Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 22
Horít yfir athafnasvæði HB á Akra-
nesi, elsta starfandi útgerðaríyrir-
tækis landsins. Myndin er tekin frá
gamla vitanum á Breið í átt að
Akrafjalli.
heilsugæslu. Hátt í 300 manns starfa við stofn-
unina bæði á sjúkrahúsi og heilsugæslu. Um
45% sjúklinga koma frá Akranesi og nágrenni
en um 20% sjúklinga á skurðdeildunum eru frá
höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi SHA sem fjöl-
greinasjúkrahúss er gríðarlega mikilvæg at-
vinnulífi staðarins og styrkir svo um munar bú-
setu og lífsskilyrði íbúanna. Margs konar aðra
þjónustu má nefna þegar fjalla á um þjónustu á
Akranesi. Auk svæðisstöðva fyrir Vesturland í
formi framhaldsskóla og sjúkrahúss má geta
skattstjóraembættis, svæðisvinnumiðlunar og
vinnueftirlits. Þá rekur Orkuveita Reykjavíkur
svæðisskrifstofu á Akranesi. Starfsemi Landmæl-
inga íslands skal einnig nefna en þar er rekin
umfangsmikil og vaxandi starfsemi og þykir
flutningur stofnunarinnar á Akranes bera vott
um vel heppnaðan flutning ríkisstofnunar út á
land. Verslun stendur á gömlum merg á Akra-
nesi en ýmsum sérvöruverslunum hefur fækkað
eftir opnun Hvalfjarðarganganna og styttingu
leiðarinnar til Reykjavíkur. Ýmis þjónusta og
byggingarstarfsemi hefur hinsvegar eflst í bæjar-
félaginu samhliða fjölgun íbúa og miklum fram-
kvæmdum undanfarin ár.
Um 600 framhaldsskólanemendur
Auk tveggja grunnskóla og
þriggja leikskóla á Akranesi
stendur framhaldsskóli á gömlum
merg í bænum. Fjölbrautaskóli
Vesturlands á Akranesi er eini al-
menni framhaldsskólinn áVestur-
landi enda er mikill meirihluti nemenda búsett-
ur í landshlutanum. Hlutverk skólans er mjög
margþætt. Skólinn á ekki eingöngu að sjá um
kennslu heldur líka félagsmótun og uppeldi í
hefur verið getið. Ef illa ári í einni
atvinnugrein geti menn frekar
horfið að öðru ef fjölbreytnin er
til staðar. „Það yrði til dæmis ekki
hlutfallslega jafn mikið áfall þótt
fiskveiðar drægjust saman á Akra-
nesi í samanburði við það sem
reyndin er víða um landið þar
sem lífið er að stærstum hluta
tengt sjávarútvegi eða landbún-
aði. Þessi fjölbreytni er að mínu
viti einn helsti styrkur bæjarfé-
lagsins og raunar alls svæðisins
sunnan Skarðsheiðar. Við höfum öflugan iðnað
sem greiðir hæstu laun í landi og eru Akurnes-
ingar til dæmis að njóta verulega góðs af rekstri
stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga bæði
hvað beina atvinnu og ýmsa þjónustu varðar,"
segir Magnús.
Hann segir mikið hafa verið rætt og ritað
um áhrif Hvalfjarðarganganna á atvinnulíf á
Akranesi, bæði áður en göngin voru opnuð og
eftir það. Magnús segir breytingar á aðstæðum
almennings og fyrirtækja miklar, jafnvel meiri
en menn spáðu fyrir. „Þessar breytingar voru að
flestu leyti jákvæðar. Markaðurinn er ennþá að
laga sig að nálægðinni við höfuðborgarsvæðið
og þeirri staðreynd að nú er um sama atvinnu-
og markaðssvæði að ræða. Hinar neikvæðu af-
leiðingar Hvalfjarðarganganna voru einkum
þær að ýmis þjónustufyrirtæki og þá einkum
verslunin misstu ákveðna fjarlægðarvernd og þá
síuðust út þeir sem gátu síður keppt við aukna
samkeppni á höfuðborgarsvæðinu. En þeir sem
hafa litið á hinar bættu samgöngur sem sóknar-
færi hafa jafnvel stóraukið sölu og eflt starfsemi
sína á ýmsa lund."
Magnús segir þó að það sem mestu skipti sé
að íbúarnir eru ánægðir með samfélagið sem
þeir búa í. „Við mælum mikla og
almenna ánægju íbúa með alla
stoðþjónustu sem sveitarfélagið er
að veita, sama hvort átt er við
skóla- og uppeldismál, íþróttir eða
afþreyingu. Fólk gefur bæjarfélag-
inu toppeinkunn sem fjölskyldu-
vænu samfélagi þar sem mjög hæfileg fjarlægð
frá hringiðu höfuðborgarsamfélagsins er
kostur."
Magnús Magnússon, markaðs- og atvinnufulltrúi
Akraneskaupstaðar.
víðasta skilningi og þjónar mjög breiðum hópi
nemenda og hefur því gríðarlegt samfélagslegt
gildi sem slíkur. FVA býður upp á nokkrar
námsbrautir og eru nemendur um 600 talsins.
„Þessi fjölbreytni er að mínu viti einn helsti styrkur
bæjarfélagsins og raunar alls svæðisins sunnar
Skarðsheiðar."
Fjölbreytnin er styrkur atvinnulífsins
Magnús Magnússon, markaðs- og atvinnufull-
trúi Akraneskaupstaðar, segir að styrkleiki at-
vinnulífsins felist í þessari fjölbreytni sem hér
22