Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 28
Fráveitumál
Sveitarfélög kanna ódýrari leiðir
Nokkur sveitarfélög eru að kanna leiðir til þess að koma fráveitumálum sínum í viðunandi horf með
ódýrari lausnum en gert hefur verið ráð fyrir að unnt væri til þessa. Einar K. Stefánsson, verkfræðing-
ur hjá VSÓ Ráðgjöf, hefur meðal annars unnið að því og var viðtal við hann birt í síðasta tölublaði
Sveitarstjórnarmála.
Grófsíun og lengri útrásir
Sveinbjörn segir að hugmyndir Einars K. Stef-
ánssonar taki mið af þessum breytingum og
þeim hugmyndum að hafið sé mun öflugri við-
taki þar sem meira og hraðara niðurbrot eigi sér
félög. í Dalvíkurbyggð eru tvær útrásir frá þétt-
býliskjarnanum á Dalvík og segir Sveinbjörn að
sameina verði þær í eina útrás. Hann segir að
þegar hafi verið gerðar straummælingar við
Dalvík sem séu forsenda fyrir legu út-
rása. Þá hafi gerlamælingar einnig ver-
ið framkvæmdar.
Að losna við sjón- og
gerlamengun
Tvö atriði leggur Sveinbjörn áherslu á
að framkvæmdir verið að miðast við; í
fyrsta lagi að losna við sjónmengun og
í öðru lagi gerlamengun. Komi í Ijós
að slíkt takist ekki án þess að byggja
hreinsivirki verði trúlega að ráðast í
slíka framkvæmd en menn verði að
gefa sér einhvern tíma til þess að slíkt
komi f Ijós. Því verði allar fram-
kvæmdir að miðast við að hægt sé að
bæta því við síðar gerist þess á annað
borð þörf. Sveinbjörn segir þetta
spennandi verkefni, einkum ef í Ijós
komi að unnt sé að leysa þessi mál
fyrir mun minni kostnað en hingað til
hefur verið talið.
Á meðal þeirra sveitarfélaga sem verið
hafa í sambandi við Einar vegna frá-
veitumála eru Dalvíkurbyggð og
Vatnsleysustrandarhreppur. í Dalvíkur-
byggð eru þrjú þéttbýlissvæði þar sem
sjávarútvegur er stundaður; Dalvík,
Árskógssandur og Hauganes og í
Vatnsleysustrandarhreppi er rúmlega
800 manna byggðakjarni ÍVogum.
Kostnaður algerlega
ofviða
Kristján Baldursson, byggingafu11trúi
og umhverfisstjóri í Vatnsleysustrand-
arhreppi, segir að tilskipanir Evrópu-
sambandsins og reglugerð nr.
798/1999 leggi sveitarfélögunum verulegar
skyldur á herðar. Stóru sveitarfélögin hafa unn-
ið mikið í þessum málum að sögn Kristjáns en
staðan er erfiðari hjá þeim minni þar sem
kostnaður getur verið margfalt hærri vegna frá-
rennslis fiskvinnsluhúsa, sem margfaldar per-
sónueiningarnar. Hann segir ekki
hægt að horfa framhjá þeirri stað-
reynd að mikið hefur áunnist í frá-
veitumálum sveitarfélaga með allt
að 70% íbúa landsins. Vandinn sé
hjá fámennum sveitarfélögum þar
sem algengt er að fiskvinnsla sé
meginatvinnuvegur. Sá kostnaður
sem fráveituframkvæmdirnar hafi í för með sér
sé mörgum þeirra algerlega ofviða og því hafi
menn farið að leita ódýrari lausna.
„Mér finnst menn hugsa allt of mikið um ytri end-
ann, hvað fari endanlega út í viðtakann en minna
um hvað fer ofaní holræsin," segir Kristján Bald-
ursson hjá Vatnsleysustrandarhreppi.
Töldum rétt að leita
fleiri umsagna
Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartækni-
fræðingur í Dalvíkurbyggð, segir að
farið hafi verið að huga að fráveitu-
málunum fyrir nokkrum árum. Þá hafi
verkfræðistofan Línuhönnun unnið
ákveðna forathugun og ágæta úttekt
út frá forsendum sem gerðu það að
verkum að kostnaður við verkefnið
hafi verið áætlaður um eða yfir 200
milljónir króna. Þetta var áður en Dal-
víkurbyggð var mynduð úr fleiri sveit-
arfélögum og miðaðist þessi kostnaður
við um 1.500 manna sveitarfélag.
Sveinbjörn segir að talið hafi verið rétt
að leita umsagnar frá fleirum. Frá því Sveinbjörn
að athugun Línuhönnunar var gerð
hefur Dalvíkurbær sameinast Árskógs-
hreppi og Svarfaðardalshreppi og nú eru þétt-
býlisstaðirnir í sveitarfélaginu þrír en ekki einn.
Sveinbjörn segir að á þessum tíma hafi orðið
talsverðar breytingar á atvinnuháttum, einkum
eftir að rækjuvinnslu hafi verið hætt. Nú sé far-
ið að ræða um að fyrirtæki taki þátt í eða annist
hreinsun frárennslis þeirra í stað
þess að láta sveitarfélögunum það
algerlega eftir. Dæmi um það er
kjúklingabú, sem starfrækt er í
Dalvíkurbyggð og annast sjálft um
frárennslismál sín.
Steingrímsson, bæjartæknifræðingur í Dalvíkurbyggð.
stað en eldri áætlanir hafi verið byggðar á.
Hugmyndir Einars gangi út á grófsíun skolps og
að lengja útrásir en að bíða með að byggja
hreinsivirki, að minnsta kosti þar til komi í Ijós
hvort þeirra sé þörf. Reynist ekki þörf fyrir þann
búnað verði kostnaðurinn mun minni og það
geti skipt mjög miklu fyrir viðkomandi sveitar-
28