Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 31
GÆÐASTEFNA Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveitan leggur höfuðáherslu á gæði þeirrar vöru og þjónustu sem fyrirtækið lætur af hendi. Starfsmenn Orkuveitunnar vita að gæði, áreiðanleiki og arðsemi í rekstri tryggir árangursríkt starf. Orkuveitan gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda auðlindir þjóðarinnar og tryggja eins og kostur er sjálfbæra nýtingu þeirra. Starfrækt er gæðaráð sem samhæfir og stjórnar aðgerðum á sviði gæðamála. Áhersla er lögð á að starfsmenn þekki og tileinki sér gæðastefnu fyrirtækisins. STEFNA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR ER: Að vera traust og ábyrgt fyrirtæki, sem veitir viðskiptavinum sínum aðgang að nægri orku og vatni með fullnægjandi gæðum og afhendingaröryggi. Að veita viðskiptavinum sínum hraða, sveigjanlega og hagkvæma þjónustu. Að uppfylla kröfur um hollustu, öryggi og umhverfi. Að vinna eftir ströngum reglum við kaup á vörum og þjónustu. Að á virkjunarsvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum séu að öllu jöfnu ekki notuð efni eða verklag sem rýrt geti gæði vatnsins og gilda strangar reglur um frávik. Að fara að kröfum staðalsins ISO 9001 og bæta stöðugt virkni gæðastjórnunarkerfisins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.