga. Hann segir Listasafnið
rekið fyrir um einn fjórða af fjárlögum Leikfélags Akureyrar þótt
safnið starfi allan ársins hring á móti árstíðabundnu starfi Leikfé-
lagsins. Hann bendir einnig á að safnið hafi ekki fengið til afnota
efstu hæð þess húsnæðis sem því er ætlað þótt á sama tíma hafi
verið byggt íþróttamannvirki fyrir hundruð milljóna króna. „Á síð-
astliðnu ári komu yfir 20 þúsund gestir á Listasafnið. Mér er til
efs að nokkur stofnun á Akureyri, fyrr eða síðar, hafi fengið meiri
umfjöllun í fjölmiðlum á undaförnum árum en Listasafnið. Þetta
hefur orðið til þess að starfsemi safnsins, og þá um leið hróður
bæjarins, hefur breiðst út um allt land og fylgist stór hópur fólks
með sýningarhaldinu. Hér er í raun um auglýsingar að ræða fyrir
bæinn sem myndu kosta meira en fjárlög safnsins ef greiða þyrfti
fyrir þær fullu verði."
Menningarmál oft léttvæg í pólitíkinni
Hannes segir að sér finnist menningarmál oft talin léttvæg þegar
komi að pólitískum ákvörðunum þótt þúsundir manna hafi at-
vinnu af þeim með einum eða öðrum hætti. Hann kveðst sann-
færður um að þeir fjármunir sem lagðir eru í menningarstofnanir
skili sér beint út í atvinnulífið aftur, örvi það og auki umsvifin
með margvíslegum hætti, fyrir utan að gera tilveruna áhugaverð-
ari. Hann segir að Listasafnið á Akureyri geti örugglega náð mun
meiri árangri og kveðst telja að ef það starfaði fyrir svipað fé og
varið er til starfsemi Leikfélags Akureyrar myndi það skipa sér við
hlið stærstu safnanna í Reykjavík, Listasafns Reykjavíkur og Lista-
safns Islands. „Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir bæinn og myndi
ýta undir drifkraft og stolt íbúa ef hér væri starfrækt eitt af helstu
listasöfnum landsins. Svona starfsemi leynir á sér. Hún hefur mun
meiri áhrif á umhverfið en flesta getur órað fyrir. Eins og staðan
er í dag væri ef til vill réttara að tala um eins konar opinbert gall-
erí fremur en listasafn, eða það
sem Þjóðverjar kalla Kun-
sthalle. Listasafnið hefur alla
burði til að taka af skarið hér
heima með sérstakri áherslu á
alþjóðlega samvinnu og sýn-
ingarhald þar sem fetaðar eru
ótroðnar slóðir, en mér finnst mikið vanta á að söfn hér á landi
taki virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni," segir Hannes Sigurðsson
að lokum.
Styrkir
Samgönguráðuneytið óskar eftir umsóknum í styrki af óráð-
stöfuðum hluta fjárlagaliðarins Vetrarsamgöngur og vöru-
flutningar 10-190-112.
Vetrarsamgöngur og vöruflutningar eru sérstakur liður á fjár-
lögum sem ætlaður er til stuðnings við sveitarfélög þar sem
svo háttar til að sveitarfélagið eða hluti þess býr við erfiðar og
kostnaðarsamar samgöngur og ekki er veitt fullnægjandi
samgönguþjónusta af hálfu stofnana ríkisins.
Styrkir verða einungis veittir þeim sveitarfélögum sem senda
rökstuddar umsóknir um þá. Umsóknir skulu berast sam-
gönguráðuneytinu fyrir 8. júní 2003.
Styrkir verða hvorki veittir til reksturs sérleyfa á landi, sjó eða
í lofti né til stofnkostnaðar vegna kaupa á tækjum og búnaði.
Umsóknir berist samgönguráðuneytinu,
merktar Rúnari Guðjónssyni.
„Þrátt fyrir allar þessar dýru, alþjóðlegu sýningar
hefur safnið verið rekið á núlli síðustu árin, sem
ég er afar stoltur af."
29