Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 25
jm ;
t:
„ Við staðnæmdumst við Seltjarnarnesið. Ætli Austfirðingurinn í okkur hafi ekki dregið okkur að sjónum,
segir Árni Einarsson um búsetu sína á Seltjarnarnesi. Myndin er frá fjölskyldudegi Seltirninga f byrjun
apríl.
heimsóttu kjósendur. Félagsmálaáhuginn fylgdi
mér svo suður eins og sveitamaðurinn því að
eftir nokkurra ára búsetu I Reykjavík fórum við
Svala kona mín að leita að húsnæði í einhverju
af nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Við
staðnæmdumst við Seltjarnarnesið. Ætli Aust-
firðingurinn í okkur hafi ekki dregið okkur að
sjónum."
„Starfsform Neslistans hentar
mér vel"
„Ég fór fljótlega að taka þátt í félagsstarfi á Nes-
inu. í fyrstu snéri það einkum að íþrótta- og
skólamálum í gegnum foreldrastarf grunnskól-
ans. Eitt leiddi síðan af öðru í þeim efnum þar
til fyrir sveitarstjórnakosningarnar 1998 að for-
ystumenn Neslistans höfðu samband við mig
og spurðu hvort ég vildi taka sæti á framboðs-
lista þeirra. Starfsform Neslistans hentar mér
vel. Aðstandendur hans eru lýðræðissinnað fé-
lagshyggjufólk sem kemur víða að úr stjórnmál-
unum, auk þess sem þar er að finna hóp af
óflokksbundnu fólki. Ég telst til þess hóps, hef
aldrei verið flokksbundinn eða starfað í stjórn-
málaflokki, og sló því til. Fyrir kosningarnar
2002 ákvað ég svo að taka þátt í prófkjöri Bæj-
armálafélagsins á Seltjarnarnesi, sem býður
fram Neslistann, og sækjast eftir þriðja sæti á
listanum sem var baráttusæti okkar í kosning-
unum. Því markmiði náði ég og í kosningunum
unnum við þetta sæti svo í bæjarstjórn, bættum
við okkur einum fulltrúa."
Unnið að vímuvörnum
frá námslokum
Árni starfaði við kennslu og skólastjórn við
grunnskólann heima í Breiðdal í tvö ár að
loknu framhaldsskólaprófi. Hann
segir áhugann á skólamálunum
hafa kviknað þá og leitt til þess að
hann hóf nám í uppeldis- og
menntunarfræði við Háskóla Is-
lands. Þrátt fyrir menntun sína
kveðst hann þó ekki hafa sinnt eig-
inlegri kennslu frá því að hann
lauk námi, heldur unnið að ýmsum
verkefnum sem tengjast skóla- og
uppeldismálum og þá ekki síst forvarnastarfi.
Hann hefur starfað að vímuefnavörnum frá því
að hann lauk námi og segir starfsvettvang sinn í
gegnum tíðina því hafa tengst öllum skólastig-
um. Eftir að foreldraráð grunnskólanna voru sett
á stofn með lögum tók hann til starfa á þeim
vettvangi og sat meðal annars í fyrsta foreldra-
ráði Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Grunnskólinn er hluti af ímynd
sveitarfélaga
Árni víkur að flutningi grunnskólastigsins frá
ríkinu til sveitarfélaganna og segir að nálægðin
milli ákvarðanatöku og skólastarfsins hafi aukist
til muna. „Það er mun styttra að fara með álita-
mál til úrlausnar og annað er varðar skólastarf-
ið til forystumanna sveitarfélaganna en var á
meðan skólarnir voru reknir af ríkinu. Launa-
kjör kennara löguðust einnig verulega með
kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og
stéttarfélaga kennara fyrir um tveimur árum
þannig að kennarastarfið er fyrir vikið áhuga-
verðara en áður. Grunnskólinn er í vaxandi
mæli að verða hluti af ímynd sveitarfélaga þar
sem mikil áhersla er lögð á að halda uppi góðu
skólastarfi með hæfu og ánægðu starfsfólki.
Skólastarfið er orðið hluti af þeim tilboðum
sem sveitarfélög geta gert fólki til að laða að
nýja íbúa til búsetu. Grunnskólarnir eru þannig
orðnir hluti af samkeppnisstöðu sveitarfélag-
anna og byggðamál í þeim skilningi þar sem
gott skólastarf úti um land er hluti af byggða-
baráttunni og getur haft áhrif á hvar fólk vill
búa. Það verður því að taka tillit til þess að
margir minnstu skólarnir á landsbyggðinni eiga
undir högg að sækja hvað varðar möguleika til
að halda góðu starfsfólki og bjóða því þau
starfsskilyrði sem það telur sig þurfa." Árni
segir að þó megi ekki eingöngu horfa á nei-
kvæðu hliðarnar í starfi litlu skólanna því ýmsir
kostir geti falist í starfsemi fámennra skóla. „En
það er engu að síður ólíku saman að jafna þeg-
ar um er að ræða samanburð á skólum með
innan við 70 nemendur og skóla með um 800
nemendur eins og grunnskólarnir á Seltjarnar-
nesi. Stærri skóli hefur eðlilega margvíslega yf-
irburði og möguleika til þess að
taka á vandamálum og frávikum
hvort sem þau verða vegna náms-
erfiðleika eða þroskafrávika af
ýmsu tagi, sem nú er almennt við-
urkennt að bregðast eigi við í
skólastafi. Maður trúir því að hægt
sé að halda í heiðri þá grein
grunnskólalaganna sem kveður á
um að veita skuli hverju barni
menntun við hæfi og mæta þörfum þeirra eins
og kostur er. Að því vil ég stuðla," segir Árni
Einarsson bæjarfulItrúi í Seltjarnarneskaupstað
að lokum.
„Þessi hlið virðist samt því miður einnig vera að
taka á sig mynd hér á landi. í sumum tilfellum er
jafnvel komin fram kynslóð fólks sem hefur fæðst
inn í þetta lífsform og tekur við því sem félagsleg-
um arfi sem erfitt getur reynst að koma sér út úr."
----- 25